Fréttablaðið - 27.08.2013, Qupperneq 19
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2013
BÍLAR
S
tyttast fer í árlegt kjör á bíl
ársins hérlendis en það er
Bandalag íslenskra bílablaða-
manna (BÍBB) sem stendur að
kjörinu. Nú er ljóst hvaða bílar
það eru sem koma til greina í
kjörinu. Þeir eru tuttugu talsins
og eiga það allir sammerkt að vera nýrrar
gerðrar eða af nýrri kynslóð og hafa komið
til landsins eftir síðasta kjör. Bílarnir
falla í þrjá flokka; smábílar og minni
millistærð, fjölskyldubílar og loks jeppar
og jepplingar.
Söluhæsti flokkurinn
Í flokki smábíla og minni millistærðar bíla
eru Renault Clio, VW Golf, VW Golf GTi,
Ford B-Max, Skoda Rapid, Toyota Auris
TS og Toyota Corolla. Stutt er síðan sölu-
hæsti einstaki bíll heims, Toyota Corolla,
kom til landsins. Það á einnig við Golf GTi
en lengra er síðan hinir bílarnir komu til
landsins. VW Golf var valinn bíll ársins í
Evrópu og heiminum öllum í síðasta kjöri
en hann var ekki kominn til Íslands áður
en kjör á bíl ársins í fyrra fór fram. Í
þessum flokki eru söluhæstu bílar lands-
ins og á það einnig við í heiminum öllum.
Sterkur flokkur ölskyldubíla
Í flokki fjölskyldubíla koma til greina bíl-
arnir Mercedes Benz CLA, Kia Carens,
Mazda 6, Skoda Octavia, og Lexus IS300h.
Stutt er síðan Mercedes Benz CLA var
kynntur til leiks hérlendis og á það einnig
við Lexus IS300h, sem fékk mjög góða
dóma hjá reynsluökumanni Fréttablaðsins
hér fyrir skömmu. Öllum hinum bílunum
hefur verið reynsluekið af blaðinu og
flestir þeirra fengið góða dóma, svo hörð
barátta verður greinilega í þessum flokki
bíla.
Margir í jeppa- og jepplingaflokki
Flokkur jeppa og jepplinga er mjög fjöl-
mennur að þessu sinni og átta bílar sem
fylla þann flokk. Það eru Mercedes Benz
GL, Honda CR-V, Subaru Forester, Isuzu
D-Max, Ford Kuga, Mazda CX-5, Mitsubishi
Outlander og Toyota RAV. Það er ef til vill
ekkert skrítið að þessi flokkur sé stór hér-
lendis, en þessir bílar henta einstaklega
vel íslenskum aðstæðum. Í flokknum eru
sex jepplingar en aðeins tveir jeppar, þ.e.
Mercedes Benz GL og Isuzu D-Max. Er
það til marks um þá áherslu sem bílafram-
leiðendur hafa lagt á jepplinga undanfarið.
Prófanir standa yfi r
Valinn verður sigurvegari í hverjum
þessara flokka og einn þeirra mun standa
uppi sem bíll ársins á Íslandi þetta
árið. Prófanir á þeim bílum sem ekki
hefur verið reynsluekið fara nú fram og
tilkynnt verður um val á bíl ársins seint
í september. Afhending verðlaunanna
verður í höndum Bílgreinasambandsins
og BÍBB. Bandalag íslenskra bílablaða-
manna eru samtök blaðamanna sem sjá um
umfjöllun um bíla í íslenskum fjöl miðlum,
auk þess sem í félaginu eru sjálfstætt
starfandi bílablaðamenn.
Flott uppfærsla
Merceders
Bens E-Class er
gjörbreyttur
Dýrt spaug
Nýr bíllykill getur
kostað fúlgur fjár
BÍLL ÁRSINS KJÖRINN Í SEPTEMBER
Tuttugu bílar koma til greina og eiga þeir það sammerkt að vera nýrrar gerðar eða af nýrri kynslóð.