Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2013, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 23.09.2013, Qupperneq 29
GÓLFEFNI MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2013 Kynningarblað Parket, teppi, flísar, dúkar, dýraskinn og viðhald á gólfum. Verslunin Álfaborg hefur þjónustað landsmenn í rúm-lega aldarfjórðung. Þar fæst mikið úrval gólfefna fyrir fyrirtæki, stofnanir og heimili og reynslu- miklir starfsmenn veita viðskipta- vinum faglega ráðgjöf. Kolbeinn Össurarson, einn af eigendum Álfa- borgar, segir að nú í upphafi vetr- ar sé verslunin að fyllast af nýjum vörum og úrvalið hafi sjaldan verið meira. „Álfaborg býður upp á allt á gólfið á einum stað, svo sem park- et, flísar, dúka og teppi. Við bjóðum upp á heildarlausnir í gólfefnum og erum með reynslumikla starfsmenn sem sinna ráðgjöf til viðskiptavina okkar. Þar er svo sannarlega valinn maður í hverju rúmi.“ Þessar vikurnar er Álfaborg að fyllast af nýjum vörum frá mörg- um þekktum framleiðendum sem verslunin hefur skipt við um ára- bil. „Við bjóðum upp á ýmsar nýj- ungar í f lísum, dúkum og harð- parketi svo dæmi séu tekin. Einn stærsti gólfefnaframleiðandi Evr- ópu, Tarkett, er til dæmis með nýja línu í linoleum-dúkum sem inni- heldur glaðlega liti og áferð. Tarkett hefur þar með skipað sér í fremstu röð og gaman að sjá hvað dúkarnir eru að koma sterkir inn aftur enda mjög nýtískulegt útlit á þeim. Einn- ig erum við með nýjar línur í harð- parketi en þær hafa grófara útlit en þær eldri. Við höfum skipt við flesta birgja okkur í langan tíma og höfum því mjög góða reynslu af þeim. Þannig getum við boðið viðskipta- vinum okkar upp á góða vöru sem samt er á samkeppnishæfu verði.“ Teppin enn vinsæl Þótt parket og önnur gólfefni hafi að miklu leyti komið í stað gömlu teppanna eru þau fjarri því að vera úrelt segir Kolbeinn. „Stærsti mark- aður okkar í teppum eru stigahús í fjölbýlum. Af því tilefni má minna á átakið Allir vinna sem rennur út um næstu áramót. Það er því kjör- ið tækifæri fyrir húsfélög að slá til núna og skipta um teppi enda fæst þá virðisaukaskattur af vinnu end- urgreiddur. Við bjóðum húsfélög- um upp á þá þjónustu að senda mann á staðinn og mæla stigagang- inn og gera þeim tilboð á staðnum.“ Það eru tískusveiflur í gólfefnum að sögn Kolbeins eins og svo mörgu öðru í kringum okkur. „Reynd- ar höfum við séð minni breyting- ar undanfarin ár sem ræðst vænt- anlega af efnahagsástandinu. Þá er mikilsvert að hafa framleiðend- ur sem eru sterkir á heimsvísu, eins og Porcelanosa og Tarkett, sem stöð- ugt eru að koma fram með nýjar og spennandi nýjungar. Porcelanosa ryður brautina með stórum, mál- teknum f lísum jafnt á gólf sem veggi.“ Hann segir að þegar kemur að parketi sé eikin, sem fáist í mis- munandi gerðum, enn gríðarlega vinsæl. „Þar er lítið um breytingar. Þegar kemur að flísunum eru jarð- litir og hlýrri litir aðeins að koma aftur í stað svarta litarins og ann- arra dekkri lita þótt vissulega séu þeir litir alltaf eftirsóttir.“ Allar nánari upplýsingar um vörur og þjónustu Álfaborgar má finna á www.alfaborg.is. Fagmennska í aldarfjórðung Reynslumiklir starfsmenn og gott úrval gólfefna einkenna rekstur verslunarinnar Álfaborgar. Verslunin býður upp á heildarlausnir í gólfefnum í fallegu rými við Skútuvog í Reykjavík. Þessa dagana fyllist búðin af nýjum vörum. Nýjar gerðir af Tarkett-harðparketi með grófu plankaútliti. MYND/GVA Sölumenn Álfaborgar eru með áratuga reynslu af ráðgjöf við val á gólfefnum. Kolbeinn Össurarson er lengst til hægri. MYND/GVA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.