Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 18
27. september 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts ástkærs sonar okkar og unnusta, DAVÍÐS KLEMENZSONAR viðskiptafræðings, Bergstaðastræti 55, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hinna einstöku vina hans fyrir ómetanlega aðstoð. Klemenz Eggertsson Ingibjörg Jónasdóttir Amber Engebertsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SÆMUNDUR EYLAND SIGURBJÖRNSSON frá Stykkishólmi, áður til heimilis að Fjarðarási 9, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Mörk mánudaginn 23. september. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 3. október klukkan 13.00. Jarðsett verður í Þorlákshafnarkirkjugarði. Lárus Sigurbjörn Sæmundsson Birgir Rúnar Sæmundsson Cynthia V. Cruz Grétar Már Sæmundsson Brynjar Eyland Sæmundsson Hulda B. Magnúsdóttir Hildur Þuríður Sæmundsdóttir Þórður Sigurvinsson Ómar Örn Sæmundsson Ruby Gabríela Sæmundsson Erling Viðar Sæmundsson Anna Fía Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð, hlýju og vinarþel við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, SIGRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR Hraunbæ 103, áður Oddsparti, Þykkvabæ. Eygló Yngvadóttir Hörður Júlíusson Sveinn Yngvason Magnús Yngvason Katrín Eiríksdóttir Katrín Yngvadóttir Markús Þór Atlason Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR forstöðukona, Arahólum 2, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum mánudaginn 23. september verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 30. september kl. 13.00. Þeim sem vilja heiðra minningu hennar er bent á Thorvaldsensfélagið. Halldór Hlífar Árnason Árni Halldórsson Katrín Ásta Gunnarsdóttir og prúðmennin þrjú. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI JÓHANN FINNBOGASON Krókavaði 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 18. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til Höllu Skúladóttur, starfsfólks krabbameinssviðs Landspítalans og Karitas. Margrét Bjarnadóttir Finnbogi M. Árnason Sigurbjörn Á. Árnason Margrét Ósk Viðarsdóttir Þröstur Árnason Hulda Lilja Guðmundsdóttir Ína Björg Árnadóttir Satpal Hans og barnabörn. Elskulegur bróðir okkar, BRYNJAR BALDVINSSON frá Sælandi á Árskógssandi, sem lést á Dalbæ Dalvík fimmtudaginn 19. september, verður jarðsunginn frá Árskógskirkju laugardaginn 28. september kl. 14.00. Systkini hins látna Elsku bróðir, mágur, vinur og frændi, KÁRI BRAGI JÓNSSON prentari, lést laugardaginn 14. september á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd aðstandenda, Brynhildur Jónsdóttir Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA SIGURÐARDÓTTIR ljósmóðir, Sóltúni 7, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn 19. september, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 1. október kl. 15.00. Inga Dóra Sigfúsdóttir Símon Sigvaldason Jón Sigfússon Unnur Jónsdóttir Hildur, Hulda, Erla María, Erla, Sonja, Alanta og Sigrún María „Góðgresi er samstarf mitt og vinar míns Bjarka Þórs Sólmundssonar og við köllum þetta listrænt matvinnslu- verkefni,“ segir Viktor Pétur Hann- esson myndlistarmaður beðinn að útskýra hvað felist í nafninu Góðgresi. „Við erum að nýta jurtir í íslenskri náttúru sem kannski hafa ekki verið mikið notaðar til matargerðar áður. Allt frá njóla og hvönn yfir í birki, kerfil og bláklukku, svo eitthvað sé nefnt. Hugsunin er að fólk líti í kring- um sig og nýti það sem vex í nágrenn- inu til matargerðar.“ Þeir Viktor og Bjarki eru báðir myndlistarmenntaðir og kynntust ein- mitt í náminu við LHÍ. „Bjarki var reyndar búinn að læra kokkinn áður en hann fór í Listaháskólann og hefur mikið verið að vinna við matargerð í sinni myndlist. Við höfum verið að þróa þessa hugmynd og ákváðum að tengja þetta verkefni hinu stöðuga samtali á milli listarinnar og lífsins.“ Lystarinnar með ypsiloni kannski? „Já, jafnvel. Slagorðið gæti þá verið „listin fyrir lystina“,“ segir Viktor og skellir upp úr. Þeir félagar höfðu bækistöð á Stöðvar firði í sumar þar sem þeir söfnuðu jurtum og þróuðu upp skriftir. Hvers vegna varð Stöðvarfjörður fyrir valinu? „Ég er alinn upp fyrir austan og við kærastan mín eigum hús þar,“ útskýrir Viktor. „Þar er líka mikil menningarleg uppbygging núna. Það er verið að breyta frystihúsinu í sköp- unarmiðstöð og við höfum tekið þátt í því. Það þróaðist síðan þannig að við skipulögðum hátíðina Pólar í sumar og hún leiddist út í nokkurs konar matar- hátíð hjá okkur. Við fengum gefins fullt af mat og tíndum jurtir uppi í brekk- unni, grilluðum góðgætið í holu og buðum upp á svaka matarveislu fyrir 200 manns.“ Viktor og Bjarki héldu líka reglu- lega markað með vörum frá Góð- gresi á Stöðvarfirði. „Þar buðum við upp á vörurnar sem við erum að þróa gegn frjálsum framlögum, svona til að kynna framleiðslu okkar og koma þessu öllu í gang. Við vildum sjá við- brögðin áður en við færum að setja vörurnar í reglulega framleiðslu.“ Gestum í kaffisamsætinu á morgun býðst að bragða á ýmsum vörum Góð- gresis, eins og sírópi með íslenskum jurtum, krækiberjasaft og kræki- berjahlaupi sem unnið er úr hratinu af berjunum „eins og amma gerði“. Líki gestum það sem þeir smakka er hægt að festa kaup á vörunum gegn vægu gjaldi, að sögn Viktors. Samsætið hefst klukkan 16 og stendur eitthvað fram eftir. fridrikab@frettabladid.is Eins og amma gerði Góðgresi efnir til haustfagnaðar á Loft hosteli á morgun. Þar verður boðið upp á afurðir unnar úr íslenskum jurtum. Viktor Pétur Hannesson er annar þeirra sem standa á bak við Góðgresi. Hann segir slagorðið „listin fyrir lystina“ lýsa starfseminni vel. GÓÐGRESI Viktor og Bjarki vilja viðhalda samtalinu milli lífsins og listarinnar, meðal annars með því að nýta það sem vex í nágrenninu til matargerðar. Þeir bjóða til haustfagnaðar á morgun þar sem gestir fá að bragða á uppskerunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég tel ekki kominn hálfleik því ég stefni að 120 ára aldri,“ segir Friðrik Kingó Andersen tæknimaður hress þegar hann er minntur á hálfrar aldar afmælið sem er í dag. Margir kannast við kappann því hann er víða búinn að vinna sem hljóðmaður og tölvufræð- ingur, síðustu sex ár hefur hann verið tæknimaður í myndavéladeild Öryggis- miðstöðvarinnar. Friðrik Kingó er fæddur í Danaveldi enda er hann hálfur Dani. „Ég var skírður Friðrik í höfuðið á kónginum,“ segir hann en kveðst þó aðallega gegna millinafninu Kingó. Kingó hefur komið nálægt fram- leiðslu og leik í nokkrum íslenskum kvikmyndum, svo sem Bjólfskviðu, Ikingut, 101 Reykjavík og Í faðmi hafs- ins, einnig í fáeinum tónlistarmynd- böndum. Nokkrir geisladiskar geyma líka röddina hans. - gun Telur ekki kominn hálfl eik Friðrik Kingó er fi mmtugur í dag og fagnar því með fj ölskyldunni um helgina. FRIÐRIK KINGÓ Var skírður Frið- rik í höfuðið á Danakóngi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.