Fréttablaðið - 27.09.2013, Side 28

Fréttablaðið - 27.09.2013, Side 28
Sýndarpersónur og skurðlækningar, krabbar og kínverska, frumuræktun og furðudýr sjávar, jarðhiti og jöklar, snjór, sprengjur og eldgos eru meðal þess sem hægt er að kynna sér á Vísindavöku Rannís í Háskólabíói föstu- daginn 27. september kl. 17-22. Vísinda- og fræðimenn á Íslandi eru upp- fullir af hugmyndum og eldmóði því aldrei hafa fleiri skráð sig til þátttöku á Vísinda- vöku, sem nú er haldin í áttunda sinn og dregur til sín um fimm þúsund gesti árlega. Dagurinn er tileinkaður evrópskum vísinda- mönnum og haldinn hátíðlegur þennan dag í meira en 300 bæjum og borgum um alla Evr- ópu undir heitinu Researchers‘ Night. Mark- miðið með Vísindavöku er að gefa almenningi kost á að hitta vísindafólk sem stundar rann- sóknir og nýsköpun, kynna fólkið á bak við rannsóknirnar og vekja athygli á fjölbreytni og mikilvægi vísindastarfs í landinu. Á Vísindavöku mun fræðifólk frá há- skólum, stofnunum og fyrirtækjum kynna viðfangsefni sín fyrir almenningi á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestir fá að skoða og prófa margs konar tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir, skoða ýmsar afurðir og spjalla við vísindafólkið sjálft um hvernig er að starfa að vísindum, rannsóknum og nýsköpun. Í ár verður lögð áhersla á rann- sóknir á norðurslóðum, boðið verður upp á lifandi vísindi og uppákomur á sviðinu í stóra salnum, auk þess sem sýndir verða vísindaþættir í sal 1. Sprengjugengið vin- sæla mætir á sviðið, norðurljós skína og loft- steinar fljúga. Gestir geta reynt að reka Vís- indavefinn á gat og fræðst um kappaksturs- bíla og tölvuhakk. Vísindakaffi hefur verið í gangi alla vikuna og aðsókn verið einstak- lega góð. Verið velkomin á Vísindavöku Rannís! Allir velkomnir á Vísindavöku Rannís Aðalheiður Jónsdóttir, kynningarstjóri Rannís, segir vísinda- og fræðimenn á Íslandi uppfulla af hug- myndum og eldmóði. Aldrei hafa fleiri skráð sig til þátttöku á Vísindavöku. MYND/VILHELM ■ GAKKTU Á GERVIFÓTUM OG TAKTU MYND AF ÞÉR MEÐ HEIMSMEISTARA Össur verður með á Vísindavöku eins og undanfarin ár og að þessu sinni verður gestum boðið upp á að prófa vörur og spyrja stoðtækja- fræðinga spurninga. Einnig verður Össur með skemmtilegan Instagram-leik á básnum sínum og hvetur fólk til að koma og taka þátt. Hlutverk Össurar er að gera fólki kleift að hanna og fram- leiða stoðtæki, spelkur og aðrar stuðningsvörur sem gera fólki kleift að njóta sín til fulls. Það er ekki á hverjum degi sem fólki gefst kostur á að prófa að ganga á gervifótum, koma við vörurnar og spyrja sérfræðingana spurninga um hönnun og þróun hjá fyrirtækinu. Helgi Sveinsson, nýkrýndur heimsmeistari í spjótkasti fatlaðra verður á svæðinu og segir fólki frá því frábæra afreki að vinna heimsmeistaratitil. ■ RAUNTÍMATÓNSKÖPUN Í SÍBREYTILEGUM HLJÓÐHEIMI Listaháskóli Íslands kynnir CALMUS AUTOM- ATA á Vísindavöku, byltingarkennda nýjung í hugbúnaði sem semur og spilar fjölbreytta tónlist í rauntíma. Hugbúnaðurinn byggir á gervigreind sem gerir notandanum kleift að starfa sjálfstætt út frá ákveðnum forsendum en búnaðurinn getur breytt um stíl og stefnur í ferlinu út frá utanaðkomandi skip- unum eða breyttum aðstæðum hverju sinni. Með hugbúnaðinum opnast nýir möguleikar fyrir tónskáld til rauntímatónsköpunar en kerfið hentar einnig fyrir tölvuleiki, gagn- virk leik- og dansverk og tónsköpun fyrir kvikmyndir. Verkefnið hlaut rannsóknarstyrk 2011 frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og verkefnastyrk frá Tækniþróunarsjóði 2012. ■ JARÐARBERJUM FÓRNAÐ Í ÞÁGU VÍSINDANNA Þau Albína Hulda Pálsdóttir dýrabeinafornleifafræðingur og Hrannar Smári Hilmarsson meistaranemi verða fulltrúar Landbúnaðarháskóla Íslands á Vísindavöku. Albína mun kynna rannsóknir auðlindadeildar á uppruna íslensku húsdýrastofnanna með fornDNA og dýrabeina- fornleifafræði sem nú er unnið að. Hægt verður að skoða hauskúpur úr nautgripum, kindum og hestum og börnin geta spreytt sig á fornleifauppgreftri. Hrannar ætlar að einangra erfða- efni, eða DNA, úr jarðarberjum. Til verksins verða notuð einföld hráefni sem finna má á hverju heimili. Aðferðin er hættulaus en nokkur saklaus jarðarber munu fórna sér í þágu vísindanna. DNA-sameindina er að finna í öllum frumum og er hún hættulaus. Aðferðin sem er beitt í þessu tilfelli gerir erfðaefnið, DNA-sameindina, sýnilegt og áþreifanlegt. Einangrun erfðaefnis er mikil- vægt ferli og fyrsta skrefið í öllum sameinda-erfðarannsóknum. ■ VANDINN LEYSTUR MEÐ KVIKUM KERFISLÍKÖNUM Það er hægt að greina ansi margt með kvikum kerfislíkönum. Bankahrunið var t.d. greint út frá kviku kerfislíkani og hægt er að greina meðferðir við lyndis- og kvíðasjúkdómum með þeim. Ráðgjafar Obama styðjast oft við slík líkön, en hvernig virka þau og hvaða vanda leysa þau? Lítið við hjá verkfræðinemum í HÍ og komist að því! ■ MYSUKLAKINN ÍSLANDUS Matís kynnir Mysuklakann Íslandus á Vísindavöku. Klakinn mun verða framlag Íslands í Evrópukeppninni EcoTrophelia 2012 í París í október, en þar munu vistvænar hugmyndir frá ýmsum Evrópulöndum keppa sín á milli. Meginmarkmið keppninnar er að stuðla að nýsköpun og þróun nýrra og um- hverfisvænna matvara meðal þverfaglegra teyma á háskólastigi, auk þess að laða nem- endur að matvælasviðinu, samhliða því að þróa umhverfisvitund og frumkvöðlahugsun til framtíðar. ■ TÖLVUSJÓN Í MATVÆLAVINNSLU Marel verður með kynningu á tölvusjón, en hjá fyrirtækinu er tölvusjón notuð í búnaði til matvælavinnslu, við greiningu og flokkun hráefnis eftir lögun, stærð og litaáferð. Tilgangurinn getur t.d. verið að stýra skurði eða gera róbótum, eða þjörkum, kleift að grípa um stykki við röðun í pakkningar. Sagt verður frá sögu þróunar tölvusjónar hjá Marel á Íslandi, sem nær yfir tvo áratugi, og sýnd dæmi um notkun hennar í há- tæknivæddri matvælavinnslu víðs vegar um heim. Á Vísindavöku kynnir fræðafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum viðfangsefni sín fyrir almenningi. 27. SEPTEMBER 2013 2 ● Vísindavaka Rannís FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.