Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 39
FRÉTTABLAÐIÐ
LÍFIÐ 27. SEPTEMBER 2013 • 7
Ég og Petra, dóttir mín. Aðalleikkona Harmsögu, Elma Stefanía Ágústsdóttir. Skúlptúr eftir Evu frá samsýningu sem nefndist Til eru hræ og var opnuð í Kling og bang árið
2009. Mynd eftir Zeno Vaclavic úr verkinu Á Botninum eftir Maxim Gorki í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar.
Myndaalbúmið
mig að fá fullan aðgang að stoð-
deildum Þjóðleikhússins, meira
fjármagn en ég er vön og meira að
segja hærri laun,“ segir Eva Signý
og hlær.
Hvað áttu við þegar þú segir
stoðdeildir? „Ég er vön að vinna
með sjálfstæðum leikhópum og
smíða eða sauma flest sjálf. Síð-
asta ár var ég fastráðin við sviðs-
listadeild Listaháskóla Íslands
í eitt ár vegna mikils fjölda út-
skriftar sýninga. Þar sinnti ég alls
kyns hlutverkum og sá meðal ann-
ars um tæknimál, lýsingu, leik-
mynd og búninga, sem var mjög
lærdómsríkt og skemmtilegt. Í
Þjóðleikhúsinu eru deildir sem sjá
um alla hluti: leikmunadeild, bún-
ingadeild, sviðsmenn og sérfræð-
ingar í öllum tæknimálum. Maður
deilir ábyrgðinni með fleirum og
er meira með á æfingum og hefur
betri heildarsýn. Ég þarf til dæmis
ekki að laga leikmynd eða búninga
ef eitthvað skemmist, eða mæta á
hverja sýningu til að strauja dúk
eða stilla upp, sem er mikill lúxus.“
Lítið um búðaráp
Hvernig undirbýrðu þig fyrir nýtt
verkefni? Hvaðan færðu inn-
blástur og hugmyndir? „Það er
mismunandi. Ef það er handrit
byrja ég á að lesa það og þá kvikna
oftast einhverjar hug myndir. Ég
nota netið mikið og les mér til um
efnið og svo fer ég á bókasafnið og
skoða bækur, tímarit og myndir.
Maður vinnur líka náið með leik-
stjóranum og stundum leikskáld-
inu. Síðan tekur við hönnunar-
vinna sem felst í því að koma hug-
myndunum í einhvers konar form,
oft teikningar og líkön.“
Hvað tekur svo við? Ferðu
á bæjarrölt og finnur það sem
vantar í uppsetninguna? „Já, ég er
á stanslausu búðarápi,“ segir hún
og brosir. „Nei, oft hefur maður úr
litlu fjármagni að moða og þá nýtir
maður nytjamarkaði eða reynir
að fá hluti lánaða, til dæmis hjá
Þjóðleikhúsinu og Sjónvarpinu,
sem hafa verið mjög liðleg. Stund-
um nota ég mína eigin hluti í upp-
setningar og svo þarf oft að búa
til hluti frá grunni. Þetta er mjög
misjafnt eftir verkefnum, ég hef
til dæmis eytt heilu dögunum á
Barnalandi í leit að hlutum sem
manni finnst að ættu að vera alveg
borðleggjandi. Einu sinni þurfti ég
að finna útvíðar gallabuxur á há-
vaxinn karlmann og það var virki-
lega snúið að verða sér úti um slíka
flík. Skemmtilegast finnst mér
samt að búa hluti til og þurfa ekki
að eyða of miklum tíma í að keyra
um bæinn og kaupa inn.“
Verður þú aldrei kvíðin fyrir
frumsýningar? „Nánast undan-
tekningarlaust.“
Alþjóðlegt fjölskyldulíf
Hvað með eftirnafn þitt, er það
erlent að uppruna? „Pabbi minn
er tékkneskur. Hann og mamma
kynntust þegar þau voru við nám
í Manchester en hann hefur búið
hér á Íslandi frá því þau luku námi.
Hann, amma mín og afi yfir gáfu
Tékkland árið 1968 og fluttu til
London. Mamma og pabbi voru
mjög heppin því þau losnuðu við
mig í mánuð eða tvo á hverju
sumri þegar ég fór til Englands
til ömmu og afa og kom heim sól-
brún og sæl. Mér þótti alltaf af-
skaplega gaman að heimsækja
ömmu og afa og hluti af ástæð-
unni fyrir því að ég sótti um nám
í London var að ég vildi geta hitt
þau oftar en einu sinni á ári. Mér
þótti líka mjög gaman að kynn-
ast London upp á nýtt þegar ég var
þar við nám, áður höfðu amma og
afi bara leitt mig um borgina og ég
lítið pælt í henni. Ég elska London,
þetta er svo margslungin borg með
mörgum skemmtilegum en ólíkum
kjörnum og auðvitað iðandi leik-
húslífi.“
Eva er í sambúð með Dean Fer-
rell, kontrabassaleikara með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands, og eiga
þau saman dótturina Petru,
sem er þriggja ára. Fyrir á Dean
þrjú önnur börn. Dean er banda-
rískur og því má með sanni segja
að heimilið sé ansi fjölþjóðlegt.
Er lögð mikil áhersla á listrænt