Fréttablaðið - 27.08.2013, Blaðsíða 17
ÞEKKING
Davíð segir hug-
myndina ekki síst
lúta að því að virkja
þá þekkingu sem
verður til í Há-
skólanum. „Innan
veggja skólans má
finna vel menntaða
næringarfræðinga,
sjúkraþjálfara,
lækna og íþrótta-
fræðinga.“
Davíð Ingi Magnússon, meistara-nemi í lögfræði, tók ákvörðun á vormánuðum um að taka sjálfan
sig í gegn. Hann fór í Háskólaræktina og
byrjaði að hlaupa. Eins og margir kann-
ast við koma hugmyndir gjarnan fljúg-
andi þegar lögð er rækt við líkamann.
Davíð lét því ekki þar við sitja heldur
ákvað að freista þess að koma öllum
háskólanemum í form. Nú hefur hann
stofnað, ásamt fríðu föruneyti, fjar þjálfun
Háskólafitness, eða Háfit.
Hann kynnti hugmyndina fyrir stjórn
Háskóla Íslands, sem leist vel á, og
ákveðið var að hefja samstarf. Davíð
segir hugmyndina ekki síst lúta að því að
virkja þekkinguna sem verður til í háskól-
anum. „Innan veggja skólans má finna
vel menntaða næringar fræðinga, sjúkra-
þjálfara, lækna og íþrótta fræðinga.“
Davíð setti þá saman teymi af úrvals-
fólki. „Ég vildi fá fólk sem er framúr-
skarandi á sínu sviði. Ragna Baldvins-
dóttir er semídúx úr íþróttafræði, Daði
Reynir Kristleifsson sjúkraþjálfari er
Evrópumeistari í krossfitt og Elísabet
Margeirsdóttir næringarfræðingur hefur
hlaupið sjö maraþon, eitt 100 km hlaup
og er hvergi nærri hætt,“ segir hann og
brosir.
Eftir að stjórn skólans samþykkti
samstarf tók Davíð að hanna og forrita
vefsíðu, ásamt Rakel Tómasdóttur hönn-
uði. Á vefsíðunni geta áskrifendur meðal
annars nálgast myndbönd af öllum æfing-
unum, sem og útskýringar á textaformi.
„Sjúkraþjálfarinn okkar, Daði Reynir,
útskýrir æfingarnar gaumgæfilega, enda
er mikilvægt að fólk geri æfinguna rétt
frá upphafi.“
Ragna íþróttafræðingur útbýr allar
æfingaáætlanir og Elísabet næringar-
fræðingur reiknar út orku- og næringar-
þörf hvers og eins út frá markmiðum og
æfingaplani.
Skráning er hafin, en þeir sem skrá sig
mæta í mælingu í september og í kjöl-
farið er líkamsræktaráætlun útbúin, út
frá markmiðum hvers og eins. „Háskóla-
ræktin er ódýrasta líkamsrækt á Íslandi,“
segir Davíð. „Okkar starfsemi verður í
takt við það. Við bjóðum upp á þjónustu
á verði sem stúdentar ráða við.“ Hægt
er að skrá sig og nálgast allar nánari
upplýsingar á vefsíðu Háfit, www.hafit.is.
■ halla@365.is
Í FORM Á ALLRA FÆRI
FYRIR HÁSKÓLANEMA Háfit er ný fjarþjálfun sérsniðin að þörfum háskóla-
nema. Að þjálfuninni stendur hópur fólks með breitt þekkingarsvið.
ÚRVALSTEYMI
Davíð lagði áherslu á
að starfsfólk Háfit væri
fólk sem væri framúr-
skarandi á sínu sviði.
MYND/RAKEL TÓMASDÓTTIR
NÁMSKEIÐ Í UPPELDI
Þroska- og hegðunarstöð heldur tvö
námskeið um uppeldi barna með
ADHD í haust. Það fyrra hefst 18.
september og það síðara 3. október.
Nánar á www.heilsugaeslan.is
Stuðningsstöngin er hjálpar- og öryggistæki sem auðveldar fólki að vera virkt og athafnasamt við daglegt líf án þess að þurfa að reiða sig
á aðra. Margir Iðjuþjálfarar, sjúkraþjálfarar og læknar hafa mælt með stuðningsstöngunum fyrir sína skjólstæðinga.
• Auðveld í uppsetningu.
• Engar skrúfur eða boltar.
• Tjakkast milli lofts og gólfs.
• Hægt að nota við hallandi loft, 0–45°
timbur/gifsloft.
Stuðningsstangirnar hafa fengið verðlaun fyrir notagildi, öryggi og hönnun á alþjóðlegum hjálpartækjasýningum.
• Margir aukahlutir í boði.
• Falleg og nútímanleg hönnun.
• Passar allstaðar og tekur lítið pláss.
• Stillanleg frá 225–307 cm lofthæð,
togátak allt að 205 kg.
Yfir 800
0 ánæg
ðir
notend
ur á Ísl
andi
Stuðnin
gs-
stöngin
Skipholti 29b • S. 551 0770
NÝ SENDING
AF VETRARVÖRUM!
SÍÐUSTU DAGAR AF
RÝMINGASÖLUNNI.
NÝKOMINN AFTUR
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
10-14 laugardaga
teg 11008
- blúnduhaldari
í B,C skálum
á kr. 5.800,
- buxur í stíl
á kr. 1.995,-
UPPLÝSINGAR O
Nýtt námskeið
hefst 31. ágúst 0.