Fréttablaðið - 27.08.2013, Side 10
27. ágúst 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10
MENNING Myndlistarmaðurinn
Steingr ímur Eyfjörð fann
skúlptúrinn Grýlu í vor eftir að
hafa leitað að því í fimm ár. Nú
segir hann að listaverkasafnarinn
Gunnar Dungal, oftast kenndur við
Pennann, vilji ekki standa við gerða
samninga um kaup á listaverkinu
sem gerðir voru árið 2007.
„Ég fann ekki verkið fyrr en í
vor,“ útskýrir Steingrímur en Grýla
var til sýnis í galleríinu Max Pro-
tetch í New York í Bandaríkjunum
árið 2008. Eigandi gallerísins seldi
starfsemina til annars aðila og
hætti störfum í kjölfarið.
Verkið hvarf og Steingrímur seg-
ist hafa leitað til bandaríska sendi-
ráðsins um aðstoð sem aftur benti á
utanríkisráðuneytið. Ekkert gekk í
þeim leiðangri og úr varð að hann
fékk lögfræðing til þess að finna
fyrir sig verkið. Sá hafði samband
við einkaspæjara í Bandaríkjunum.
„Þá fór þetta að ganga,“ segir
Steingrímur en einkaspæjarinn
fann verkið skömmu síðar. Það
reyndist vera í vöruskemmu
skammt fyrir utan borgina.
Steingrímur segir að hann hafi
samið við Gunnar Dungal árið
2007 um að selja honum þrjú lista-
verk. Gunnar fékk afhent og borg-
aði fyrir tvö verk. Steingrímur
segir Gunnar ekki vilja standa við
gerða samninga um kaup á Grýlu,
sem kostar þrjár milljónir króna,
eftir að verkið var endurheimt.
„Mér finnst mjög sérkennilegt að
hann hafi ekki viljað koma til móts
við mig á neinn hátt,“ segir Stein-
grímur.
„Það eru sex ár síðan ég átti að fá
þessa styttu steypta í brons og sam-
kvæmt öllum okkar samskiptum,
sem eru til í tölvupósti, er algjör-
lega skýrt að Steingrímur átti að sjá
um þá hlið málsins,“ segir Gunnar
Dungal.
Gunnar bætir við að hann átti
sig ekki á því að vera dreginn inn í
málið, það snúi að Steingrími, en
ekki honum sjálfum.
„Ég hafna þessum ásök-
unum alfarið,“ segir Gunnar
um meintar vanefndir.
Steingrímur segir að það
hafi verið í farvatninu að
finna ódýra leið til þess
að gera afsteypu af
verkinu. Hann
hafnar því að
einhvers konar
samkomulag
hafi náðst þar
u m. H a n n
segir að það
hafi verið
dýrari lausn
en að kaupa
frum-
myndina.
„Og ef það
hefði gengið eftir,
þá hefði Gunnar þurft að
greiða fyrirfram fram-
leiðslukostnaðinn,“ segir
Steingrímur, sem íhugar
að fara með málið fyrir
dómstóla. - vg
UMDEILD GRÝLA Steingrímur Eyfjörð með listaverkið Grýlu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Einkaspæjari fann Grýlu í
New York í Bandaríkjunum
Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður endurheimti listaverkið Grýlu, sem hvarf í Bandaríkjunum, eftir fimm
ára leit. Hann segist hafa samið við safnara um kaup á verkinu áður en það hvarf. Því vísar kaupandinn á bug.
GUNNAR DUNGAL
segir það rangt að
hann sé skuld bundinn
til þess að kaupa
Grýlu.
Steingrímur Eyfjörð er einn
þekktasti myndlistarmaður
Íslendinga, en hann sýndi meðal
annars á Feneyjatvíæringnum
árið 2007. Þá fékk hann Sjón-
listarverðlaunin árið 2008 fyrir
verk sitt Lóan er komin, auk þess
sem hann hefur verið tilnefndur
til Carnegie Art verðlaunanna.
➜ Þekktur
myndlistarmaður
NORÐURLÖND
Norskur lax selst
illa í Kína
1 NOREGUR Norskir fiskútflytjendur
merkja ekki yfirlýstan
vilja norskra og kín-
verskra yfirvalda til
þess að bæta sam-
skipti landanna, sem
hafa verið stirð frá því
að Liu Xiaobo fékk
friðarverðlaun Nóbels
fyrir tæpum þremur
árum. Norskur lax selst
ekki vel á fiskmark-
aðnum í Sjanghæ. Samkvæmt frétt Dagens Næringsliv selja Færeyingar nú
meira magn af laxi til Kína en Norðmenn. Norski laxinn er sagður geymdur á
lager á landamærum Kína í allt að þrjá daga. Þannig sé lax frá Skotlandi eða
Færeyjum ekki meðhöndlaður.
Skólakrakkar björguðu þyrluáhöfn
2 SVÍÞJÓÐ Nemar í 9. bekk grunnskóla í Stokkhólmi björguðu tveimur mönnum þegar þyrla hrapaði við Tyresö fyrir utan Stokkhólm í gær-
morgun. Í fréttum sænskra fjölmiðla segir að flugmanni þyrlunnar hafi tekist
að sveigja frá nemunum áður en þyrlan hrapaði. Skólabörnin, sem reru með
mennina að landi, höfðu það eftir flugmanninum að þyrlan hefði verið við
mælingar og flogið of nálægt hafsfletinum.
Danir vilja læra reiðistjórnun
3 DANMÖRK Dönum sem leita sér aðstoðar til þess að ná stjórn á reiði sinni fjölgar stöðugt, að því er segir í frétt á vef Kristilega dagblaðsins.
Þar er þess getið að til dæmis sé um að ræða reiði í garð vinnufélaga,
rifrildi innan fjölskyldunnar eða stjórnlausa bræði í umferðinni.
Ekki eru til heildartölur yfir þann fjölda sem vill læra reiðistjórnun en
sífellt fleiri sálfræðingar, dávaldar og ráðgjafar bjóða slíka meðferð.
islandsbanki.is | Sími 440 4000
Við bjóðum
góða þjónustu
Frumkvöðlasjóður
Íslandsbanka auglýsir
eftir umsóknum um styrki
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkir
verkefni á sviði umhverfismála með
sérstakri áherslu á endurnýjanlega orku,
sjálfbæran sjávarútveg og verndun
hafsvæða. Markmið sjóðsins er að hvetja til
nýsköpunar og þróunar á þessum sviðum.
Heildarupphæð úthlutunar er allt að fimm
milljónum króna. Nánari upplýsingar um
sjóðinn og úthlutunarreglur hans má finna
á vef Íslandsbanka.
Úthlutunardagur er 8. október 2013
Sækja skal um á vef bankans
til og með 25. september 2013:
www.islandsbanki.is/frumkvodlasjodur
Umsóknum skal fylgja, eftir því sem við á:
· Greinargóð lýsing á verkefninu
· Verk- og tímaáætlun
· Ítarleg fjárhagsáætlun
· Upplýsingar um aðra fjármögnun verkefnis
· Ársreikningur
· Upplýsingar um eignarhald og rekstrarform
Styrkþegar Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka vorið 2013:
Pólar og togbúnaður, Veðurstofa Íslands,
Norðursigling, GeoSilica og IceWind
1
2
3
SVÍÞJÓÐ Sænski rithöfundurinn
og blaðamaðurinn Jan Guillou
hvetur menntamálaráðherra
Svíþjóðar, Jan Björklund,
til þess að loka heimavistar-
skólanum Lundsberg þar sem
tveir nemendur
hlutu brunasár
við busun um
helgina. Guillou
segir skólann
ekki þjóna sam-
félaginu, heldur
eingöngu þjálfa
yfirstéttina.
Rithöfundur-
inn var sjálfur í heimavistar-
skóla og honum er vel kunnugt
um hvernig nemendur eru niður-
lægðir, að því er kemur fram
á vef Aftonbladet. Hann segir
mögulega einn slíkan skóla eiga
rétt á sér fyrir börn foreldra
sem starfa utan Svíþjóðar. - ibs
Rithöfundurinn Jan Guillou:
Loka verður
heimavistum
JAN GUILLOU
STJÓRNSÝSLA
Ráðherra fundar
Menntamálaráðherra átti fund með
fulltrúa frá kínverskri stofnun um
alþjóðasamskipti á sviði menntamála.
Fulltrúarnir sem voru staddir hér á
landi kynntu ráðherranum m.a. áform
sín um samstarf við önnur ríki og um
frekari möguleika á stúdentaskiptum
milli Íslands og Kína.
Rafræn auðkenning
Embætti ríkisskattstjóra hvetur til
aukinnar notkunar rafrænna skilríkja,
bæði að þau verði notuð í auknum
mæli til auðkenningar og til undir-
ritunar. Í skýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu
Admon eru skilríkin öruggasta rafræna
auðkenningin sem í boði er á Íslandi.