Fréttablaðið - 27.08.2013, Side 2

Fréttablaðið - 27.08.2013, Side 2
27. ágúst 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 STJÓRNMÁL Jón Gnarr segist vera að íhuga alvarlega að gefa aftur kost á sér í næstu borgar- stjórnarkosningum. Hann ætlar að tilkynna ákvörðun sína á hrekkjavökudag, 31. október næstkomandi. Jón hefur hingað til ekki viljað upplýsa um fram- tíðaráform sín hvað þetta varðar. Sú umræða hefur verið í gangi að vinstriflokkarnir í Reykjavík myndi kosningabandalag fyrir næstu kosningar. Besti flokkurinn hefur ekki viljað skilgreina sig samkvæmt hinum hefðbundna vinstri/hægri- ás en Jón segist vera tilbúinn að vinna með öllum. - vg Jón Gnarr íhugar framboð: Tilkynnir á hrekkjavöku ÞJÓNUSTA „Ég held varla að það sé möguleiki á því að menn hafi sett þetta niður með asnalegri hætti en hér,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um fyrirkomulag póstafgreiðslu í versluninni Kjarval í Vík. Að sögn Ásgeirs var afgreiðsla Íslandspósts í Vík þar til í fyrra- vetur í höndum bókhaldsfyrir- tækis í þorpinu. Þar hafi verið opið frá níu til fjögur eins og í venjulegum póstafgreiðslum. Nú sé aðeins opið fyrir póstinn frá ellefu til þrjú í Kjarval. Sveitarstjórnin gagnrýnir fyrir komulagið harðlega í bókun og krefst þess að strax verði bætt úr. „Ekki aðeins var afgreiðslu- tíminn styttur til muna, heldur er póstafgreiðslunni troðið við hliðina á búðarkassa í verslun Kjarvals í Vík og aðgengi að póst- þjónustunni er algerlega ófull- nægjandi,“ segir sveitarstjórnin. „Þetta er náttúrlega engin þjónusta sem er verið að veita okkur,“ segir Ásgeir, sem kveður heimamenn sömuleiðis ósátta við hversu lítil verslunin sé yfir- höfuð. Sveitarstjórnin vill að búðin verði stækkuð. „Þessi verslun getur alveg annað því fólki sem hér býr undir venjulegum kringumstæðum en hún gerir það engan veginn á háannatíma ferðaþjónustunnar. Það er kvíðvænlegt að fara í búð- ina af því að það er svo mikið að gera,“ segir sveitarstjórinn. Pálmi Kristjánsson, verslunar- stjóri í Kjarval, kveðst undrast hversu hvassyrt sveitarstjórnin sé. „Þetta gengur held ég alveg nánast upp. Mér finnst menn vera að blása þetta ótrúlega mikið upp,“ segir Pálmi. „Það vita nátt- úrlega allir að búðin er sprungin miðað við traffíkina á sumrin. En það er bara einn fimmti hluti alls ársins.“ Pálmi bendir á að Kaupás, móður félag Kjarvals, sé í sölu- ferli um þessar mundir. „Þannig að það er örugglega í bið að menn séu að spá í að stækka verslunina hér,“ segir Pálmi. Það sé hins vegar hans skoðun að ýmissa breytinga sé þörf, til dæmis að flytja búðina í stærra húsnæði. „Það væri örugglega gaman fyrir marga að sjá lagerplássið á sumrin hjá mér.“ gar@frettabladid.is SPURNING DAGSINS ÚTSALA STÓRLÆKKAÐ VERÐ Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is ÆGIR TJALDVA GN* + fortjald og yfir breiðsla Útsöluverð kr. 790 .000. *Leiguvagn árg. 2013 Segir póstþjónustu á búðarkassa asnalega Sveitarstjórn Mýrdalshrepps segir „algerlega ófullnægjandi“ að Íslandspóstur skuli hafa „troðið“ afgreiðslu sinni „við hliðina á búðarkassa“ í versluninni Kjarval í Vík. Verslunarstjórinn kveðst undrandi á harðorðum yfirlýsingum sveitarstjórnarinnar. Það er kvíðvænlegt að fara í búðina af því að það er svo mikið að gera Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. PÁLMI KRISTJÁNSSON Verslunarstjórinn í Kjarval segir að þótt vissulega geti verið miklar annir í búðinni sé póstþjónustan þar í lagi. STJÓRNMÁL Tvö framboð sem buðu fram til þingkosninga síðasta vor íhuga alvarlega að bjóða sig fram á ný fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar. Það eru Flokkur heimilanna og Dögun. Framboðin fengu bæði um og yfir 3 prósent í síðustu alþingis- kosningum og eiga þar af leið- andi rétt á fjárstyrk úr ríkissjóði. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun enn þá en það verður gert nú í haust,“ segir Pétur Gunnlaugsson, formaður F lokks heimilanna. Hann telur líklegt að flokkurinn fari fram í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnar kosningar. Pétur segir að þá yrði lögð þung áhersla á að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni. Margrét Tryggvadóttir, fyrr- verandi þingmaður og liðsmaður Dögunar, segir að það eigi eftir að ákveða hvort Dögun fari fram. Þar sé mikill áhugi. Lýður Árna- son, sem var oddviti Lýðræðis- vaktarinnar í Suðvesturkjör- dæmi í síðustu kosningum, segir samtökin ekki stefna á framboð. „Svarið er bara nei,“ svarar Lýður aðspurður um mögulegt framboð. Ekki náðist í Pírata. - vg Flokkur heimilanna og Dögun fara hugsanlega fram fyrir næstu kosningar: Íhuga að bjóða sig aftur fram FLOKKUR HEIMILANNA Pétur Gunnlaugsson, formaður Flokks heimilanna, segir að áhersla flokksins muni líklega vera á flugvallarmálið. MYND/VALGARÐUR GÍSLASON ÍSRAEL, AP Friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna, sem áttu að halda áfram í gær, var frestað eftir að ísraelskir hermenn urðu þremur Palestínu- mönnum að bana. Palestínumenn sögðu þó lík- legt að viðræðurnar gætu haldið áfram í dag. Mennirnir tveir létu lífið í óeirðum sem brutust út í morgun í Kalandía-flóttamannabúðunum eftir að ísraelski herinn hafði ráðist inn í búðirnar og hand tekið fjölda manns. Talsmaður landamæralögreglu segir að hundruð Palestínumanna hafi streymt út á götur og kastað reyksprengjum, grjóti og steypu- klumpum á lögregluna. Þetta voru alvarlegustu átök sem orðið hafa á þessum slóðum lengi. Ísraelar hafa enga skýringu gefið á því hvers vegna haldið var inn í flóttamannabúðirnar til að handtaka fólk. Friðarviðræður hófust fyrir skömmu fyrir tilstilli Banda- ríkjamanna en þeim hefur miðað hægt áfram. Palestínskur embættismaður segir að enn sé verið að deila um það hvað eigi að vera á dagskrá viðræðnanna. - gb Lát tveggja Palestínumanna setti strik í viðræður við Ísraela: Friðarviðræðum var frestað ÚTFÖR Í RAMALLAH Palestínu- mennirnir voru bornir til grafar í Ramallah í gær. NORDICPHOTOS/AFP Gunnar Kristinn, aukast ekki greiðslur eftir dráttinn? „Það fer allt eftir forleiknum.“ Gunnar Kristinn Þórðarson er formaður Samtaka meðlagsgreiðanda. Samtökin hvetja meðlagsgreiðendur til fjögurra vikna dráttar á greiðslum til Innheimtustofnunar. VEÐUR Veðurstofan vekur sér- staka athygli á mjög slæmri veðurspá á Austur- og Norður- landi í lok vikunnar. Á föstudaginn gengur í norðan og norðvestan 15 til 23 metra á sekúndu. Mikil rigning fyrir norðan en slydda eða snjókoma síðdegis í meira en 150 til 250 metra hæð yfir sjávarmáli. Á laugardeginum verður vind- ur 18 til 25 metrar á sekúndu á Norður- og Austurlandi um morg- uninn og mikil rigning neðan við 100 til 200 metra yfir sjávarmáli, annars slydda eða snjókoma. Nánari upplýsingar eru á vef veðurstofunnar, vedur.is. - vg Veðurstofan varar við: Spá illviðri næstu helgi LÖGREGLUMÁL Embætti landlækn- is hefur fengið vísbendingar um að hér sé ofnæmislyf notað til fram- leiðslu á metamfetamíni. Lyfið heitir Clarinase og er aðallega gefið við frjókornaofnæmi. Landlæknir segir nokkra hafa fengið miklu ávísað af lyfinu. Ábending frá lögreglu um að lyfið, ásamt fleiri efnum og áhöldum til efnagerðar, hafi fundist í lögreglu- rannsókn ýti enn frekar undir grun um að lyfið hafi verið notað til að búa til vímugjafa. - vg Framleiða metamfetamín: Ofnæmislyfi breytt í dóp BANDARÍKIN, AP Vírus hefur lagt sjö stór kattardýr að velli í dýra- athvarfi í Texas í Bandaríkjunum. Nú síðast drapst tígrisdýrið Tacoma, sem sagt er hafa verið „sálin“ í athverfinu. Lisa Williams, talskona In-Sync Exotics Wildlife Rescue and Educa- tion Center í Wylie, úthverfi Dallas, sagði Tacoma hafa drepist á aðfaranótt mánudags. Tígrisdýrið, sem var 13 ára gamalt og um 180 kíló að þyngd, var sjötta tígrisdýrið til að drepast, en að auki hefur ein ljónynja drepist. Þá eru á á annan tug stórra katta plagaðir af sjúk- dómnum. Talið er að þeir hafi smitast af þvottabjörnum sem leitað hafi að æti í búrum þeirra. - óká Stór kattardýr hafa drepist í bandarísku dýraathvarfi: Síðast drapst 13 ára gamall tígur VEIKUR Lisa Williams, talskona dýraathvarfs í úthverfi Dallas í Texas, hugar að ljóni sem ásamt nokkrum öðrum berst við hitasótt sem allajafna leggst á hunda. Fátítt er að kattardýr smitist af sóttinni. FRÉTTABLAÐI/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.