Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 2
20. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Arthur, ertu að gefa félagana upp á smábátinn? „Nei, laxmaður, svo mikill þorskur er ég nú ekki.“ Arthur Bogason gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Landssambands smábáta- eigenda eftir 28 ár í embætti. Hann hyggst meðal annars skrifa bók um laxveiði. FÓLK „Það fyrsta sem allir segja er að þessi Kjartan þegi að minnsta kosti,“ segir Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi veitinga- staðarins og fiskverslunarinnar Sægreifans, þar sem afsteypa af stofnanda fyrirtækisins prýðir nú sali. Kjartan Halldórsson setti fisk- verslunina Sægreifann á fót er hann hætti sjómennsku árið 2002. Síðar bættist veitingasala við starfsemina, sem Elísabet keypti af Kjart- ani fyrir tveim- ur árum. „Ég fékk hug- myndina þegar ég var að skoða vaxmyndir á Sögusafninu,“ lýsir Elísabet tildrögum þess að afsteypa var gerð af Kjart- ani. Hún segir kvikmyndargerð- armann sem vinnur að heimild- armynd um Kjartan hafa stungið upp á því sama. Kjartan sjálfur hafi tekið vel í hugmyndina. „Kjartan er bæði sál og andlit Sægreifans og fólk sækist eftir að sjá hann og láta mynda sig með honum. Nýi Kjartan léttir því tals- verðu álagi af Kjartani sjálfum,“ segir Elísabet í léttum dúr. Eftirmyndin af Kjartani er gerð af Ernst J. Backman, sem gert hefur fjölda slíkra verka fyrir Sögusafn sitt og önnur söfn. „Kjartan sægreifi er hins vegar fyrsta og eina sérpöntun svona verkefnis fyrir veitingahús,“ er haft eftir Ernst á heimasíðu Sægreifans. Gerð afsteypunnar tók nokkuð á Kjartan, sem beið eftir að kom- ast í erfiða hjartaaðgerð á þeim tíma. Kjartan segir að fyrir utan svima hafi hann náð sér býsna vel. Afsteypan er hins vegar enn hálflasleg. Kjartan kveðst kunna ágætlega við tvífarann og koma reglulega með föt á hann til skipt- anna. „Hann er bara nokkuð líkur mér,“ segir Sægreifinn. Þegar undir hann eru borin orð nýja eigandans um að mikill munur sé á mælsku þeirra félaga kemur í ljós að hann hefur áætlun um að breyta því. „Mig langar til að koma fyrir hnappi svo hann geti talað; til dæmis sagt góðan daginn eða drottinn blessi heimilið. Það má ekki vera neitt dónalegt því þá myndi Elísabet henda mér strax út,“ segir Kjartan hlæjandi, sem enn ver drjúgum hluta tíma síns á Sægreifanum og spjallar þar við gesti og gangandi. gar@frettabladid.is Afsteypan þegir ólíkt frumgerð sægreifans Veitingastaðurinn Sægreifinn hefur látið gera afsteypu af stofnanda fyrirtækisins, „sál og andliti“, Kjartani Halldórssyni sjómanni. Tvífarinn situr öllum stundum á Sægreifanum. „Hann þegir að minnsta kosti,“ segir nýr eigandi flesta hafa á orði. KJARTAN OG EFTIRMYNDIN Kjartan sægreifi segist sáttur við að þegar hann einn daginn hverfur af sjónarsviðinu verði tvífarinn þar áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ELÍSABET JEAN SKÚLADÓTTIR PÁFAGARÐUR, AP Frans páfi segir kaþólsku kirkjuna ekki þurfa að festa sig í kreddum um fóstur- eyðingar, hjónabönd samkyn- hneigðra og getnaðarvarnir. Þar með gengur hann gegn stefnu forvera sinna, sem lögðu mikla áherslu á að víkja hvergi í þess- um efnum. „Kirkjan hefur stundum læst sig í smáatriðin, í smásálarlegar reglur,“ segir páfi í löngu viðtali við tímarit ítalskra jesúíta. Hann segir þetta engu breyta um kenningar kirkjunnar, „en það þarf ekki að tala um þessi mál alltaf.“ - gb Frans páfi fer nýjar leiðir: Vill ekki festa sig í kreddum VÍSINDI Alþjóðlega lyfjafyrir tækið Alvogen ætlar að fjárfesta fyrir 25 milljarða króna hér á landi. Borgarráð hefur úthlutað Háskóla Íslands sjö þúsund fermetra lóð við Sæmundargötu. Á henni ætlar Alvogen að byggja ellefu þúsund fermetra hús og þar verður starf- rækt Hátæknisetur í samvinnu við Vísindagarða Háskóla Íslands. Hátæknisetrið á í framtíðinni að hýsa alþjóðlegar skrifstofur Alvo- gen en þar á líka að fara fram þróun og framleiðsla líftækni- lyfja. Áætlanir gera ráð fyrir að um 200 starfsmenn Alvogen starfi í Hátæknisetrinu. Þar er fyrirhugað að þróa og framleiða samheitalyfjaútgáfur líftæknilyfja sem eru nú þegar á markaði og markaðssetja þau þegar einkaleyfi þeirra renna út. Lyfin eru öll í hópi söluhæstu lyfja í heiminum. Byggingaframkvæmdir á lóðinni við Sæmundargötu eiga að hefjast innan skamms og áætlanir gera ráð fyrir að þeim ljúki innan tveggja ára. - jme Stærsta fjárfesting einkafyrirtækis hér landi frá hruni: Lyfjarisi fjárfestir fyrir milljarða HÁTÆKNI Svona er áætlað að verði umhorfs inni í höfuðstöðvunum. SKÓLAMÁL Stýrihópur um spurningakeppni framhaldsskól- anna, Gettu betur, hefur ákveðið að kynjakvóti verði í keppninni vorin 2015 og 2016. Frá þessu var greint á mbl.is. Ákvörðunin felur í sér að í þriggja manna liði skólanna mega ekki vera fleiri en tveir þátttakendur af sama kyni. Í stýrihópnum sitja fulltrúar þeirra fjögurra menntaskóla sem komust í undanúrslit í síðustu keppni ásamt fulltrúum Ríkisút- varpsins. - hg Breytt fyrirkomulag ákveðið: Kynjakvóti í Gettu betur SPURNING DAGSINS Mig langar til að koma fyrir hnappi svo hann geti talað; til dæmis sagt góðan daginn eða drottinn blessi heimilið. Kjartan Halldórsson sægreifi. LEIKTÆKNISKÓLI Michael Chekhov tækni Textagreining kama og raddar k ... og margt fleira Mag t Nýtt námskeið frá 8. október til 12. nóvember 2013 Kennsla fer fram öll þriðjudagskvöld frá kl. 19.30 til 23.00 Skr r r leiktaekniskolinn@gmail.com. A takmar ra. Magnús og Þorsteinn eru meðal reyndustu leikara sinnar kynslóðar með áratuga reynslu af vinnu við leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Námskeið í hagnýtri og skapandi leiklist BRUNI Tugmilljóna tjón varð í eldsvoðan- um í Trésmiðju Akraness í fyrrakvöld. Tilkynnt var um eldinn skömmu eftir klukkan níu á miðvikudagskvöld. Tré- smiðjan var alelda þegar slökkvilið Akra- ness kom á staðinn en fljótlega varð ljóst að enginn var í húsinu. Liðsmenn slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar tóku ákvörðun um að rífa trésmiðjuna til að tryggja að eldur- inn bærist ekki í nærliggjandi bílaverk- stæði og vélsmiðju. Málið er að sögn lögreglunnar á Akra- nesi enn í rannsókn og því ekki hægt að segja til um eldsupptök. Starfsmenn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu aðstoða lögregluna á Akranesi við rannsókn málsins. Kristján Einarsson, eigandi trésmiðj- unnar, vildi ekki tjá sig um eldsvoð- ann þegar blaðamaður ræddi við hann í gærkvöldi. Hann sagðist vilja bíða eftir niður stöðum rannsóknarinnar. - hg Trésmiðja Akraness er gjörónýt eftir eldsvoðann á miðvikudagskvöld: Rannsaka upptök eldsvoðans RÚSTIR EINAR Ákveðið var að rífa trésmiðjuna svo eldurinn bærist ekki í nærliggjandi fyrirtæki. MYND/SKESSUHORN SAMFÉLAGSMÁL „Börnin eiga eftir að kunna vel að meta þetta. Hér er mikilvægt að hafa eitthvað til að dreifa huganum og stytta börnum og fullorðnum stundirnar,“ segir Ragnar Bjarnason, yfirlæknir barna- lækninga á barna- og kvennasviði Landspítalans, en hann tók við atta Ipad-spjaldtölvum fra 365 miðlum í gær fyrir hönd Barnaspítala Hringsins. Spjaldtölvurnar eru allar með Oz-appinu en það veitir ótak- markaðan aðgang að Stöð 2 og fleiri stöðvum 365 miðla og upptök- umöguleika. Á Barnaspítalanum er veitt sérhæfð heilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri. - hg Yfirlæknir á Barnaspítalanum segir gjöfina nýtast vel: Fengu átta spjaldtölvur að gjöf Á BARNASPÍTALANUM Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365 miðla, afhenti Ragnari Bjarnasyni, yfirlækni barnalækninga á barna- og kvennasviði Landspítalans, gjöfina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnahagsráð- herra, vill selja eignarhluti ríkis- ins í Íslandsbanka og Arion banka og skrá Landsbankann á markað. Hann segir æskilegt að ríkissjóð- ur haldi 30 til 40 prósenta hlut í bankanum eftir skráningu. Þetta kom fram í ávarpi Bjarna á fundi Landsbankans í gær. „Fyrir Landsbankann þá sé ég fyrir mér að við getum á næstu árum skráð þann banka þegar endurfjármögnun hans er tryggð og að ríkið trappi síðan í róleg- heitum niður sinn eignarhlut,“ sagði Bjarni. - þþ Framtíðarsýn ráðherra: Ríkið haldi hlut í Landsbanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.