Fréttablaðið - 27.08.2013, Side 28

Fréttablaðið - 27.08.2013, Side 28
27. ágúst 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 20 TÓNLEIKAR ★★★★ ★ Stephen Burns og Douglas Cleveland Efnisskrá á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. FIMMTUDAGINN 22. ÁGÚST Að hlusta á einleiks- trompet í návígi í mikl- um hljómburði er eins og að vera með öskrandi páfagauk á öxlinni. Það var upplifun mín á fjórða bekk í Hallgríms- kirkju á Kirkjulistahá- tíð á fimmtudagskvöld- ið. Trompet er skærasta málmblásturshljóðfær- ið. Endur ómunin í kirkj- unni tífaldaði hljóminn í honum. Það hefði verið gott að vera með eyrna- tappa. En þrátt fyrir að trompetblástur inn hefði verið sársaukafullur áheyrnar var ekki hægt að neita því að hann var einstaklega glæsileg- ur. Stephen Burns, frá Chicago, spilaði fyrst Sónötu í D-dúr eftir Tele mann. Hann gerði það af gríðar legri fag- mennsku. Þetta er létt og leikandi verk, hátíð- legt eins og flest frá bar- okktímabilinu, en einnig glaðlegt. Túlkun Burns var kraftmikil og lifandi, nákvæm og öguð – allt í senn. Orgelleikurinn var ekki heldur af verri endanum. Douglas Cleveland frá Seattle spilaði af öryggi og festu. Hraðar nótnar- unur voru tærar og jafn- ar, heildarhljómurinn lit- ríkur og voldugur. Cleveland átti flott- an einleikssprett síðar á dagskránni er hann flutti prelúdíu í G-dúr eftir Bruhns. Hann þurfti þar m.a. að stíga leiftur hratt á pedalana. Svo mjög að það var nánast eins og hann væri að dansa steppdans. Það var skemmtilegt að upplifa. Eitt glæsilegasta atrið- ið á tónleikunum var þó ekki steppdans organist- ans, heldur djassskotin tónsmíð eftir samtíma- tónskáldið Julian Wac- hner. Hún bar nafnið Blue, Green, Red. Þar kom trompet leikarinn aftur inn í kirkjuna og spilaði af yfirburðum sem fyrr. Það var nettur Miles Davis-fílingur í flutningn- um og rétt eins og Davis galdraði Burns alls konar blæbrigði úr trompetnum. Allt frá fínlegum ómi yfir í tröllaukin tónahlaup. Tónlistin sjálf var líka þægileg áheyrnar. Hún var að vísu dálítið kulda- leg og fjarlæg, en gædd innra samræmi – hún samsvaraði sér vel. Svipaða sögu er að segja um næstu tvö verk á dagskránni. Annars vegar Elegy for Mundy eftir James Stephenson, hins vegar orgeleinleiks- verkið Grand Dialogue í C-dúr eftir Marchand. Þau voru bæði snilldar- lega flutt, af vandvirkni og viðeigandi tilfinningu. Loks var leikinn kons- ert í C-dúr eftir Vivaldi þar sem annar trompet- leikari bættist í hópinn. Það var hinn ungi Baldvin Oddson (f. 1994). Bald- vin er greinilega frábær trompetleikari, því hann gaf Burns ekkert eftir. Samspil þeirra var sér- lega nákvæmt. Stundum hljómaði það hreinlega eins og leikið væri á eitt fjölradda hljóðfæri. Það var aðdáunarvert. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Afar góður hljóð færaleikur og lífleg efnisskrá. Organistinn dansaði steppdans Hollenski myndlistarmaðurinn Kees Visser hefur sett upp skúlptúr við Leirvogshólma í nágrenni Korpúlfsstaða sem stjórnast af flóði og fjöru. Um er að ræða endurgerð verksins Tidal skulpture – Flóð og fjara, sem listamaðurinn setti upp á sama stað árið 1980 en sjórinn skolaði á haf út nokkrum árum seinna. Tilefni verksins er einkasýning Kees Visser á Listasafni Íslands sem opnuð verður 6. september og nefnist Ups and Downs. Í tengslum við hana gefur Crymogea út bók með sama titli. - gun Flóð og fj ara Skúlptúr úr rekaviði eft ir Kees Visser var afh júpaður í gær við Leirvogshólma nærri Korpúlfsstöðum. LISTAVERKIÐ Kees Visser við skúlptúr- inn sem hann endurgerði í stað þess sem hvarf í hafið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Vinsælasti bíll heims á enn betra verði FORD FOCUS TREND EDITION Ford Focus, söluhæsti bíll í heimi árið 2012, er nú fáanlegur í nýrri útfærslu. 16“ álfelgur eru undir bílnum og sérstakt Trend Edition áklæði á sætum. Loftkæling, öflug aksturstölva, regnskynjari í framrúðu og blátannarbúnaður eru einnig til staðar. Til viðbótar hefur verið hugað að fjölmörgum praktískum atriðum, svo sem sjálfvirkri dimmingu á baksýnisspegli og sniðugri hurðavörn. Komdu og reynsluaktu vinsælasta bíl heims. Ford Focus Trend Edition 5 dyra, 1,0 EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 114 g/km., fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. ford.is 5 DYRA FRÁ STATION FRÁ FORD FOCUS 3.390.000 KR. 3.540.000 KR. TREND EDITION MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.