Fréttablaðið - 27.08.2013, Qupperneq 1
LÖGREGLUMÁL Kynferðisbrot
gagnvart fimmtán ára unglings-
pilti hefur verið kært til lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu.
Meint kynferðisbrot á að hafa
átt sér stað á neyðarvistun með-
ferðarheimilisins Stuðla síð-
ustu helgi og eru tveir piltar
grunaðir um verknaðinn. Barna-
verndarstofa hefur óskað eftir
óháðri rannsókn velferðarráðu-
neytisins á málinu. Forstjóri
Barnaverndar stofu, Bragi Guð-
brandsson, segir starfsmenn
heimilisins ekki sérstaklega
grunaða um að hafa brugðist
starfsskyldum sínum en að það
verði kannað eins og málið í heild
sinni.
Brotið sem um ræðir á að hafa
átt sér stað síðasta laugardag.
Allir piltarnir voru í neyðar-
vistun Stuðla en það er neyðar-
úrræði þar sem unglingar eru
vistaðir í bráðatilvikum til að
tryggja öryggi þeirra vegna
meintra afbrota, vímuefna-
neyslu eða alvarlegra hegðunar-
erfiðleika. Það eru barnavernd-
arnefndir og lögregla í samráði
við barnaverndarnefnd sem geta
vistað ungling á lokaðri deild.
„Þetta var samstundis tilkynnt
til lögreglu,“ sagði Bragi og bætir
við að foreldrum og viðkomandi
barnaverndarnefndum hafi
einnig verið tilkynnt um málið.
Daginn eftir meint brot hafði
Bragi svo samband við félags-
málaráðuneytið og óskaði eftir
óháðri úttekt á atburðarásinni og
varð ráðuneytið við þeirri beiðni.
Enn á þó eftir að ákveða hver fer
með þá rannsókn.
„ Þ að verð a þv í t vær
sjálfstæðar rannsóknir á málinu,
enda tökum við þetta mjög alvar-
lega,“ sagði Bragi. Aðspurður um
eftirlit í neyðarvistun á Stuðlum
svarar Bragi því til að það sé ein-
mitt eitt af því sem verður kann-
að. „Þarna á vera mikið eftirlit,
enda eiga ungmennin að vera
örugg í þessu umhverfi.“
Bragi ítrekar einnig að menn
eigi að varast að draga ályktanir
í þessu máli. „Það er mjög ótíma-
bært að draga ályktanir af fyrstu
fregnum,“ undirstrikar Bragi og
bætir við málið sé viðkvæmt.
Hinn meinti þolandi er ekki
lengur vistaður á stofnuninni.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu er kynferðisbrotið gagn-
vart piltinum í rannsókn og ekki
var hægt að gefa upp nánari upp-
lýsingar um málið. - vg
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Þriðjudagur
14
D avíð Ingi Magnússon, meistara-nemi í lögfræði, tók ákvörðun á vormánuðum um að taka sjálfan sig í gegn. Hann fór í Háskólb j
og er hvergi nærri hætt,“ segir hann og
brosir.
Eftir ð
Í FORM Á ALLRA FÆRIFYRIR HÁSKÓLANEMA Háfit er ný fjarþjálfun sérsniðin að þörfum háskóla-
nema. Að þjálfuninni stendur hópur fólks með breitt þekkingarsvið.
ÚRVALSTEY
NÁMSKEIÐ Í UPPELDIÞroska- og hegðunarstöð heldur tvö námskeið um uppeldi barna með ADHD í haust. Það fyrra hefst 18. september og það síðara 3. október. Nánar á www.heilsugaeslan.is
Skipholti 29b • S. 551 0770
NÝ SENDINGAF VETRARVÖRUM!
SÍÐUSTU DAGAR AF RÝMINGASÖLUNNI.
NÝKOMINN AFTUR
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga
teg 11008
- blúnduhaldari í B,C skálum
á kr. 5.800,
- buxur í stíl
á kr. 1.995,-
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2013
BÍLAR
Flott uppfærsla
Merceders
Bens E-Class er
gjörbreyttur
Dýrt spaug
Nýr bíllykill getur
kostað fúlgur fjár
2 SÉRBLÖÐ
Bílar | Fólk
Sími: 512 5000
27. ágúst 2013
200. tölublað 13. árgangur
Launamunurinn er
rúmlega átta prósent
Kjarakönnun Bandalags háskóla-
manna leiðir í ljós að enn er við-
varandi óútskýrður launamunur á
kynjunum. 12
Póstþjónustan asnaleg Sveitar-
stjórn Mýrdalshrepps segir ófull-
nægjandi að Íslandspóstur hafi troðið
afgreiðslu við hliðina á búðarkassa. 2
Lágmarka tjón Ístak metur nú
áhrifin af gjaldþrotabeiðni Pihl & Søn
í Danmörku. Félagið er móðurfélag
Ístaks. 6
Rannsókn hafin Sameinuðu þjóð-
irnar hafa hafið rannsókn á mann-
skæðri eiturefnaárás í Sýrlandi. 6
Þarna á vera mikið
eftirlit, enda eiga
ungmennin að vera örugg
í þessu umhverfi.
Bragi Guðbrandsson,
forstjóri Barnaverndarstofu
SKOÐUN Ari Trausti skrifar um
veður farsbreytingar og Pollýönnuleik
stjórnvalda og vinnslufyrirtækja. 15
MENNING Lag sem upptökuteymið
Stop Wait Go samdi og The Saturdays
syngja er komið með myndband. 30
SPORT Landsliðskonan Guðný Björk
Óðinsdóttir sleit krossband í hné í
fjórða sinn á ferlinum. 26
Kringlunni
3. hæð mán. þri.
mið. frá kl. 11.00
til 18.00
Upplýsingar og tímapantanir:
Sverrir s. 661-7000
Góði tannhirðirinn
Ultra reach tannburstinn frá
zendium
Mótaður eftir
áhöldum tannlækna
til að ná lengra
FÓLK Verslunin Systrasamlagið
hefur tekið höndum saman við
vöruhönnuðinn Unni Valdísi Krist-
jánsdóttur og
Sundlaug Sel-
tjarnarness og
skipulagt sér-
stök flotkvöld
sem munu fara
fram í lauginni í
vetur.
„Fram-
kvæmdastjóri
laugarinnar
stakk svo upp
á því að fá
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnar-
ness til liðs við okkur síðar í vetur,
mér fannst það stórkostleg hug-
mynd. Það er líklega fátt yndis-
legra en að fljóta um og horfa
upp í stjörnubjartan himinn,“
segir Guðrún Kristjánsdóttir hjá
Systrasamlaginu. - sm / sjá síðu 30
Guðrún Kristjánsdóttir:
Fátt yndislegra
en að fljóta
GUÐRÚN KRIST-
JÁNSDÓTTIR
Brotið á dreng þar sem
hann átti að vera öruggur
Lögregla rannsakar kynferðisofbeldi sem tveir piltar í neyðarvistun á Stuðlum eiga að hafa beitt þann þriðja
síðustu helgi. Forstjóri Barnaverndarstofu hefur óskað eftir óháðri úttekt velferðarráðuneytisins á málinu.
FIMM BARNA KERRUR Þessar þrjár dagmæður í Kópavogi hittast alltaf með börnin þegar veður leyfir. Unnur Ósk Björgvins-
dóttir, í miðið, segir mikinn mun að hafa kerrurnar. „Börnin, og við öll, höfum mjög gott af því að komast út,“ segir hún. Kerrurnar eru
hins vegar sérpantaðar frá Bandaríkjunum. Með Unni eru dagmæðurnar Íris Pálsdóttir og aftast Herdís Heiðarsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Bolungarvík 10° SV 5
Akureyri 12° SV 6
Egilsstaðir 13° V 8
Kirkjubæjarkl. 12° V 7
Reykjavík 11° VSV 6
Lítilsháttar skúrir sunnan- og
vestanlands en bjart með köflum
suðaustan til. Strekkingur með
SA-ströndinni en annars hægari. 4
FERÐAIÐNAÐUR Bæjarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar, Daníel Jakobsson,
segir að ferðaiðnaðurinn á
svæðinu verði að fara að skipu-
leggja sig betur sé ætlunin
að bjóða ferðamönnum upp á
ósnortnar óbyggðir. Undir þetta
tekur Ásgerður Þorleifsdóttir, einn
eigenda fyrirtækisins Borea.
Vestfirðingar hafa getað höfðað
til ferðamanna sem vilja njóta
ósnortinnar náttúru í óbyggðum
en Borea býður upp á
skútuferðir til
Jökulfjarða.
Þar fara ferða-
menn í land, bregða
undir sig skíðum og
renna sér svo í fjöllun-
um fjarri öllum skarkala. Síðast-
liðið vor brann svo við að franskri
skútu var lagt við hlið skútu
Borea-manna og síðan hélt hópur
franskra ferðamanna til skíðaferð-
ar við hlið hinna.
„Auðvitað
er ekki hægt
að banna neinum að koma
þangað sem við erum en
það er vissulega bagalegt ef
þú ert að auglýsa skíðaferðir í
óbyggðum og svo kemur traffík á
svæðið,“ segir Ásgerður. -vg / sjá síðu 4
Hætt við átroðningi í ósnortinni náttúru ef ekki er gætt að skipulagi:
Þurfa að skipuleggja sig betur