Fréttablaðið - 27.08.2013, Side 20
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
2 27. ágúst 2013 ÞRIÐJUDAGUR
BENZ E250 CDI 4MATIC
Finnur Thorlacius reynsluekur
N
ýkominn er til
landsins heil mikið
breyttur Mercedes
Benz E-Class bíll
sem ekki flokkast
þó sem ný kynslóð
þessa bíls, en
E-Class rekur ættir sínar allt til
ársins 1953. Fyrir vikið er hann
ekki í hópi þeirra bíla sem til
greina koma sem bíll ársins hér
á landi né annars staðar þrátt
fyrir að einum 2.000 íhlutum í
bílnum hafi verið breytt á milli
árgerða. Þessar breytingar allar
hafa ekki síst skilað sér í mun
fallegri bíl, en forveri hans vann
engar fegurðarsamkeppnir. Nú
er E-Class hins vegar orðinn
eftir tektarvert fallegur bíll sem
nágrannarnir stara á þau fáu
skipti sem ökumaður tímir að
njóta hans ekki í akstri. Bíllinn
er nú orðinn sláandi fallegur
og beinar og rísandi hliðar-
línur hans gefa honum renni-
legt útlit og mjög svo breyttur
framendi bílsins er líklega samt
það fallegasta við hann. Það
var mikil þörf á þessari útlits-
breytingu bílsins og nú eru
eigendur hans með bíl í höndun-
um sem stendur úr fjöldanum og
margur heldur að sé mun dýrari
bíll. Ekki skaðar það bílinn að
hann kemur á hrikalega flottum
felgum.
Öflug en hávær dísilvél
Bíllinn sem reyndur var ber
nafnið E250 CDI 4Matic og er
knúinn af 2,2 lítra dísilvél og
fjórhjóladrifinn. Vélin er fjög-
urra strokka með tvær for-
þjöppur og skilar öskrandi 500
Nm togi. Hestöflin eru 204 tals-
ins, en það segir ekki allt þegar
tog hennar er svo mikið og því
er bíllinn afar öflugur og hreint
ári gaman að gefa honum inn.
Hann er ekki nema 7,8 sekúndur
í hundraðið þrátt fyrir að bíllinn
vegi næstum 1,9 tonn. Fátt
annað en gott er hægt að segja
um þessa vél nema það að í
henni heyrist mun meira en við
má búast og skilar það sér inn
í bílinn. Þetta virðist eiga við
fjögurra strokka dísilvélar Benz
en hins vegar eru sex gíra dísil-
vélar þeirra sérlega hljóðlátar.
Upptak bílsins er ágætt og togið
heldur áfram eins lengi og óskað
er, en sjálfskiptingin er þannig
stillt að í fyrstu sparkar hann
ekki heldur líður ljúflega af stað
en svo æsast leikar. Vélin er
mjög sparneytin þrátt fyrir allt
aflið og uppgefin eyðsla er 5,1
lítri í blönduðum akstri. Freist-
andi er þó að aka bílnum á þann
hátt að þeirri lágu eyðslutölu
verði seint náð.
Gæðaleg og mikið
breytt innrétting
Benz hefur oftast nær staðið
fyrir gæði, en þó hefur fyrir-
tækið hikstað stundum í þeim
fræðunum og fyrir vikið verið
oft í eltingaleik við aðra lúxus-
bílaframleiðendur. Af frágangi
þessa bíls, útliti, tækni og smíða-
gæðum að dæma virðist Merce-
des Benz vera aftur búið að ná
vopnum sínum. Innrétting bíls-
ins er glæsileg og til vitnis um
nýja og smekklega stefnu. Það
á reyndar við alla nýrri bíla
Mercedes Benz sem fyrirtækið
kynnir nú sem á færibandi og
er bílgerðum fyrirtækisins að
fjölga jafnört og kanínum á
Íslandi. Þeir eiga það sammerkt
með kanínunum að vera sætir og
gæti því fjölgað jafn ört á göt-
unum og þeim loðnu á útivistar-
svæðunum. Jafn miklu hefur
verið breytt að innan í E-Class
og hvað annað varðar í bílnum
og mjög vel hefur tekist til.
Sætin eru klædd hágæða Nappa-
leðri og eru rafstillanleg á alla
kanta. Staðsetning stillitakkanna
er mjög óvenjuleg, eða í hliðar-
hurðunum, en uppsetning þeirra
er afar sjónræn og töff. Mæla-
borðið er kannski ekkert framúr-
stefnulegt en ber vitni um fágun,
einfaldleika og skilvirkni. Mörg
falleg smáatriði í innréttingunni
vekja gleði. Gamaldags klukkan
fyrir miðju þess er nostalgísk
og gullfalleg. Stór sóllúgan er
glæsileg en hefur þó einn ókost.
Fremsti hluti hennar er of aftar-
lega að mati reynsluökumanns
og mætti vera 5-10 cm fram-
ar. Aftursætin eru eins flott og
framsætin og þar er bæði nægt
fóta- og höfuðrými.
Fimur í akstri
Aksturseiginleikar þessa breytta
E-Class bíls komu reynsluöku-
manni skemmtilega á óvart og
fyrir vikið var hreint óskaplega
gaman að láta reyna á getu hans.
Hann svínliggur í beygjum og
það hefur vissulega hjálpað að
reynsluakstursbíllinn var fjór-
hjóladrifinn, eða 4Matic, eins og
Mercedes kallar það. Fjöðrun
bílsins virðist mjög vel upp-
sett fyrir þægilegan akstur, ekki
of mjúk og ekki of stíf. Ójöfnur
allar jafnar fjöðrunin snyrti-
lega út og hraðahindranir, eins
leiðinlegar og þær eru á mörgum
bílum, eru teknar í forrétt. Veg-
grip bílsins er einkar sannfær-
andi og virkilega langt þarf að
ganga til að losa grip dekkjanna
við undirlagið. Eitt fannst þó und-
arlegt við akstur bílsins, en það
varðar stýrið. Það þyngdist og
léttist í átaki eftir því hvernig
farið var í beygjur. Tók nokkurn
tíma að venjast þessari hegðun
en stýris aðstoðin á að gera öku-
VEL HEPPNUÐ
UPPFÆRSLA E-CLASS
Er gerbreyttur bíll sem tekið hefur miklum
framförum þó svo að hann sé ekki af nýrri kynslóð.
2.000 íhlutum í bílnum hefur verið breytt á milli árgerða.
Vantar bíla á skrá
Við getum selt bílinn þinn!
Umboðsaðilar
www.bilo.is
ERTU MEÐ KAUPANDA?Skjalafrágangur
frá kr. 15.080
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar
afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og
skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það
efni sem leitað er að.“
BESTI FRÉTTA- OG
AFÞREYINGARVEFURINN
Minna að fletta
meira að frétta
Frábært úrval afþreyingar, ferskar fréttir,
fjölbreytt efnisval, myndrænt viðmót og
færri flettingar.
Þess vegna var visir.is kosinn besti frétta-
og afþreyingarvefur ársins á Íslensku
vefverðlaununum 2012.
www.visir.is/bilar
BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius
finnurth@365.is
Útgáfufélag
365 miðlar ehf.
Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík,
sími 512 5000
Auglýsingar
Sverrir Birgir Sverrisson
sverrirbirgir@365.is
Sími 5125432
Hönnun
Silja Ástþórsdóttir
siljaa@frettabladid.is
2,2 L. DÍSIL, 204 HESTÖFL
Fjórhjóladrif
Eyðsla 5,1 l./100 km í bl. akstri
Mengun 134 g/km CO2
Hröðun 7,8 sek.
Hámarkshraði 232 km/klst
Verð 7.790.000 kr.
Umboð Askja
BENZ E250 CDI
4MATIC