Fréttablaðið - 23.09.2013, Qupperneq 2
23. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SVEITARSTJÓRNIR „Þessi tengsl eiga
sérstaklega djúpar rætur í hugum
Frakkanna,“ segir Alda Hlín
Karlsdóttir, menningarfulltrúi
Grundarfjarðar, um nýlega heim-
sókn sendinefndar franska vina-
bæjarins Paimpol.
Grundarfjörður og Paimpol
tóku upp vinabæjarsamband fyrir
tíu árum en tengsl þeirra ná hins
vegar allt aftur til átjándu aldar
er sjómenn frá Paimpol sigldu
til þorskveiða við Íslandsstrend-
ur. Talið er að allt að þrjú þúsund
menn frá Paimpol hafi týnt lífi í
þessum ábata-
sömu en áhættu-
sömu leiðöngr-
um.
„Franski bær-
inn byggist upp
á auði héðan úr
Grundarfirði.
Þeir eru miklu
meðvitaðri um
tengsl bæjanna
og vináttan er
þeim afar dýrmæt. Þetta ætlum
við að styrkja enn frekar og efla,“
segir Alda Hlín.
Sendinefnd úr Grundarfirði fór
utan í mars þar sem Alda Hlín
kveður höfðinglegar móttökur
hafi beðið Íslendinganna. Nú um
síðustu helgi endurguldu Frakk-
arnir heimsóknina. Auk þess sem
formlegt vinabæjarsamband hefur
verið með bæjunum í tíu ár, sem
nú var haldið sérstaklega upp á, er
sjálfstætt starfandi vinafélag milli
íbúa í bæjunum, Grundapol.
Bæjarstjóri Paimpol, Jean-Yves
de Chaisemartin, fór fyrir Frökk-
unum sem heimsóttu Grundar-
fjörð. Þeir hlýddu meðal annars
á sinfóníutónleika frönsk-íslensku
vinabæjarhljómsveitarinnar FIFO
á sunnudag og farið var í hringferð
um Snæfellsnes.
„Þegar við komum akandi til
baka og sást í Grundarfjörð þá
klökknaði franski bæjarstjórinn
er honum varð hugsað til sögunnar
sem tengir bæina saman. Íslands-
ferðirnar voru gríðarleg blóðtaka
fyrir Paimpol en byggðu jafnframt
upp bæinn á þeim tíma.“
Auk þess sem Eldfjallasafnið
var heimsótt og bragðað á hákarli
í Bjarnarhöfn var bæjarstjóran-
um gefin eftirmynd af franskri
fallbyssu sem fannst við Kirkju-
fell. Síðast en ekki síst fékk gatan
Hrannarstígur undirnafnið Rue
de Paimpol í virðingarskyni við
gestina. Í Paimpol er reyndar gata
sem ber heitið Rue des Islandais
Grundarfjörður. gar@frettabladid.is
Bæjarstjóri klökknaði
er sást í Grundarfjörð
Vinabæjartengsl við Grundarfjörð eru í miklum metum í franska bænum Paimpol
sem byggðist upp á auði sem sjómenn þaðan sóttu til Íslands. Nýleg heimsókn
franska bæjarstjórans þótti vel heppnuð. Götu í bænum var gefið franskt nafn.
ALDA HLÍN KARLSDÓTTIR Menningarfulltrúi Grundarfjarðar við skiltið með
franska undirnafninu á Hrannarstíg. MYND/ TÓMAS FREYR KRISTJÁNSSON
JEAN-YVES DE
CHAISEMARTIN
SKIPULAGSMÁL Taka á upp viðræður við
tvö félög sem áhuga hafa á iðnaðarlóðum á
Grundartanga. Umleitan þriðja félagsins er
hins vegar synjað.
Stjórn Faxaflóahafna tók málin fyrir á síð-
asta fundi. Þar var hafnarstjóra falið að ræða
við Quantum ehf. um aðstöðu á Grundartanga
fyrir framleiðslu á viðarkubbum. Áskilið
er að unnin verði umhverfisskýrsla sem
nýta megi sem fyrirspurn um matsskyldu
til Skipulagsstofnunar áður en ákvörðun er
tekin.
Þá er hafnarstjóranum einnig falið að ræða
við Atlantic Green Energy ehf. um úthlutun
lóðar undir aðstöðu til framleiðslu á biodiesel.
Erindi TS Shipping um viljayfirlýsingu
um aðstöðu til niðurrifs á skipum fékk ekki
hljómgrunn. „Ljóst er að verkefnið kallar á
umfangsmiklar lóðaframkvæmdir, breytingar
á aðal- og deiliskipulagi og ekki liggur nægj-
anlega fyrir hver umhverfisáhrif af starfsem-
inni verða. Því telur hafnarstjórn ekki for-
sendu til frekari viðræðna nema að fyrir liggi
af hálfu TS Shipping umhverfisskýrsla sem
gefi tilefni til frekari viðræðna og geti orðið
grundvöllur matsfyrirspurnar til Skipulags-
stofnunar og umsagnar Hvalfjarðar sveitar,“
segir hafnarstjórnin. - gar
Framleiðendur biodiesel og viðarkubba í viðræður um lóðir á Grundartanga:
Umsókn um lóð undir skipaniðurrif synjað
GRUNDARTANGI Áhugi margvíslegra iðnfyrirtækja
beinist nú að Grundartanga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SPURNING DAGSINS
Þegar við komum
akandi til baka og sást í
Grundarfjörð þá klökkn-
aði franski bæjarstjórinn.
Alda Hlín Karlsdóttir,
menningarfulltrúi Grundarfjarðar
FRAMKVÆMDIR „Það stenst ekkert sem þeir segja,“ segir Pálmi Berg-
mann, eigandi farahreinsunarinnar Úðafoss á Vitastíg, afar ósáttur við
vinnubrögð Reykjavíkurborgar í kringum framkvæmdir sem nú standa
yfir á Hverfisgötu þar sem verið er að endurnýja götuna frá grunni á
kaflanum milli Klapparstígs og Vitastígs. Allt yfirborð götu og gang-
stétta verður endurnýjað, ásamt þeim lögnum sem komnar eru á tíma,
hjólareinar malbikaðar, gatnamót steinlögð og snjóbræðsla sett í göngu-
leiðir. Ófyrirsjáanlegar tafir hafa orðið á frágangi og opnun Vitastígs
sökum holræsavanda sem verið er að leysa að sögn Reykjavíkurborgar.
„Í byrjun júlí tilkynna þeir að framkvæmdum eigi að ljúka fyrsta
september. Það var því vitað frá upphafi að það var ekki að fara
standast,“ segir Pálmi. „Núna síðast heyrði ég að framkvæmdum ætti að
ljúka fyrsta október en ég sé ekki fram á að það muni standast.“ - áo
Atvinnurekandi ósáttur við framkvæmdir á Hverfisgötu:
„Það stenst ekkert sem þeir segja“
MIKLAR FRAMKVÆMDIR Hverfisgatan er sundurgrafin um þessar mundir og
verður á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMKEPPNI Útivist er annað þemað í ljósmynda-
keppni Fréttablaðsins sem hefst í dag. Valdar verða
bestu myndirnar frá sumrinu og haustinu í þremur
flokkum og var náttúran þema fyrstu keppninnar, en
úrslit úr henni voru kunngjörð í blaðinu á laugardag.
Í verðlaun fyrir bestu myndina er glæsileg Nikon
10,1 milljóna pixla myndavél með 10-27 mm linsu.
Þátttakendur hlaða upp myndum sínum á ljos-
myndakeppni.visir.is. Innsendar myndir birtast á
Vísi.is og á Facebook-síðu Fréttablaðsins og lesend-
ur geta kosið bestu myndina. Niðurstaðan í kosning-
unni gildir helming á móti áliti dómnefndar blaðsins.
Bestu myndirnar verða birtar í Fréttablaðinu.
Hver þátttakandi skal senda inn eina mynd og skal
hún hafa verið tekin nú í sumar eða haust. Óheimilt
er að senda inn eða eigna sér ljósmyndir sem aðrir
en sendandi hafa tekið. Myndinni þarf að fylgja nafn
höfundar og upplýsingar um heimilisfang, netfang
og símanúmer.
Annar hluti keppninnar stendur frá deginum í
dag, 23. september, fram að miðnætti miðvikudag-
inn 2. október. Tilkynnt verður um úrslit í helgar-
blaði Fréttablaðsins laugardaginn 6. október.
Allar nánari upplýsingar um keppnina er að finna
á ljosmyndakeppni.visir.is. - kg
Útivist er þemað í annarri ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins:
Lesendur velja bestu myndina
ÚTIVIST Ljósmynd Tinnu Stefánsdóttur var sigurmynd ljós-
myndasamkeppni Fréttablaðsins á síðasta ári, þar sem þemað
var útivist. MYND/TINNA STEFÁNSDÓTTIR
Bergur, eru íbúar Norðurþings
ekki í takt við tímann?
„Nei, við erum alltaf skrefi á
undan.“
Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norður-
þings, varð eins og flestir íbúar á Norðaustur-
landi var við rafmagnsbilun sem olli því
að rafknúnar klukkur fóru að flýta sér um
nokkrar mínútur.
KIRKJAN Almenn prestkosning
verður um embætti sóknarprests
í Staðarprestakalli á sunnan-
verðu Snæfellsnesi í haust. Þetta
kemur fram á vef RÚV.
Á fjórða hundrað atkvæðis-
bærra sóknarbarna er í presta-
kallinu og safnað var undirskrift-
um um prestskosningar.
Guðjón Skarphéðinsson, sókn-
arprestur á Staðastað er að láta
af störfum fyrir aldurs sakir og
nýr prestur tekur við 1. desemb-
er. - jme
Breyting í Staðarprestakalli:
400 sóknarbörn
kjósa um prest
LÖGREGLA Bifreið var ekið á ljósa-
staur á gatnamótum Frakkastígs
og Bergþórugötu um klukkan
hálfeitt aðfaranótt sunndags, með
þeim afleiðingum að ljósastaur-
inn féll. Þegar lögregla kom á
vettvang var ökumaður bifreiðar-
innar að reyna aka af vettvangi
en bifreiðin sat föst á staurnum.
Ökumaðurinn, kona á þrítugs-
aldri, var mjög ölvaður og var
handtekinn. Konan reyndist einn-
ig hafa ekið á kyrrstæðan bíl og
skemmt skömmu áður. - jme
Ölvunarakstur í Reykjavík:
Ók á ljósastaur
og reyndi flýja