Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGSúkkulaðidrykkir FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 20134 GÓÐIR SÚKKULAÐI DRYKKIR Í HAUSTKULDA Lumumba er þekktur súkku- laðidrykkur. Margir hafa mikla trú á þessum drykk þegar þeir fá flensu. Drykkurinn saman- stendur af heitu súkkulaði og vænum slurk af koníaki. Sumir setja þeyttan rjóma á toppinn, eins og gert er með Irish Coffee. Í stað koníaks má nota romm. Þetta er uppskrift fyrir einn. 1 plata dökkt súkkulaði ½ dl vatn 6 dl mjólk ½ dl koníak Látið suðuna koma upp í vatn- inu og setjið súkkulaðibita út í. Því næst er mjólkinni bætt við og allt hitað upp. Setjið koníak í hátt glas og hellið súkkulaði- drykknum yfir. SÚKKULAÐI DRYKKUR MEÐ CHILIPIPAR Til að breyta til er gott að setja chili-pipar út í súkku- laðidrykkinn. Chili- pipar og súkkulaði fara nefnilega einstaklega vel saman. Best er að nota dökkt, 70% súkkul- aði í drykkinn. Uppskriftin ætti að duga fyrir tvo. 1 vanillu- stöng 4 dl mjólk 1 tsk. rauður chili-pipar 0,5 dl hunang 3 msk. kakó 150 g dökkt súkkulaði Skerið vanillustöngina í tvennt og takið fræin frá. Skerið chili- piparinn í tvennt, fræhreinsið og skerið mjög smátt. Setjið vanillustöngina, vanillufræin, mjólk, kakó, chili-pipar og hunang í pott og hitið upp. Þegar mjólkin er orðin heit er súkkulaðinu bætt út í. Hrærið á meðan súkkulaðið bráðnar. Berið fram með þeyttum rjóma. Súkkulaðidrykkir þurfa ekki að vera óhollir. Hægt er að búa til bragðgóða og flauels mjúka súkkulaðidrykki úr grænmeti, ávöxtum og lífrænu kakói, sem er uppfullt af andoxunar- efnum og steinefnum á borð við magnesíum og járn. Hér er frábær uppskrift sem bætir og kætir. 1 banani 1 lítil lárpera 1 lúka spínat 2 dl frosið mangó ½ dl kókosflögur 1 msk. sesamsmjör 1 msk. chiafræ, lögð í bleyti í tíu mínútur, ekki þarf að hella vatninu af 2-3 msk. lífrænt kakó eða annað kakóduft 2-3 dl möndlumjólk Setjið allt í blandara og blandið mjúkt og kekkjalaust. Bætið við vatni eða möndlumjólk ef þarf til að ná fram góðri áferð. Hristingurinn á þó að vera í þykkara lagi. HEILSUSAMLEGUR SÚKKULAÐIHRISTINGUR Síríus Konsum fléttast við íslenskt þjóðlíf á einstæðan hátt. Um áratugaskeið hefur þetta ljúffenga gæðasúkkulaði gegnt ótrúlegustu hlutverkum, bæði á hátíðarstundum og í daglegu lífi; í bakstrinum þegar mikið liggur við, drukkið heitt með rjóma á köldum degi, verið nesti á ferðalögum um hálendið og gómsætur moli með kaffinu, svo eitthvað sé nefnt. Síríus Konsum kakó er framleitt úr besta fáanlega hráefni. Sættu þig ekki við málamiðlanir þegar kakó er annars vegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.