Fréttablaðið - 20.09.2013, Page 27

Fréttablaðið - 20.09.2013, Page 27
SÚKKULAÐIDRYKKIR FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 Kynningarblað Swiss Miss, kakóbaunir, kaldir, heitir og hollir drykkir. Einfalt er að útbúa swiss mocha með Swiss Miss. Einungis þarf að bæta kaffi út í og ekki er verra að setja smá rjóma efst og strá smá Swiss Miss yfir. Til að blanda Swiss Miss þarf ein-ungis heitt vatn, sem getur oft verið kostur. Swiss Miss inniheld- ur þó mjólk og þar af leiðandi kalk en það er gert úr mjólkurdufti sem blandað er saman við kakóduft. Swiss Miss-kakó er hægt að fá með sykurpúðum og án, hitaeiningasnautt, í dósum og í bréfum og nú nýlega komu á markað vörur úr Indulgent-línu Swiss Miss fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Swiss Miss er frábært eitt og sér í rjúk- andi bolla. Það má þó einnig nota í ýmsa aðra rétti. Hér eru tvær skemmtilegar hugmyndir: Einfalt er að útbúa swiss-mocha með Swiss Miss. Einungis þarf að bæta kaffi út í og ekki er verra að setja smá rjóma efst og strá smá Swiss Miss yfir. HINDBERJASÚKKULAÐIMOUSSE 4 bréf af Swiss Miss Indulgent Dark Chocolate Sensation 2 dl kalt vatn 1 blað Torsleff-matarlím 1 bolli rjómi 170 g hrein jógúrt 1 tsk. vanillusykur 2 bollar fersk hindber Sprauturjómi Setjið Swiss Miss-kakóduftið í gler- skál. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Hitið vatnið og leysið upp matarlímið. Hellið heitu matarlíms- vatni yfir kakóduftið og hrærið vel þar til kakóið er vel leyst upp. Leggið til hliðar. Takið einn bolla af hind- berjunum og maukið í matvinnslu- vél eða með töfrasprota. Þeytið saman rjómann, jógúrtina, van- illusykurinn og maukuðu hindberin þar til blandan er orðin nokkuð þykk. Blandið kakóblöndunni varlega út í og hrærið á milli. Setjið plast yfir skálina og geymið í ísskáp í tvær klst. Þeytið blönduna þar til hún er orðin mjúk og létt og skiptið í glösin. Skreytið með sprauturjóma og ferskum hindberjum. Swiss Miss við hin ýmsu tækifæri Swiss Miss heitt kakó er frábær drykkur við hin ýmsu tækifæri, bæði á ferðalaginu, á vinnustaðnum og síðast en ekki síst þegar maður vill hafa það notalegt heima. Á köldum vetrarkvöldum er fátt huggulegra en heitur bolli af Swiss Miss á meðan fjölskyldan lætur líða úr sér. Fjölmargir Íslendingar eiga æskuminningar um Swiss Miss enda á merkið sér bæði langa og farsæla sögu. LÖNG OG FARSÆL SAGA Fjölmargir Íslendingar eiga æsku- minningar um Swiss Miss enda hefur þetta bragðgóða kakóduft verið selt hér á landi í áratugi. Swiss Miss er bandarískt merki sem upphaflega var framleitt af Sanna Dairies í Wisconsin á sjötta áratugnum fyrir farþega í flug- vélum. Það var ekki fyrr en vinsældir drykkjarins voru orðnar talsverðar að farið var að selja duftið í verslunum snemma á sjöunda áratugnum undir nafninu Swiss Miss Instant Cocoa Mix. Beatrice Foods keyptu Sanna Dairies fljótlega eftir þetta. Merki Swiss Miss, bláir stafir með Alpana í baksýn, var búið til árið 1986 og breyttist lítið til ársins 2006 þegar merkið varð svipað því og við þekkjum í dag. Nýlega komu á markað vörur úr Indulgent-línu Swiss Miss fyrir þá sem vilja gera vel við sig.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.