Fréttablaðið - 27.09.2013, Page 32

Fréttablaðið - 27.09.2013, Page 32
KYNNING − AUGLÝSINGBarnaafmæli FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 20134 Það heyrist gjarnan þegar stendur til að halda afmælis-partí í Laser Tag að það sé ávísun á ónýtan skóladag sökum spennings og tilhlökkunar hjá krökkunum,“ segir Einar Birgis- son, eigandi Laser Tag, sem býður tvo mismunandi afmælispakka með leikjum, pitsum og gosi. „Laser Tag er skemmtilegur af- þreyingarleikur þar sem þátttak- endur klæðast Laser Tag-vestum og fela sig, elta og hitta andstæð- inginn með laserbyssum,“ út skýrir Einar um leikinn sem ungir og aldnir geta skemmt sér í. „Laser Tag-salurinn er einn sá stærsti sinnar tegundar í Evrópu og hannaður af Darklight Develop- ments Ltd. í Englandi. Í honum er allt sem fullkomnar stemninguna; leikmyndareykur, blikkandi ljós og fullkominn búnaður frá Darklight. Byssurnar eru með öllu skað lausar og með inn rauðum geislum sem gera Laser Tag að fullkominni og marblettalausri skemmtun,“ segir Einar og brosir. Hann segir Laser Tag fela í sér fjör, spennu og hasar en börn þurfa að hafa náð átta ára aldri til að geta tekið þátt í leiknum. „Laser Tag er einkar vinsælt meðal barna á aldrinum 9 til 13 ára og ríði einhver í bekknum á vaðið með afmæli í Laser Tag er víst að fleiri í bekknum halda upp á af- mæli sitt hérna á eftir. Stelpur eru þar engir eftirbátar og hafa mikið sótt í sig veðrið á undanförnum árum.“ Þegar leik í Laser Tag lýkur fá leikmenn útprentaða pappíra sem sýna árangur hvers og eins. „Töfrar Laser Tag felast ekki síst í hópefli leiksins sem er 100 prósent skemmtun því hann fær krakkana líka til að vinna og tala saman. Ég tek svo sjálfur völdin þegar kemur að því að skipta í lið svo enginn verði út undan. Oftar en ekki kemur þá í ljós að sá sem er stundum til hliðar í bekknum slær í gegn með því að standa sig vel í Laser Tag,“ segir Einar. Áður en leikur hefst er farið vandlega yfir leikreglur. Hver leikur, sem fram fer í risastóru völundar- húsi, tekur fimmtán mínútur. „Í Laser Tag geta börnin leikið sér frjáls og óheft í þægilegu um- hverfi. Þegar slakað er á eftir leikinn er hægt að skemmta sér við þythokkí, fótbolta- spil, billjard og 50 tomma sjónvarpsskjá með tilheyrandi barna- efni. Hvert afmæli fær úthlutað sérherbergi til afmælishaldsins og það er velkomið að taka afmælis- tertuna með sér. Við sköffum svo gos, djús, diska, hnífapör, glös og servéttur,“ upplýsir Einar. Afmæli í Laser Tag miðast við átta gesti að lágmarki. „Hjá okkur bætist enginn aukakostnaður við og aðeins er greitt fyrir afmælisgesti sem mæta. Þá færist mjög í aukana að foreldrar taki sig saman fyrir bekkjarsystkin sem eiga afmæli á svipuðum tíma. Héðan fara allir heim sáttir og glaðir og við sjáum um að taka til eftir veisluhöldin.“ 100 prósent skemmtun og spenna Afmælisveisla í Laser Tag er skotheld skemmtun fyrir börn eldri en átta ára. Þar mætir þeim spennandi leikur, heillandi hópefli og stanslaust stuð. Boðið er upp á tvenns konar afmælispakka með leikjum, pitsum og gosi og vitaskuld er velkomið að koma með afmælistertuna að heiman. Í Laser Tag er gnótt skemmtilegrar afþreyingar fyrir afmælisgesti.Spenna og einbeiting leynir sér ekki í andlitum þátttakenda í Laser Tag. Það er ósvikið fjör að halda afmælisveisluna í Laser Tag. MYNDIR/DANÍEL Laser Tag er á Salavegi 2 í Kópavogi. Sjá nánar á www .lasertag.is KISUGREY FRÁ 5 ÁRA Hópurinn situr í hring á gólfi. Einn er hann og fer inn í miðjan hringinn og leikur kisu. Kisa labbar um í hringnum, stoppar fyrir framan einn þátt takandann og mjálmar þrisvar sinnum. Sá þarf að strjúka kisu um hausinn og segja kisugrey án þess að fara að hlæja. Takist honum það heldur kisa áfram að labba hringinn, velur sér nýjan þátt- takanda og leikur sama leikinn. Geti þátttakandinn ekki stillt sig um að hlæja þarf hann að skipta um hlutverk við kisuna. AÐ GEFA GJÖF FRÁ 4 ÁRA Börnin standa í hring. Eitt byrjar og gefur því sem stendur næst sér ímyndaða gjöf og segir: Ég er með gjöf handa þér, gjörðu svo vel. Sá sem fær gjöfina tekur við henni og þakkar fyrir sig, opnar hana og tekur upp það fyrsta sem honum dettur í hug, til dæmis frosk. Þá segir hann: Vá froskur! Takk fyrir. Því næst leggur hann froskinn frá sér, sækir nýja gjöf og gefur næsta manni. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til allir hafa fengið gjöf. BANGSI LÚRIR FRÁ 6 ÁRA Bangsi lúrir, bangsi lúrir bæli sínu í. Hann er stundum stúrinn, styrfinn eftir lúrinn. Að hann sofi, að hann sofi enginn treystir því. Nemendur ganga réttsælis í hring en bangsi lúrir í miðjunni. Þegar kemur að vísupartinum „Að hann sofi“ stoppa börnin, ganga hænu- skref að bangsa og um leið og síðasta orðið er sungið potar ein- hver í hann. Þá upphefst eltinga- leikur, bangsi á að reyna að ná hinum, og allir sem hann nær hjálpa honum svo þar til öllum hefur verið náð. HANS OG GRÉTA FRÁ 3 ÁRA Allir standa í hring. Einn er valinn til að vera Hans og bundið fyrir augun á honum með slæðu eða trefli. Annar er valinn til að vera Gréta en Hans má ekki vita hver það er. Hans kallar nú á Grétu sem svarar með því að klappa saman lófunum. Hans gengur á hljóðið og þegar hann finnur Grétu heldur hann fast í hana og giskar á hver Gréta er. Leikir sem hrista hópinn saman Börn elska leiki og að leika við önnur börn. Í öllum góðum afmælum er farið í leiki með afmælisgestum til að hrista hópinn saman með söng, leikrænni tjáningu og skemmtun. Kátínan og gleðin yfir skemmti- legum leikjum setja punktinn yfir i-ið í vel heppnuðum barnaafmælum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.