Fréttablaðið - 27.09.2013, Page 10

Fréttablaðið - 27.09.2013, Page 10
27. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 hdl. og löggiltur fasteignasali Verð: 35,9 millj. Nánari upplýsingar veitir Jórunn Skúladóttir, Sölufulltrúi jorunn@miklaborg.is sími: 845 8958 Glæsileg hæð við Snekkjuvog • Hæð með bílskúr • Þríbýli, í enda botnlanga • Mikið endurnýjað 104 Reykjavík OPIÐ HÚS Föstudag 27. sept. 15:30 - 16:00 TAXFREE TILBOÐSVERÐ 69.900 FULLTVERÐ KR. 89.900 TAXFREE TILBOÐSVERÐ 69.900 FULLTVERÐ KR. 89.900 TAXFREE TILBOÐSVERÐ 95.538 FULLTVERÐ KR. 119.900 BRETLAND, AP Alþjóðalögreglan Int- erpol hefur lýst eftir „hvítu ekkj- unni“, Samönthu Lewthwaite, sem grunuð er um aðild að gíslatökunni í verslunarmiðstöð í Naíróbí um síð- ustu helgi. Lewthwaite er talin hafa komist undan áður en her og lög- regla í Kenía réðst til atlögu gegn gíslatökumönnunum fyrr í vikunni. Hún er 29 ára, fædd á Norður- Írlandi og ekkja eins sjálfsvígs- árásarmannanna sem gerðu sprengjuárásir í samgöngukerfi Lundúnaborgar 7. júlí árið 2005. Þær árásir kostuðu 52 lífið og særðu hundruð manna. Interpol lýsir eftir henni að ósk stjórnvalda í Kenía. Í tilkynningu Interpol er þó ekkert minnst á árás- ina á verslunarmiðstöðina í Naí- róbí heldur er hennar leitað vegna ákæru um að hafa haft sprengiefni í fórum sínum, auk þess sem hún er sökuð um aðild að áformum um að gera sprengjuárás á ferðamanna- stað í Kenía árið 2011. Hún er talin hafa flúið til Sómalíu stuttu eftir að upp komst um þau áform. - gb Alþjóðalögreglan lýsir eftir „hvítu ekkjunni“ að beiðni Keníastjórnar: Grunuð um aðild að gíslatöku SAMANTHA LEWTHWAITE Norðurírsk ekkja sjálfsvígsárásarmanns. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAKKLAND Fjallgöngumaður fann skrín fullt af skartgripum við rætur fjallsins Mont Blanc ný- verið. Dýrgripirnir eru metnir á um 40 milljónir króna. Talið er fullvíst að skrínið hafi verið í ind- verskri flugvél sem fórst á þessum slóðum fyrir 47 árum. Fjallgöngumaðurinn, sem er franskur en vill ekki láta nafns síns getið, hefði getað hirt góssið en ákvað að afhenda það lög- reglunni í Bourg-Saint-Maurice. - gb Heppinn fjallgöngumaður: Fann fjársjóð frá Indlandi EVRÓPUMÁL Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands „telja öll æskilegt að aðildarviðræðum við ESB verði lokið og að besti fáan- legur samningur um aðild verði borinn upp í þjóðaratkvæða- greiðslu,“ eins og segir í bréfi for- svarsmanna samtakanna til for- sætisráðherra. Samtökin vilja samstarf við ríkisstjórnina um úttekt á stöðu aðildarviðræðn- anna, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Í bréfinu, sem Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fengu afrit af, segir að samtökin þrenn hyggist standa fyrir úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið, þróun ESB og valkostum í efnahagsmálum. Samtökin telja meðal annars mikilvægt að meta hvaða áhrif hléið sem ríkis stjórnin hefur gert á viðræðunum hafi á framvindu þeirra. Í fylgiskjali með bréfinu segir að skoða þurfi með hvaða hætti viðræður yrðu teknar upp að nýju ef vilji stæði til þess og svara spurningum eins og þeirri hvort aðildarviðræðum yrði haldið áfram þar sem frá var horfið eða hvort taka þyrfti upp að nýju mál sem þegar hefur verið lokið. „Liður í úttektinni verði einnig að kanna kosti og galla þeirra leiða sem koma til greina til að tryggja hér á landi til langframa stöðug- leika í gengis- og peningamálum, verðlagi og festu í stjórn efna- hagsmála og um leið hvernig unnt sé að skapa umgjörð fyrir öflugt atvinnulíf og búa heimilunum lífs- kjör í fremstu röð,“ segir í fylgi- skjalinu. Samtökin telja að úttektin á stöðu viðræðnanna og þróun mála í ESB, sem stjórnarsátt- málinn kveður á um, og úttekt þeirra geti farið vel saman og bjóða ríkisstjórninni samstarf. „Telji stjórnvöld ekki ávinning af slíku samstarfi munu samtökin engu að síður standa fyrir úttekt á þessum málum,“ segir í bréfinu sem Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, og Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, undirrita. karen@frettabladid.is Vilja klára aðildar- viðræður og kjósa Vinnumarkaðssamtök gera eigin úttekt á stöðu viðræðna við ESB ef ríkisstjórnin vill ekki samstarf. Tala ekki fyrir hönd allra félagsmanna, segir forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki haft tækifæri til að ræða bréf vinnumarkaðssamtakanna. „Þetta er væntanlega liður í því að kynna ákveðin sjónarmið sem forystumenn þessara samtaka hafa staðið fyrir alllengi þótt það sé ekki endilega í samræmi við afstöðu allra félagsmanna þeirra. En það kemur reyndar fram í bréfinu hvaða niðurstöðu þeir vilja fá og þá er spurning hvort þeir hafi einhverja þörf fyrir aðkomu ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur. Hann segir að ætlunin sé að gera faglega úttekt á vegum ríkisstjórnarinnar, sem varpi ljósi á staðreyndir málsins. Þá liggi afstaða stjórnarinnar í ESB-málum fyrir. „Það liggur fyrir að hún er ólík afstöðu þessara þriggja manna eða hversu stór sem þessi hópur er. Það er hins vegar ekkert að því að skoða öll erindin sem berast frá þeim og við gerum það af opnum hug. En áhersla okkar verður á þessa hlutlausu og faglegu úttekt til þess að umræðan geti byggst á staðreyndum en ekki skjali sem er ætlað að ná fram ákveðinni fyrir fram mótaðri afstöðu.“ Afstaða þriggja manna SIGMUNDUR D. GUNNLAUGSSON SEÐLABANKI EVRÓPU „Sér- stakri athygli verði beint að gjaldmiðils- samstarfinu og þróun þess í ljósi efnahags- örðugleika undanfarinna ára,“ segja vinnumarkaðs- samtök um úttektina sem þau vilja gera. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Við ræður Írana við sex ríki, þar á meðal Bandaríkin, skiluðu í gær þeim árangri að samningafundir um kjarnorkuáætlun Írans hefjast um miðjan október. „Þetta er hluti af því að við erum að kanna hve mikil alvara býr að baki því sem Íranar segja, en þeir eru greinilega að fara nýjar leiðir og sýna nýjan áhuga á að reyna að leysa þetta alvarlega mál,“ hafði AP fréttastofan eftir Jay Carney, tals- manni Hvíta hússins, um viðræðu- fundinn í gær. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd hafa ekki lagt trúnað á yfirlýs ingar Írana um að þeir ætli sér ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum, heldur einungis nota kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. - gb Utanríkisráðherrar Írans og Bandaríkjanna ræðast við: Kanna hvort alvara býr að baki HASSAN RÚHANÍ ÍRANSFORSETI Á gangi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MEXÍKÓ, AP Lögreglan í Mexíkó fann í gær þrjú afskorin höfuð í litlu þorpi, þar sem sjálfskipaðir verðir hafa átt í hörðum átökum við fíkniefnasmyglara. Skotsár voru á öllum höfðunum þremur og miði fannst hjá þeim með skilaboðum, en lögregla hefur ekki viljað skýra frá inn- taki þeirra. Víða í landinu hafa hópar tekið sig saman um að verja þorp sín gegn fíkniefnaklíkum, sem ráða þar lögum og lofum. - gb Fíkniefnastríð í Mexíkó: Lögregla fann þrjú höfuð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.