Fréttablaðið - 27.09.2013, Side 16

Fréttablaðið - 27.09.2013, Side 16
27. september 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 16 Næstkomandi sunnudag, 29. september 2013, fer fram svo- kallað Globeathon sem er alþjóð- legt átak meira en 80 landa sem hafa sameinast um að efla vitund, þekkingu og rannsóknir tengdar krabbameinum í kvenlíffærum. Um er að ræða göngu/hlaup sem fer fram um alla jörðina á sama degi. Íslendingar taka þátt í þessu átaki og hefst gangan/hlaupið kl. 13.00 fyrir utan Kvennadeild Landspítalans. Af þessu tilefni viljum við vekja athygli á krabbameinum í kvenlíffærum á Íslandi. Hér greinast um sextíu konur ár hvert og árið 2011 voru tæplega 1.000 konur á lífi með krabbamein í kvenlíffærum. Leghálskrabbamein eru í dag um 2,4% allra krabbameina hjá konum á Íslandi og er meðalaldur við greiningu 45 ár. Vegna skipu- lagðrar leghálskrabbameins- leitar hefur nýgengi sjúkdómsins lækkað á Vesturlöndum. Leg- hálskrabbameinsleit hefst við 20 ára aldur og er konan svo boðuð í hópleit með reglulegu milli- bili. Tekið er frumustrok frá leg- hálsi og gefur það möguleika á að greina forstigsbreytingar, áður en krabbamein hefur náð að þróast. Leghálskrabbamein orsakast af vissum tegundum HPV-veiru sem smitast við kynmök. Þróað hefur verið bóluefni gegn HPV-veirum 16 og 18 en þessar veirur valda um 70% allra leghálskrabba- meina. Stúlkur eru bólusettar hérlendis við 12 ára aldur. Reglubundin skoðun Leghálskrabbamein eru oftast einkennalaus en algengustu ein- kennin eru blæðingar og verkir við samfarir. Á Vesturlöndum greinast flest meinin við legháls- krabbameinsleit og eru þá á byrj- unarstigi og batahorfur góðar. Konur sem greinast með langt genginn sjúkdóm hafa yfirleitt ekki mætt reglulega í krabba- meinsleit. Ólíkt öðrum teg undum krabbameina má koma í veg fyrir flest leghálskrabbamein, með reglubundinni skoðun og þátttöku í hópleitinni. Krabbamein í leggöngum og ytri kynfærum kvenna eru mjög sjaldgæf og eru innan við 1% greindra krabbameina hjá konum á Íslandi. Þessi krabbamein eru hægt vaxandi og einkenni byrja oft sem kláði á kynfærunum, roði, litabreytingar eða sár. Horfur eru yfirleitt góðar ef krabbameinið er staðbundið. Krabbamein í legbol eru tæp 4% allra krabbameina sem grein- ast hjá íslenskum konum. Krabba- mein í legbol eiga oftast upptök sín í slímhúðinni innan í leginu. Aukið magn estrógens veldur ofvexti á slímhúðinni í leginu, sem getur leitt til krabbameins. Helstu áhættuþættir eru offita, inntaka estrógen-hormóna án mótframlags prógesteróns, ungur aldur við fyrstu blæðingar og seinkomin tíðahvörf. Helstu einkenni legbolskrabba- meins eru yfirleitt óeðlilegar blæðingar og blæðingar eftir tíðahvörf. Horfur sjúklinga sem greinast með legbolskrabbamein eru yfirleitt góðar því að það greinist oftast á frumstigum þar sem krabbameinið hefur ekki náð að dreifa sér út fyrir legið. Eggjastokkakrabbamein eru um 2,3% allra illkynja æxla hjá konum hérlendis. Þessi mein eru algengust hjá konum eftir fimm- tugt. Orsakir eggjastokkakrabba- meins eru í flestum tilvikum óþekktar, en þekktir eru þættir sem auka eða minnka líkur á að fá sjúkdóminn. Í fáum tilfellum er sjúkdómurinn arfgengur. Einkenni eggjastokkakrabba- meins eru lítil í upphafi og flestar konur greinast ekki fyrr en æxlið hefur náð að dreifa sér. Horfur eru mismunandi eftir því hve útbreiddur sjúkdómurinn er. Ábyrgð á eigin heilsu Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein á lífsleiðinni. Krabba- mein í kvenlíffærum eru tæp 10% af öllum krabbameinum kvenna hér á landi. Það er mikilvægt að taka ábyrgð á eigin heilsu, vera vakandi fyrir einkennum og mæta reglulega í krabbameinsleit. Með Globeathon-göngunni viljum við hvetja til aukinnar vitundar, styðja konurnar okkar sem eru að berjast við sjúkdóminn, konurnar sem hafa læknast og standa uppi sem sigurvegarar, fjölskyld urnar sem standa við bakið á þeim og fólkið sem tekur þátt í baráttunni með rannsóknum, hjúkrun og lækningu. Við óskum eftir þínum stuðningi og hvatningu. Skráning er á hlaup.is. Við göngum til að ráða niðurlögum krabbameins í kvenlíffærum! Upplýsingar um krabbamein á Íslandi eru fengnar úr krabba- meinsskrá, www.krabbameins- skra.is. Vitundarvakning um krabbamein í kvenlíff ærum Í síðustu viku fór fram umræða á Alþingi sem vakti athygli mína. Þar var rætt um launamun kynjanna og nytsemi hinna ýmsu aðferða til að afnema hann. Tilefnið var birting launakannana stéttarfélaganna undan- farnar vikur sem enn og aftur sýna kynbundinn launamun, ekki síst hjá ríkinu. Í umræðunni var m.a. rætt um aðferðir á borð við jafnlaunastaðal og jafnlaunapotta. Jafnlaunastaðallinn er nýr og því enn í mótun. Hann getur væntanlega virkað vel á hinum almenna markaði. Hins vegar er vandséð að hann muni virka á einstökum stofnunum ríkisins þar sem meirihluti starfsmanna er konur. Ef það ætti að vera mögu- legt verður að skoða ríkið sem einn vinnustað. Fjármálaráðherra efaðist um það í málflutningi sínum að jafn- launapottar skiluðu í reynd launa- jafnrétti. Hann sagði reynsluna vera þá að ef einn hópur væri hækkaður umfram aðra, þá eltu hinir. Það er óskiljanlegt hvernig fjármálaráðherra ætlar að jafna laun kynjanna án þess að hækka laun kvenna. Náms- og atvinnu- val er oft nefnt sem ein ástæða launamunar, en þurfum við ekki að spyrja okkur að því hvers vegna laun í þeim störfum sem konur velja eru lægri? Þar liggur stærsti vandinn að okkar mati. SFR-félagar eru fjölbreyttur hópur, þar eru konur 70% félags- manna og margar vinna fyrir lægstu launin. Samkvæmt upplýs- ingum úr nýjustu launa- könnun SFR eru lægst launuðu hóparnir að hækka minnst á milli ára. Bilið er því að aukast og konurnar sitja eftir. Við hjá SFR stéttarfélagi höfum góða reynslu af jafnlaunapottum sem við viljum gjarnan deila með ráðherranum. Við minnum á að niðurstöður launa- könnunar SFR nú í ár sýna mestan árangur í baráttunni gegn launamun kynjanna. Við þökkum það m.a. launapottum. Tími til að opna augun Í kjarasamningum 2011 var samið um sértækar hækkanir til tiltek- inna faghópa á heilbrigðisstofn- unum. Þetta eru störf lækna- og heilbrigðisritara ásamt lyfja- og matartækna, allt störf sem konur hafa svo til eingöngu unnið. Samið var um launapott og hann notaður til þriggja launaflokka hækkunar til þessara starfs- stétta í stofnanasamningi, sem kom til framkvæmda í október 2011. Hækkunin skilaði þessum hópi mælanlega betri kjörum. Það sýna launakannanir og gögn frá ríkinu. Það er því auðvelt að sýna fram á að launapottar í formi sértækra hækkana lyfta kvenna- stéttum og jafna laun þeirra til samanburðar við aðrar starfs- stéttir. Aðrir hópar hafa ekki elt og til samanburðar má geta þess að önnur kvennastétt, fulltrúar og skrifstofufólk á LSH sem ekki fékk sértækar launahækkanir, sat eftir og náði ekki meðaltals- hækkun. Launakannanir SFR sýna okkur að mikil þörf er á sértækum aðgerðum af þessu tagi þar sem bæði grunn- og heildarlaun hinna svokölluðu kvennastétta (konur 75% starfsmanna eða meira) eru í nánast öllum tilfellum undir meðal tali launa SFR-félags- manna. Við erum sannarlega sam- mála fjármálaráðherra um það að kynbundinn launamunur sé óþol- andi en biðin eftir raunhæfum að- gerðum til að afnema hann er þó enn meira óþolandi. Í næstu kjarasamningum mun SFR því leggja mikla áherslu á sérstakar ráðstafanir til að leið- rétta launamun, m.a. í formi jafn- launapotta, því við höfum séð að þeir virka. Ef fjármálaráðherra vill rýna betur í gögnin er hann velkominn til SFR hvenær sem er. Það er nefnilega ekki lengur nóg fyrir stjórnmálamenn að vísa til þess að það þurfi að gera kann- anir og safna gögnum. Gögnin eru til staðar og tími til kominn að opna augun. Biðin er óþolandi! KJARAMÁL Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu ➜ Náms- og atvinnuval er oft nefnt sem ein ástæða launamunar, en þurfum við ekki að spyrja okkur að því hvers vegna laun í þeim störfum sem konur velja eru lægri? HEILBRIGÐISMÁL Katrín Kristjánsdóttir Ásgeir Thoroddsen Karl Ólafsson Anna Þ. Salvarsdóttir Höfundar eru fæðinga- og kvensjúkdómalæknar með sérhæfi ngu í krabbameinslækningum kvenna ➜ Það er mikilvægt að taka ábyrgð á eigin heilsu, vera vakandi fyrir einkennum og mæta reglulega í krabba- meinsleit. Mjódd l Salavegur l Hverafold l Grandi l Akureyri l Höfn Grindavík l Reykjanesbær l Borgarnes l Egilsstaðir l Selfoss Nicotinell fæst núna í öllum verslunum Nettó 1.199kr/pk - Fruit 799 kr/pk Nýtt í Nettó! NÝTT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.