Fréttablaðið - 27.09.2013, Síða 50

Fréttablaðið - 27.09.2013, Síða 50
27. september 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 22 Það felst ákveðið hlutleysi í því að vera ekki með nafn, þá er ekki eins niðurneglt hverjir skipa kvartettinn hverju sinni. Ég hef leitt kvartetta fyrir Kammermúsíkklúbbinn rosa- lega lengi, alveg síðan á níunda áratug síðustu aldar, ég var ekki einu sinni búin að klára skól- ann þegar ég kom fyrst fram fyrir þá,“ segir Sigrún Eðvalds- dóttir spurð hvort kvartett undir hennar nafni sé rótgróið fyrirbæri. „Hann heitir ekk- ert endilega Kvartett Sigrúnar Eðvalds. Málið er að við höfum aldrei valið okkur nafn vegna þess að í gegnum tíðina hafa verið miklar mannabreytingar í kvartettinum. Það felst ákveðið hlutleysi í því að vera ekki með nafn, þá er ekki eins niðurneglt hverjir skipa hann hverju sinni.“ Kvartettinn sem leikur á sunnudaginn er auk Sigrúnar skipaður þeim Zbigniew Dubik á fiðlu, Ásdísi Valdimars dóttur á víólu og Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur á selló. Á efnisskrá tón- leikanna eru þrír strengja- kvartettar: síðasti kvartett Beethovens, fyrsti kvartett Brahms og einn af kvartettum spænska undrabarnsins Arriaga. „Þetta eru þrír rosalega flottir kvartettar,“ segir Sigrún og leggur áherslu á rosalega. Tónleikarnir marka upphaf 57. starfsárs Kammermúsíkklúbbs- ins, sem starfað hefur síðan 1957 og haldið meira en 280 tónleika. Sigrún hefur tekið þátt í þeim einu sinni á ári og segir það algjörlega nauðsynlegan lið í tón- listarárinu. „Þetta hefur verið fastur punktur í lífinu í öll þessi ár, sem er yndislegt og algjör nauðsyn fyrir mig,“ segir hún. „Þeir hafa haldið uppi frábæru starfi og gert fólki kleift að spila kammermúsík en til þess gefast ekkert svo mörg tækifæri á þessu litla landi. Það er bara stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu.“ Tónleikarnir eru í Norðurljósa- sal Hörpu og hefjast klukkan 19.30. fridrikab@frettabladid.is Fastur punktur í lífi nu Fyrstu tónleikar 57. starfsárs Kammermúsíkklúbbsins eru á sunnudag. Kvartett Sigrúnar Eðvaldsdóttur fl ytur þrjá strengjakvartetta í Norðurljósasal Hörpu. Nauðsynlegt að spila eina kammermúsíktónleika á ári, segir Sigrún. SIGRÚN OG FÉLAGAR Sigrún Eðvaldsdóttir og Zbigniew Dubik leika á fiðlur, Ásdís Valdimarsdóttir á víólu og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Fyrsta nýja íslenska leik ritið af tíu sem Útvarpsleikhúsið flytur í vetur verður frumflutt á sunnudaginn klukkan 13. Það er verkið Best í heimi, útvarpsleik- gerð Maríu Reyndal eftir leikriti Hávars Sigurjónssonar, Maríu Reyndal og leikhópsins Rauða þráðarins frá 2006. María er jafn- framt leikstjóri verksins eins og á sviðinu um árið. Það virðist vera orðin lenska að leikrit stökkvi á milli miðla, byrji ýmist sem útvarpsleikrit og endi á sviði eða öfugt. Hvað veldur? „Það er gaman að nýta sér muninn á þessum miðlum og útvarpsverkið er talsvert ólíkt því sem við gerðum á sviði,“ segir María. „Við náum fram öðrum tengingum við hlustandann. Það er til dæmis hægt að fara í hraðari skiptingar, þarf ekki að skipta út leikmynd, ljósum og öllu. Útvarpsverkið er töluvert ólíkt sviðsverkinu, sagan af Kim og Rögnu tengdamóður hennar er hér fyrirferðarmeiri.“ Leikritið var upphaflega samið af Hávari, Maríu og fjórum leik- urum af erlendu bergi sem léku það á sviðinu, eru þau öll með í þessari útgáfu? „Já, og fleiri til.“ Og þau tala öll íslensku? „Nei, og gerðu það alls ekki þegar þau stóðu á sviði í einn og hálfan tíma og fóru með texta á íslensku. Það tókst hins vegar mjög vel og í útvarpsverkinu eru enn fleiri sem ekki tala íslensku en lærðu textann auðveldlega, enda hafa þau sjálf mótað rullurnar að miklu leyti og þurfa bara hjálp við þýðinguna.“ Allar sögurnar í Best í heimi eiga sér fyrirmyndir í raun- verulegum upplifunum. „Já, við deildum sögum okkar og ann- arra. Þótt ég sé Íslendingur hef ég búið mikið í útlöndum og þekki það að vera innflytjandi. Kannast við vandamálin sem því fylgja og hef mikinn áhuga á innflytjenda- málum á Íslandi.“ Útsendingin hefst eins og áður sagði klukkan 13 á sunnudaginn og María hvetur fólk til að koma sér vel fyrir og virkilega hlusta. „Þótt fólki finnist þetta kannski fyndið í fyrstu þá fer aðalsagan á dýpri mið þegar líður á verkið.“ - fsb Byggir allt á raunverulegum upplifunum innfl ytjenda Best í heimi er útvarpsgerð af leikriti sem margir sáu í Iðnó árið 2006. María Reyn- dal vann útvarpsgerðina og leikstýrir. Hún segir verkið alvarlegra en frumgerðina. BEST Í HEIMI María Reyndal leikstýrir og gerði leikgerð upp úr verki sínu, Hávars Sigurjónssonar og leikhópsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stöð er ný sjónvarpsstöð Aðeins 2.990 kr. á mánuði Tryggðu þér áskrift og fáðu nánari upplýsingar á X Factor Arrow Friðrik Dór =Skjár 1 4.990 kr. á mánuði + + =Stöð 2.990 kr. á mánuði Gerðu verðsamanburð Super Fun Night Krakkastöðin fylgir með The Mindy Project Save the Children á Íslandi MENNING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.