Fréttablaðið - 23.09.2013, Page 29
GÓLFEFNI
MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2013
Kynningarblað
Parket, teppi, flísar, dúkar,
dýraskinn og viðhald á gólfum.
Verslunin Álfaborg hefur þjónustað landsmenn í rúm-lega aldarfjórðung. Þar fæst
mikið úrval gólfefna fyrir fyrirtæki,
stofnanir og heimili og reynslu-
miklir starfsmenn veita viðskipta-
vinum faglega ráðgjöf. Kolbeinn
Össurarson, einn af eigendum Álfa-
borgar, segir að nú í upphafi vetr-
ar sé verslunin að fyllast af nýjum
vörum og úrvalið hafi sjaldan verið
meira. „Álfaborg býður upp á allt á
gólfið á einum stað, svo sem park-
et, flísar, dúka og teppi. Við bjóðum
upp á heildarlausnir í gólfefnum og
erum með reynslumikla starfsmenn
sem sinna ráðgjöf til viðskiptavina
okkar. Þar er svo sannarlega valinn
maður í hverju rúmi.“
Þessar vikurnar er Álfaborg að
fyllast af nýjum vörum frá mörg-
um þekktum framleiðendum sem
verslunin hefur skipt við um ára-
bil. „Við bjóðum upp á ýmsar nýj-
ungar í f lísum, dúkum og harð-
parketi svo dæmi séu tekin. Einn
stærsti gólfefnaframleiðandi Evr-
ópu, Tarkett, er til dæmis með nýja
línu í linoleum-dúkum sem inni-
heldur glaðlega liti og áferð. Tarkett
hefur þar með skipað sér í fremstu
röð og gaman að sjá hvað dúkarnir
eru að koma sterkir inn aftur enda
mjög nýtískulegt útlit á þeim. Einn-
ig erum við með nýjar línur í harð-
parketi en þær hafa grófara útlit en
þær eldri. Við höfum skipt við flesta
birgja okkur í langan tíma og höfum
því mjög góða reynslu af þeim.
Þannig getum við boðið viðskipta-
vinum okkar upp á góða vöru sem
samt er á samkeppnishæfu verði.“
Teppin enn vinsæl
Þótt parket og önnur gólfefni hafi
að miklu leyti komið í stað gömlu
teppanna eru þau fjarri því að vera
úrelt segir Kolbeinn. „Stærsti mark-
aður okkar í teppum eru stigahús í
fjölbýlum. Af því tilefni má minna
á átakið Allir vinna sem rennur út
um næstu áramót. Það er því kjör-
ið tækifæri fyrir húsfélög að slá til
núna og skipta um teppi enda fæst
þá virðisaukaskattur af vinnu end-
urgreiddur. Við bjóðum húsfélög-
um upp á þá þjónustu að senda
mann á staðinn og mæla stigagang-
inn og gera þeim tilboð á staðnum.“
Það eru tískusveiflur í gólfefnum
að sögn Kolbeins eins og svo mörgu
öðru í kringum okkur. „Reynd-
ar höfum við séð minni breyting-
ar undanfarin ár sem ræðst vænt-
anlega af efnahagsástandinu. Þá
er mikilsvert að hafa framleiðend-
ur sem eru sterkir á heimsvísu, eins
og Porcelanosa og Tarkett, sem stöð-
ugt eru að koma fram með nýjar og
spennandi nýjungar. Porcelanosa
ryður brautina með stórum, mál-
teknum f lísum jafnt á gólf sem
veggi.“ Hann segir að þegar kemur
að parketi sé eikin, sem fáist í mis-
munandi gerðum, enn gríðarlega
vinsæl. „Þar er lítið um breytingar.
Þegar kemur að flísunum eru jarð-
litir og hlýrri litir aðeins að koma
aftur í stað svarta litarins og ann-
arra dekkri lita þótt vissulega séu
þeir litir alltaf eftirsóttir.“
Allar nánari upplýsingar um
vörur og þjónustu Álfaborgar má
finna á www.alfaborg.is.
Fagmennska í aldarfjórðung
Reynslumiklir starfsmenn og gott úrval gólfefna einkenna rekstur verslunarinnar Álfaborgar. Verslunin býður upp á heildarlausnir í
gólfefnum í fallegu rými við Skútuvog í Reykjavík. Þessa dagana fyllist búðin af nýjum vörum.
Nýjar gerðir af Tarkett-harðparketi með grófu plankaútliti. MYND/GVA
Sölumenn Álfaborgar eru með áratuga reynslu af ráðgjöf við val á gólfefnum. Kolbeinn Össurarson er lengst til hægri. MYND/GVA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755