Fréttablaðið - 27.08.2013, Síða 22

Fréttablaðið - 27.08.2013, Síða 22
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 4 27. ágúst 2013 ÞRIÐJUDAGUR Mikil þróun hefur orðið á bíllyklum undangengin ár hjá bílaframleiðendum enda tækninni sífellt að fleygja fram. „Allir nýir bílar í dag frá árinu 2000 eru afhentir með  arstýringarlyklum. Bæði er þetta til að auka þægindi og öryggi, t.d. ef lykill týnist eða er stolið. Þá er hægt að fá nýjan lykil hjá bílaumboði. Lykillinn er forritaður við bílinn. Þá dettur týndi eða stolni lykillinn út og ekki er hægt að nota hann lengur og því ekki hægt að stela bifreiðinni,“ segir Sigurður S. Nikulásson, sölustjóri varahluta hjá Bílaumboðinu Öskju. Sigurður segir að þessi búnaður geti verið dýr og viðkvæmur og því sé ekki gott að vera með stórar lyklakippur með alls konar dóti á því að það eykur líkur á að missa kippuna í gólfi ð. „Við slíkt fall getur þetta skemmst og einnig geta þungar kippur skemmt sviss bílsins.“ Lyklar með svona útbúnaði geta kostað frá 20.000 til 150.000 krónur eftir bílategundum og er því vert að passa mjög vel upp á lyklana sína. Það er af sem áður var að hægt var að skreppa til skósmiðs og fá nýjan lykil fyrir 500 krónur. Sigurður segir enn fremur að Mercedes Benz geri háar kröfur þegar bíllyklar eru pantaðir og eigendur þurfi að framvísa bæði öku- og skráningarskírteini sem þurfi að skanna inn á sérstakt eyðublað ásamt öllum helstu upplýsingum. Bíllyklar dýr og viðkvæmur búnaður – getur kostað frá 20 til 150 þúsund krónur að endurnýja týndan eða skemmdan bíllykil í dag. Bíllyklar geta skemmst við hátt fall. Þá geta þungar kippur skemmt sviss bílsins. Lögreglan í Bandaríkjunum fær öflugri bíla. Fagnaðarfundir. Lögreglan í Bandaríkjunum hefur löngum ekið um á Ford-bílum. Nú ætlar Ford að bjóða lögreglunni þar vestra Ford Explorer-bíla, sem verða með 3,5 lítra V6 EcoBoost-vél sem skilar 365 hestöflum til hjólanna. Því verður aðeins erfi ðara að stinga lögregluna af núna en áður. Áður bauðst lögreglunni sami bíll með 3,7 lítra vél sem var 304 hestöfl og hefur lögreglan keypt mikið af þeim bíl, enda sérframleiddur fyrir lögregluna. Lögreglan hefur í gegnum tíðina keypt mikið af Ford Crown Victoria fólksbílum en Ford hefur nú ákveðið að hætta framleiðslu þess bíls, svo þessi öflugi Explorer gat ekki komið á betri tíma. Lögreglan í Banda ríkjunum er með svo mikið af búnaði í bílum sínum nú til dags að þörfi n fyrir stærri bíla eins og Explorer-jeppann eða sambærilega bíla hefur minnkað mjög eftirspurnina eftir fólksbílum. Chevrolet Tahoe, sem er stór jeppi, hefur einnig verið mjög vinsæll undanfarið hjá lögreglunni. Löggan fær 365 hestafla Explorer Um daginn vildi svo skemmtilega til að þeir tveir bílar á Íslandi sem bera skráningarnúmerin Mamma og Pabbi hittust og urðu að sjálfsögðu með þeim fagnaðarfundir. Eigendurnir búa hvor í sínu bæjarfélaginu. Bíllinn með skráningarnúmerinu Pabbi er á Selfossi og eigandi hans er frétta- maðurinn geðþekki Magnús Hlynur Hreiðarsson. Eigandi Mömmu býr á Eyrarbakka og heitir Óskar Ingvars- son. Báðir bílarnir eru af Toyota-gerð, eins og svo margir bílar á Íslandi. Ekki er svo langt á milli þessara bæjarfélaga svo það hlaut að koma að því að þeir hittust. Óskar og eiginkona hans höfðu lengi beðið eftir skráningarnúmerinu Mamma, en það var lengi í eigu fyrirtækis sem hætt hafði starfsemi en númerið skilaði sér samt ekki til Umferðarstofu. En í ágúst árið 2010 rofaði til og þau stukku á númerið, sem vekur ávallt kátínu þeirra sem það sjá. Iðulega sést hvar fólk bendir á bílinn og segir orðið mamma í leiðinni. Mamma hittir pabba NÝR CRUZE STATION Bí ll á m yn d: Ch ev ro let Cr uz e S ta tio n L TZ MEIRA AÐ SEGJA VERÐIÐ ER SPENNANDI 3.190 ÞÚS. KR. Chevrolet Cruze Station er nýr og spennandi fjölskyldubíll sem uppfyllir allar kröfur þeirra sem vilja mikið pláss og þægindi fyrir sig og fjölskylduna. Hann er auk þess betur búinn en margir mun dýrari bílar. Komdu í heimsókn og kynntu þér Cruze Station. Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636 Opið alla virka frá 9 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. Verið velkomin í reynsluakstur. Nánari upplýsingar á benni.is Verð aðeins: 3.190 þús. kr. Fáan legu r 4 og 5 dy ra á að eins 2.99 0 þú s. kr .

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.