Fréttablaðið - 27.08.2013, Blaðsíða 14
27. ágúst 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Fjöldi fólks er á hrakhólum af því það fær
ekki viðeigandi húsnæði á viðráðanlegum
kjörum. Leigumarkaðurinn stendur ekki
undir nafni, leiguverð er hátt og húsnæði er
sjaldnast leigt út nema til skamms tíma. Við
þessar aðstæður búa íslensk heimili ekki við
það öryggi sem er svo mikilvægt. Þúsundir
leiguíbúða vantar og ekkert útlit er fyrir
bætta stöðu á næstunni.
Lærum af reynslunni
Reynslan kennir að markaðurinn tryggir
ekki sjálfkrafa hæfilegt framboð leigu-
íbúða. Meira þarf en orð og vilja stjórn-
valda, það þarf aðgerðir. Í kjölfar seinni
heims styrjaldar var mikill húsnæðisskortur
hér og annars staðar á Norðurlöndunum.
Í Danmörku, Svíþjóð og Noregi var ráðist
í að byggja þúsundir íbúða til að bregðast
við vandanum. Leiðarljósið var staðlað, vel
skipulagt húsnæði á hagstæðu verði.
Í júlí 1965 náðist samkomulag hér á landi
milli verkalýðshreyfingarinnar, ríkis og
borgar um stórátak í uppbyggingu íbúðar-
húsnæðis. Samkomulagið var liður í lausn á
erfiðri vinnudeilu. Í stað launahækkana var
samið um byggingu 1.250 íbúða fyrir lág-
tekjufólk í Reykjavík. Þetta varð fyrirmynd
að seinni tíma samningum um þjóðarsátt þar
sem samið var um fleira en kaup og kjör.
Oft var þörf, nú er nauðsyn
Fram undan eru erfiðir kjarasamningar því
svigrúm til launahækkana er lítið. Samning-
ar í ætt við júlísamkomulagið gætu reynst
skynsamlegir nú og ástæða til að skoða þann
möguleika. Liðka má á ýmsan máta fyrir
starfsemi húsnæðisfélaga sem byggja eða
kaupa íbúðir til útleigu og eru ekki rekin
í hagnaðarskyni, til að lækka kostnað og
auka hagkvæmni. Ríki og sveitarfélög geta
lagt til lóðir á kostnaðarverði, bæta má
skatta umhverfi með niðurfellingu stimpil-
gjalda á skuldabréfum og endurskoða þarf
byggingar reglugerð til að auka sveigjanleika
og hagkvæmni í þágu neytenda. Þetta eru
brýn viðfangsefni sem ég vil beita mér fyrir
svo þau verði að veruleika.
Nýtt júlísamkomulag um öruggt húsnæði
fyrir alla er góður kostur.
Nýtt júlísamkomulag um
öruggt húsnæði fyrir alla
HÚSNÆÐISMÁL
Eygló
Harðardóttir
félags- og hús-
næðismálaráðherra
➜ Liðka má á ýmsan máta
fyrir starfsemi húsnæðisfélaga sem
byggja eða kaupa íbúðir til útleigu
og eru ekki rekin í hagnaðarskyni…
Stórlækkað verð á vönduðum fatnaði, útbúnaði
og varningi fyrir hestamenn, bændur og aðra
dýravini. Gríptu þetta frábæra tækifæri í næstu
verslun Líflands.
ÚTSALA
Í LÍFLANDI
ÍS
LE
N
SK
A
S
ÍA
.IS
L
IF
6
53
17
/
08
.1
3
H
ryllingurinn í Sýrlandi komst á nýtt stig með efna-
vopnaárásinni á úthverfi Damaskus í síðustu viku.
Flest bendir til að þar hafi stjórnarher Assads forseta
verið að verki.
Vísbendingar eru um að mörg hundruð manns hafi
látið lífið í árásinni. Það gerir hana að mannskæðustu efnavopna-
árás í aldarfjórðung, eða frá því að Saddam Hussein lét beita
efnavopnum gegn andstæðingum sínum í Kúrdistan árið 1988
með skelfilegum afleiðingum. Árásin er einn ljótasti stríðsglæpur
síðustu áratuga, sama hver ber ábyrgð á henni.
Beiting efnavopna og annarra
gereyðingarvopna er bönnuð
samkvæmt sérstökum alþjóða-
sáttmála og löngum hefur verið
látið í það skína að hún yrði ekki
liðin; afleiðingarnar yrðu alvar-
legar fyrir hvert það ríki sem
beitti efnavopnum gegn öðrum
ríkjum eða eigin borgurum.
Nú tala ráðamenn á Vesturlöndum í meiri alvöru en áður um að
beiting hervalds gegn Sýrlandsstjórn sé raunhæfur möguleiki.
Samt mælir margt gegn því að sú leið verði farin.
Í fyrsta lagi gæti beiting hervalds gert illt verra í landinu.
Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi eru sundurlaus fylking, sem
inniheldur meðal annars hatramma öfgamenn sem fáir vilja að
komist til valda.
Í öðru lagi hræða sporin frá Írak, þar sem Vesturlönd gerðu
innrás á grundvelli rangra upplýsinga um efnavopnaeign
Saddams Hussein. Ríki á borð við Bretland og Bandaríkin yrðu
að vera býsna viss í sinni sök áður en þau gripu til vopna á þeim
forsendum að Assad hafi beitt efnavopnum.
Almenningur í vestrænum ríkjum sem hafa burði til að taka
þátt í hernaði í Sýrlandi er í þriðja lagi orðinn þreyttur á stríðs-
rekstri í fjarlægum löndum á borð við Írak og Afganistan og lítill
pólitískur stuðningur er við slíkar aðgerðir, jafnvel þótt fólki
ofbjóði hryllingurinn sem það sér á sjónvarpsskjánum.
Í fjórða lagi þýðir stuðningur Rússlands og Kína við stjórnvöld
í Damaskus að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun seint sam-
þykkja ályktun sem heimilar beitingu hervalds í Sýrlandi. Þessi
ríki létu óátalið í fyrstu að hervaldi yrði beitt gegn stjórn Gaddafís
í Líbíu, en munu ekki samþykkja að sömu meðulum verði beitt
gegn Assad.
Stjórnvöld í Sýrlandi hafa nú í meira en tvö ár beitt vel búnum
her sínum gegn eigin borgurum. Sameinuðu þjóðirnar telja varlega
áætlað að um hundrað þúsund manns hafi fallið í átökunum. Allar
fyrri viðvaranir og hótanir „alþjóðasamfélagsins“ um að sturlaðir
einræðisherrar verði ekki látnir komast upp með að murka lífið úr
eigin þjóð hafa reynzt innantómar. Örlög Gaddafís voru ekki það
víti til varnaðar sem margir vonuðust til á sínum tíma.
Þannig að við horfum á hryllinginn á fréttamyndum, finnst
hann ólýsanlegur og ómennskur og spyrjum: Hvernig er hægt
að stoppa þetta? Svarið er að það er ólíklegt að manndrápin
verði stöðvuð – líklegast er að heimurinn sitji áfram hjá á meðan
lítil valdaklíka heldur áfram að murka lífið úr fólki. „Alþjóða-
samfélagið“ hefur ekki náð meiri þroska en það.
Enn kemst Assad upp með ólýsanleg voðaverk:
Heimurinn
situr hjá
SUS og snaran
Hætt er við því að andrúmsloftið á
stjórnarheimilinu hafi verið eilítið
þrungið vandræðalegheitum eftir að
Samband ungra sjálfstæðismanna
(SUS) skoraði á tvo ráðherra, Eygló
Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhann-
esson, að biðjast afsökunar á því að
hafa greitt atkvæði með því að ákæra
Geir H. Haarde og stefna fyrir Lands-
dóm. Þessu má líkja við að nefna
snöru í hengds manns húsi, með tvo
ákærendur sitjandi við borðið.
Sinnaskipti og staðfesta
Líklega hafa flestir í stjórn-
inni vonað að þurfa ekki
að taka þennan debatt,
enda lágu sjálfstæðismenn
ekki á skoðunum sínum
um þann gjörning
allan sem þeir sögðu, réttilega, vera
pólitísks eðlis. Þá er tvennt í stöðunni
fyrir Eygló og Sigurð Inga; að halda
afstöðunni og færa rök fyrir henni,
sem verður seint talið farsælt til
hópeflis, eða játa að þau hafi breytt
rangt, hafi síðar skipt um skoðun og
biðjast forláts eins og Davíð Þorláks-
son og félagar í SUS hafa þrýst á um.
En jú. Svo er líka pólitíska trikkið.
Segja bara ekki neitt á meðan maður
kemst upp með það.
Sjálfsmynd og samvinna
Raddir þess efnis að vinstri-
flokkarnir ættu að taka
höndum saman fyrir næstu
sveitarstjórnarkosningar
hafa heyrst víða að
undanförnu.
Stefið er
kunnuglegt, en hvaðan? Æ, jú. Oftast
þegar vinstrimenn standa höllum
fæti. Að vísu tókst R-listanum að
rjúfa valdatíð Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík árið 1994 en það er
sennilega undantekningin því að fáir
eru eins góðir í að steyta á steinum
í samskiptum sínum (enda er hægri/
vinstri-öxullinn í sjálfu sér meingallað
viðmið). Þótt helsta deiluefni Sam-
fylkingar og VG á síðasta kjörtímabili,
ESB-umsóknin, hafi kulnað við að
flestir stækustu andstæðingar aðildar
hafi yfirgefið VG
síðustu misseri, þá
leggst mönnum
alltaf eitthvað til.
Umhverfisvernd
gegn atvinnu-
sköpun, einhver?
thorgils@frettabladid.is