Fréttablaðið - 27.09.2013, Side 44
Lífi ð
FRÉTTABLAÐIÐ Spjörunum úr og helgarmaturinn.
...SPJÖ
RU
N
U
M
Ú
R
Hvern faðmaðir þú
síðast? Eiginmanninn
minn, Gylfa Má, í morgun.
En kysstir? Ég kyssti
eigin manninn minn ljúfum
kossi.
Hver kom þér síðast á
óvart og hvernig? Mað-
urinn minn tók sig til og
samdi lag á munnhörpu og
léttan dans við lagið. Svo
spilaði hann það fyrir mig
og fjölskylduna sem var ein-
staklega fyndið, skemmtilegt
og óvænt. Það eru duldir
hæfileikar í fjölskyldunni.
Hvaða galla í eigin
fari ertu búin að um-
bera allt of lengi?
Flokka í geymslunni minni.
Ertu hörundsár? Já, ég
get verið það.
Dansarðu þegar eng-
inn sér til? Já, ég dansa
á hverjum degi og nýt þess
í botn!
Hvenær gerðirðu
þig síðast að fífli og
hvernig? Ég leik við Max,
labradorinn okkar, daglega
og geri mig oft að fífli með
skemmtilegum látum með
honum.
Hringirðu stundum í
vælubílinn? Ég þarf þess
ekki – lífið er svo skemmti-
legt.
Tekurðu strætó? Nei,
hef ekki gert það undan-
farið en gerði það oft
þegar við bjuggum á Sel-
fossi. Þá var snilld að nýta
sér þjónustuna og taka leið-
ina Selfoss/Reykjavík.
Hvað eyðirðu miklum
tíma á Facebook á
dag? Ég eyði töluverðum
tíma.
Ferðu hjá þér þegar
þú hittir fræga eða
heilsarðu þeim? Ég fer
nú ekki hjá mér en heilsa
þeim. Skemmtilegt var
þegar Chris Cornell, söngv-
arinn frægi, var með tón-
leika í Laugardalshöllinni
en eftir tónleikana sáum við
kappann, heilsuðum honum
og hann talaði lengi við
okkur um land og þjóð.
Lumarðu á einhverju
sem fáir vinir þínir vita
um þig? Já, ég get hermt
eftir Dýra eða „Animal“ úr
„The Muppet Show“.
Hvað ætlarðu alls ekki
að gera um helgina?
Ég ætla alls ekki að „detta
í það“.
Unnur
Pálmarsdóttir
ALDUR: 37 ára
STARF: Stöðvarstjóri
World Class Seltjarnarnesi
Kári Gunnarsson
grafískur teiknari
hefur mikinn áhuga
á bragðgóðum og
heimatilbúnum
mat. Hér deilir
hann uppskrift að
morgunverðarjóg-
úrti með ristuðum
hnetum og ávöxtum
en einn skammtur
inniheldur u.þ.b. 15
grömm af kolvetnum.
MORGUNVERÐARJÓGÚRT MEÐ RISTUÐUM HNETUM OG ÁVÖXTUM
Ristaðar hnetur
2 msk. valhnetur (saxaðar)
2 msk. möndlur (saxaðar)
2 msk. kókosflögur
1 msk. smjör
Bræðið smjörið á heitri pönnu
og ristið hneturnar og kókosflög-
urnar í smástund. Sett í skál og
látið kólna.
Jógúrtblandan
2 msk. hreint skyr
2 msk. grískt jógúrt
4 msk. kókosolía (fljótandi)
2 msk. Torani-raspberry síróp
Allt pískað vel saman í skál.
Ávextir
6 jarðarber
1 lárpera
Skorið í litla bita.
Samsetning
Jógúrtblandan er sett í tvær
skálar. Berin, avókadó og
hnetublandan sett ofan á. 2
msk. af rjóma og Torani-
síróp efst.
Rúm | Sængurver | Springdýnur | Púðar og rúmteppi | Kistur og náttborð
Gaflar | Heilsukoddar | Dýnuhlífar og lök | Fylgihlutir
Allt fyrir svefnherbergið
RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 555 0397
Opið alla virka daga frá kl. 09.00–18.00, laugardaga 10.00–14.00, sunnudaga lokað
www.rbrum.is | rum@rbrum.is | erum á
Íslensk
hönnun
RÚM
ára
1943-2013
Framúrskarandi
fyrirtæki 2012
Framúrskarandi
fyrirtæki 2011
Framúrskarandi
fyrirtæki 2010