Fréttablaðið - 23.09.2013, Side 46

Fréttablaðið - 23.09.2013, Side 46
 | FÓLK | 4HANNYRÐIR Handavinna er hluti af menn-ingararfi þjóðarinnar, rétt eins og bækurnar. Því töldum við útsaum og prjónaskap eiga vel heima í því mikla menningarhúsi sem Mál og menning er,“ segir Hildur Guðnadóttir, eigandi Ömmu músar handavinnuhúss sem í byrjun september opnaði heillandi útibú í kjall- ara Máls og menningar á Laugavegi 18. Þrjú ár eru síðan Hildur opnaði Ömmu mús handavinnuhús í Ármúla og segir hún að ekki hafi verið á prjónunum að opna útibú. „Við ákváðum að láta slag standa og reyna á miðbæinn þegar tækifæri gafst. Amma mús er kærkomin viðbót við mið- bæjarflóruna og hefur mælst afskaplega vel fyrir að loks hafi opnað hannyrða- verslun í miðbæ Reykjavíkur. Þeir sem búa hér og starfa eru himinsælir að kom- ast loks í prjónagarn og útsaum í gamla miðbænum,“ segir Hildur sem er hin eina sanna Amma mús. „Ég á þrjú uppkomin börn sem köll- uðu mig mömmu mús á þeim tímapunkti þegar ég var orðin minnst í fjölskyld- unni. Þegar von var á fyrsta barna- barninu fannst þeim svo viðeigandi að breyta viðurnefninu í amma mús og það hentaði svona ljómandi vel á versl- unina,“ segir Hildur brosmild. Hún segir þess misskilnings gæta á meðal viðskiptavina Ömmu músar að handavinnuhúsinu í Ármúla hafi verið lokað þegar opnað var í Máli og menn- ingu. „Verslunin í Ármúla verður enn á sínum stað en í útibúinu á Laugavegi verða aðrar áherslur. Hér bjóðum við brot af því besta í útsaumi og prjónaskap og gaman að segja frá því að útsaumur eykst nú mikið. Í útsaumi bjóðum við landsins mesta úrval og afar fín merki og spennandi vörur. Prjónagarnið er það sama og fæst í Ármúlanum en einnig handlitað band úr jurtalitum frá Guð- rúnu Bjarnadóttur og pakkningar frá Móakoti í flottar peysur úr einbandi,“ útskýrir Hildur um fátt eitt sem býðst handavinnufólki í Ömmu mús á Lauga- vegi. Þar fæst einnig fágætt, íslenskt hand- verk sem hvergi fæst annars staðar, eins og hálsmen úr kýr- og kindahorni frá Kúmeni og vandaðir stofupúðar sem eru sérsaumaðir úr fiskroði fyrir Ömmu mús. „Nú styttist í jólin og því mikið um jólaútsaum en einnig íslenskan útsaum af íslenskum fuglum frá Philip Richard og smart, danska hönnun frá Fru Zippe sem verður að alvöru nytjahlutum að saumi loknum.“ AMMA SAUMAR ÚT AMMA MÚS KYNNIR Loks er komin hannyrðaverslun í miðbæ Reykjavíkur. Þar fæst landsins mesta úrval af útsaumi og garni og fágætt íslenskt handverk. AMMA MÚS Hildur Guðnadóttir í nýju og heillandi útibúi Ömmu músar handa- vinnuhúss í kjallara Máls og menningar á Laugavegi. MYND/VALLI Amma mús handa- vinnuhús í Máli og menningu er opið frá klukkan 11 til 20 á virkum dögum og til 17 um helgar. Sjá nánar á Facebook undir Amma mús. Það er svo róandi og notalegt að prjóna. Með prjónana leiðist manni aldrei,“ segir Guðrún S. Magnúsdóttir hannyrðakona. Hún hefur nú sent frá sér handavinnubókina Vettlingaprjón. Þetta er þriðja bók Guðrúnar á þremur árum en áður hafa komið út bækurnar Sokkaprjón og Húfuprjón. „Ætli ég hafi ekki unnið að bókinni í rétt rúmlega ár. Þetta eru þó ekki allt nýjar upp- skriftir, margar þeirra hef ég sjálf prjónað margoft og einhverjar þeirra fékk ég hjá móður minni,“ segir Guðrún en alls eru 64 uppskriftir í bókinni, útprjón, kaðlar, gataprjón og fleira. „Það er einnig örlítið hekl en aðallega til skrauts,“ segir hún og bætir við að uppskrift- irnar séu einfaldar og henti öllum. „Það ættu allir að ráða við þetta, líka byrjendur í prjóni. Þarna eru uppskriftir í öllum stærðum, allt frá núll til þriggja mánaða og upp í stórar karl- mannsstærðir. Fjölskyldan öll ætti því að geta fundið á sig vettlinga,“ segir Guðrún. Við vinnslu bókarinnar naut hún aðstoðar eigin fjölskyldu, dóttir hennar braut bókina um og sonur hennar tók allar myndirnar. „Stórfjöl- skyldan sat fyrir á myndunum svo ég náði að virkja alla,“ segir Guðrún. „Það voru allir alltaf jafn kátir með að hjálpa til.“ Við vinnslu fyrri bókanna gaf Guðrún allt sem hún prjónaði til góðgerðarmála. Sokkapör- in gaf hún til styrktar barnaspítala Hringsins og húfurnar fóru á uppboð til styrktar hjart- veikum börnum. „Eitt af mínum barnabörnum er hjartveikt svo það málefni stendur mér nærri,“ segir Guðrún og ætlar að hafa sama háttinn á í þetta sinn. „Ég er bara ekki búin að ákveða málefnið enn þá en vettlingarnir fara á góðan stað. Þetta eru 170 pör sem ég prjónaði við gerð bókarinnar.“ Aðspurð segist hún eiga hugmyndir í margar bækur enn. „Ég gæti gert þrjár til fjórar bækur í viðbót en ég veit ekki hvort verður af því. Ég er allavega ekki byrjuð á nýrri bók en það er aldrei að vita. Ég legg aldrei frá mér prjónana og sit með þá fyrir framan sjónvarpið. Tek þá reyndar með mér um allt í veskinu mínu,“ segir Guðrún hlæjandi. „Ég reyni að nota hverja einustu stund.“ ■ heida@365.is MEÐ PRJÓNANA Í TÖSKUNNI NÝ BÓK Guðrún S. Magnúsdóttir hefur sent frá sér sína þriðju hannyrðabók á þremur árum. Nýjasta bókin inniheldur uppskriftir að prjónavettlingum. VETTLINGAFJALL Guðrún S. Magnúsdóttir prjónaði 170 vettlinga- pör við gerð nýjustu hannyrðabókar sinnar. Vettlingana ætlar hún að gefa til góðs málefnis. MYND/VALLI FELLUR ALDREI VERK ÚR HENDI „Ég legg aldrei frá mér prjónana og sit með þá fyrir framan sjónvarpið. Tek þá reyndar með mér um allt í veskinu mínu.” ■ MARÍA-HEKLBÓK Á METSÖLULISTA Tinna Þórudóttir Þorvaldar gaf út bókina Þóra heklbók árið 2011 og fylgir nú eftir með María heklbók sem kom út í lok ágúst. Þóra heklbók hefur selst í yfir fimm þúsund eintökum og Maríu-bókin situr nú í öðru sæti á metsölulista Máls og menningar. Mikil hannyrðavakning hefur verið hér á landi undanfarin ár en Tinnu fannst vanta hand- hægar heklbækur á markaðinn. Þær hafa fallið í góðan jarðveg enda var meira en hálf öld frá því síðasta heklbók kom út þegar Þóra kom á markað. Bækurnar eru gefnar út af Sölku en á heimasíðu forlags- ins má sjá kennslumyndbönd frá Tinnu þar sem hún sýnir hvernig á að bera sig að við að hekla. Þar er meðal annars myndband sem sýnir hvernig á að halda á heklunál, gera upp- hafslykkju, loftlykkju, fasta- lykkju og stuðla svo dæmi séu nefnd en með hjálp myndband- anna ætti hver sem er að geta heklað. HEKLIÐ SÆKIR Í SIG VEÐRIÐ Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.