Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2013, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 23.09.2013, Qupperneq 8
23. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Meira í leiðinniN1 VERSLANIR | N1 BÍLAÞJÓNUSTA | SÍMI 440 1100 | WWW.N1.IS BANNER STARTGEYMAR Í FLESTAR GERÐIR FARARTÆKJA Banner startgeymar í allar stærðir ökutækja t.d. mótorhjól, fjórhjól, vélsleða, dráttarvélar, vörubíla, vinnuvélar, jeppa og fólksbíla. Eigum einnig til start- og neyslugeyma fyrir báta, fellihýsi og hjólhýsi. Banner geymar eru framleiddir í evrópu. LOFTSLAGSMÁL Í dag hefst í Stokk- hólmi fundur loftslagsfræðinga, sem næstu dagana fara yfir drög að hluta næstu áfangaskýrslu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeim er nokkur vandi á hönd- um, því undanfarin fimmtán ár hefur hægt nokkuð á hlýnun loftslags á jörðinni. Þetta stingur í stúf við meginniðurstöður lofts- lagsfræðinnar, sem eru að lofts- lag fari jafnt og þétt hlýnandi og ástæðuna megi að verulegu leyti rekja til mannlegra athafna. Samkvæmt drögum sem lekið hefur verið til fjölmiðla viður- kenna höfundar skýrslunnar að ekki hafi tekist að skýra þetta frávik síðustu ára. Þeir hafa fundið fyrir vax- andi þrýstingi frá stjórnvöld- um, meðal annars í Bandaríkj- unum, Þýskalandi og Belgíu, um að í skýrslunni verði þetta mál afgreitt með sannfærandi hætti, enda styrki frávikið raddir efa- semdarmanna sem telja óþarfa að verja fjármunum til þess að vinna gegn hlýnun jarðar. Efasemdarmenn hafa haldið því fram að hún sé aðeins tíma- bundin og stafi jafnvel ekkert sérstaklega af útblæstri gróður- húsalofttegunda. „Ég tel að ef ekki er tekið á þessu muni það skapa vanda því þá er í raun verið að fá afneitunar sinna til að segja: Sjáið bara, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna þegir um þetta mál,“ segir Alden Mayer frá Samtökum uggandi vísindamanna (Union of Concerned Scientists), sem hafa aðsetur í Washington. Í skýrsludrögunum er engu að síður að finna afdráttarlaus- ar yfirlýsingar um að hlýnunin haldi áfram þrátt fyrir frávik síðustu ára. Þá er nú fullyrt að „ákaflega miklar líkur“ séu til þess að hlýnunin sé af mannavöldum, en í síðustu áfangaskýrslu frá árinu 2007 var látið nægja að segja að líkurnar væru „mjög miklar“. Nefndin, sem fundar í Stokk- hólmi nú í vikunni, fer aðeins yfir einn af þremur hlutum næstu áfangaskýrslu, sem á að liggja fyrir í heild á næsta ári. Hún verður svo lögð til grund- vallar ákvörðunum stjórnmála- manna, sem árið 2015 þurfa að ná samkomulagi um næstu aðgerðir til að draga úr losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda. gudsteinn@frettabladid.is Geta erfiðlega skýrt hægari hlýnun jarðar Loftslagsfræðingar eiga í vandræðum með að útskýra af hverju hægt hefur á hlýnun jarðar. Efasemdarmenn telja sig geta hrósað sigri þótt hlýnunin haldi áfram. Æ betur kemur í ljós að hún er mönnum að kenna. LOFTSLAGSBREYTINGAR HALDA ÁFRAM Vaxandi þrýstingur er á loftslagsfræð- inga að finna góðar skýringar á því hvers vegna hægt hefur á hlýnuninni síðustu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Save the Children á Íslandi KÍNA, AP Bo Xilai, fyrrverandi viðskiptaráð- herra Kína, var á sunnudag dæmdur í lífs- tíðarfangelsi fyrir mútuþægni, fjárdrátt og misnotkun valds. Dómstóll í kínversku borginni Jinan dæmdi Bo einnig í ævilangt bann frá þátttöku í stjórnmálum og svipti hann eigum sínum. Dóminn má rekja til rannsóknar sem hófst vorið 2012 þegar Bo var sakaður um að hindra rannsókn kínverskra yfirvalda á glæpum eiginkonu hans, Gu Kailai. Hún var fyrr á árinu dæmd fyrir að myrða breskan kaupsýslumann. Við rannsókn á málum eigin- konunnar kom í ljós að Bo hafði meðal annars þegið um 3,3 milljónir dala í mútur. Bo var eitt sinn talinn ein skærasta stjarnan í kínverskum stjórnmálum og hafa réttarhöldin yfir honum vakið mikla athygli í landinu. Til marks um það má nefna að dóm- stóllinn í Jinan birti reglulega upplýsingar um framvindu málsins á kínverska samfélags- miðlinum Sina Weibo. Lögfræðingur, sem sagður er tengjast mál- inu, hafði eftir Bo að að hann ætli að áfrýja dóminum. Bo hefur tíu daga til að áfrýja. - hg Fyrrverandi viðskiptaráðherra Kína, Bo Xilai, sagður ætla að áfrýja lífstíðardómi: Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir spillingu Í JÁRNUM Bo Xilai við dómsupp- kvaðninguna í Jinan. NORDICPHOTOS/AFP. MATVÆLI Matvælastofnun hefur í samráði við Matfugl innkallað Ali-kjúklingalasagna frá fyrir- tækinu. Ástæðan er að innihalds- lýsing vörunnar er ekki rétt. Í réttinn er notuð mjólk en þess er ekki getið í innihaldslýsingu. Mjólk getur valdið þeim sem hafa óþol eða ofnæmi fyrir henni veikindum. Ali-lasagna er hins vegar hættulaust fyrir aðra. Lasagnað hefur verið selt í versl- unum Bónuss, Kosti og Fjarðar- kaupum. - jme Kjúklingalasagna innkallað: Mjólkur ekki getið í lýsingu Ég tel að ef ekki er tekið á þessu muni það skapa vanda því þá er í raun verið að fá afneitun- arsinna til að segja: Sjáið bara, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna þegir um þetta mál. Alden Mayer frá Samtökum uggandi vísindamanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.