Fréttablaðið - 20.09.2013, Page 48

Fréttablaðið - 20.09.2013, Page 48
20. september 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28 BAKÞANKAR Kolbeins Tuma Daðasonar TÓNLIST ★★★ ★★ Grísalappalísa Ali 12 TÓNAR Hljómsveitin Grísalappalísa var stofnuð í fyrra af Gunnari Ragn- arssyni, fyrrverandi söngvara Jakobínarínu sem sigraði í Mús- íktilraunum 2005, og Baldri Bald- urssyni. Þeir fengu til liðs við sig hljóðfæraleikarana Berg Thomas Anderson og Rúnar Örn Mar- ínósson úr Oyama, Tuma Árna- son og Albert Finnbogason úr The Heavy Experience og Sig- urð Möller Sívertsen úr Jakobín- arínu. Grísalappalísa spilar blöndu af síðrokki og pönki. Saxófónleikur Tuma passar vel við tónlistina og heildarmyndin er áhugaverð- ur sambræðingur. Í textunum er yrkisefnið stúlkan Lísa, þar sem ást og afbrýðisemi koma við sögu. Sjaldgæft er að heyra slíkt þema í gegnum heila plötu og er það skemmtileg tilbreyting. Nýtt íslenskt pönk heyrist heldur ekki á hverjum degi. Það er kraftur og gredda í Grísalappalísu, sem vafalítið leysist enn betur úr læðingi á tónleikum. Freyr Bjarnason NIÐURSTAÐA: Lísa er yrkisefnið á fyrstu plötu hinnar pönkuðu Grísalappalísu. Síðrokki og pönki hrært saman GRÍSALAPPALÍSA Kraftur og gredda einkenna tónlist hljómsveitarinnar. Leikkonan Nicole Kidman meidd- ist á meðan á tískuvikunni í Lond- on stóð. Kidman var á leið upp á hótel eftir að hafa horft á tísku- sýningu fatahönnuðarins Calvin Klein, þegar hjólað var á hana. Leikkonan og hjólreiðamaðurinn féllu í götuna við áreksturinn og hlaut hún minniháttar meiðsl. Lög- reglan og sjúkrabíll komu á stað- inn og var Kidman flutt á sjúkra- hús þar sem hlúð var að henni. Heimildir herma að hjólreiða- maðurinn hafi verið ljósmyndari sem ætlaði sér að ná myndum af leikkonunni. Líklegt þykir að Kid- man komi til með að kæra atvikið en það hefur ekki fengist staðfest. Féll í götuna Nicole Kidman meiddist eft ir að hjólreiðamaður hjólaði á hana fyrir utan hótel hennar í London. MEIDDIST Nicole Kidman datt eftir að hjólað var á hana fyrir utan hótelið hennar í London. NORDICPHOTOS/GETTY Íslensk-bandaríska kvikmyndin Days of Gray verður frumsýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, þann 4. október næstkomandi. Saga Film framleiddi myndina, sem var tekin upp hér á landi. Hún er þögul og var það Hjaltalín sem samdi tónlistina við hana. Hljómsveitin mun í þetta eina skipti flytja tónlistina við myndina opinberlega og hefst viðburðurinn klukkan 21 í Gamla bíói. Forsaga þess að myndin var gerð er sú að leikstjórinn, hin bandaríska Ani Simon-Kennedy, sá Hjaltalín spila á tónleikum í Prag í Tékklandi fyrir nokkrum árum. Hún heillaðist svo af leik sveitar- innar að hún einsetti sér að búa til mynd þar sem tónlist Hjaltalín gæti fengið að njóta sín. Niðurstað- an varð Days of Gray. Myndin segir frá vináttusam- bandi pilts og stúlku sem yfirvinna ótta sinn hvort gagnvart öðru og öðlast skynbragð á fegurðina. Nánari upplýsingar má finna síðunni Daysofgray.com. Miðasala hefst í dag á RIFF.is og í Tjarnar- bíói. Spilar tónlist við þögla mynd Hjaltalín spilar í fyrsta sinn opinberlega tónlist sína við myndina Days of Gray. HÖGNI EGILSSON Högni og félagar í Hjaltalín sömdu tónlistina sem hljómar í Days of Gray. ➜ Plata er væntanleg frá Hjaltalín í haust þar sem lögin úr Days of Gray hljóma. SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS DIANA KL. 8 - 10.10 BLUE JASMIN KL. 6 / MALAVITA KL. 8 ÉAULINN G 2 3D KL. 6 / JOBS KL. 10 RIDDICK KL. 5.25 - 8 - 10.35 RIDDICK LÚXUS KL.5.25 - 8 - 10.35 ÉAULINN G 2 2D KL. 3.30 - 5.45 AULINN ÉG 2 3D KL. 3.30 MALAVITA KL. 8 - 10.30 BLUE JASMIN KL 5.45 THIS IS US 3D KL 5.45 ELYSIUM KL. 8 - 10.25 2 GUNS KL. 8 - 10.30 STRUMPARNIR 2D ÍSL TAL KL. 3.30 DIANA KL. 5.30 - 8 - 10.30 DJÚPIÐ KL. 6 JAGTEN KL. 8 OPEN UP TO ME KL. 10.15 BLUE JASMIN KL. 8 - 10.15 AULINN ÉG 2 2D KL. 5.45 ÍHROSS OSS KL. 6 - 8 2 GUNS KL. 10 Miðasala á: og T.V. - BÍÓVEF. “EIN BESTA MYND ÁRSINS!” S&H- T.V., BÍÓVEFURINN/ DIANA 8, 10.30 AULINN ÉG 2 - ÍSL 4, 6 3D AULINN ÉG 2 - ÍSL 4 2D DESPICABLE ME 2 - ENS 6, 8 2D MALAVITA 8, 10.10 JOBS 10.20 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. ÍSL OG ENS TAL T.V. - Bíóvefurinn 5% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK SAN FRANCISCO CHRONICLE T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H JOBLO.COM A.O.S NEW YORK TIMES BOSTON GLOBE Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakk- aði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja „beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. ÉG útskrifaðist úr grunnskóla án sundprófs og kveið því að skólayfir- völd í MR kæmust að því. Það var í sjálfu sér ekki fyrr en við útskrift fjór- um árum síðar að ég gat fullkomlega andað léttar. Ég kæmist í gegnum lífið án þess að vera með sund- próf. Reyndar er það að stærstu leyti Akureyringnum Víkingi Guðmundssyni að þakka eftir að ég þóttist vera flugsynd- ur í Níl í Egyptalandi. Litlu munaði að illa færi. Gott er að eiga góðan sundkappa að. EITT af markmiðum mínum þegar ég fjölgaði mannkyninu var að krakkarnir mínir hefðu gaman af sundi. Þeim liði vel í vatninu og myndu líta á skólasund sem kærkomna fjarveru frá kennslustofunni, sem það auðvitað á að vera. Þau þyrftu ekki að mæta í aukakennslu hjá keðjureykinga- manni í Sundhöllinni. Heldur ekki, fyrir mistök reyndar, með vatnshræddu fólki á öllum aldri í laug í Árbænum sem fæstir vita líklegast að er til. Vinir mínir elska þá sögu. UNDANFARIN þrjú ár hef ég farið um það bil tíu sinnum oftar í sund en árin 28 þar á undan. Og það hefur verið tíu sinn- um skemmtilegra. Krakkarnir elska að fara í sund. Sú þriggja ára vill helst ekki sjá kúta þar sem hún kafar um og hoppar út í laugina með tilþrifum. Sá tveggja ára er nýbúinn að uppgötva að það er skemmtilegra að fara einn í rennibraut- irnar þótt það sé í trássi við allar reglur. SUNDFJÖLSKYLDAN klikkaða fer nú í vettvangsferðir í Mosfellsbæ, Breiðholtið og Hafnarfjörðinn til að prófa nýjar laug- ar með nýjum rennibrautum. Sundlauga- ferðir hafa breyst úr martröð í yndislega stund með fjölskyldunni. Frá helvíti til himna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.