Fréttablaðið - 27.09.2013, Side 52

Fréttablaðið - 27.09.2013, Side 52
27. september 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 24 Eiginkonan harðasti gagnrýnandinn Andri Snær Magnason ætlaði að senda nýjustu bók sína, Tíma- kistuna, frá sér fyrir ári en eiginkonan setti honum stólinn fyrir dyrnar. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBERHVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónlist 12.00 Á tónleikunum Tveir strengir sem eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum flytja Margrét Hannesdóttir sópran og Lilja Eggertsdóttir píanó- leikari ljóðaflokk Op. 13 eftir Samuel Barber. Einnig verða flutt þekkt íslensk og þýsk klassísk sönglög. Almennt miðaverð er 1.000 krónur. Fyrirlestrar 12.30 Kviss Bamm Búmm er með hádegisfyrirlestur í myndlistardeild Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Októberfest verður haldið í risa- tjaldi í Laugardalnum í dag og á morgun. Á meðal atriða verða fræðslu- leikritið Bjórsaga með Víkingi Kristjánssyni, fullorðinssirkusinn Skinnsemi, pub-quiz með Hjörvari Hafliðasyni og einnig kemur fram hópur listamanna og uppistandara, þar á meðal Halldór Gylfason, Lee Nelson, Sólmundur Hólm, Steindi jr. og Bent. Tjaldið opnar klukkan 16 í dag með sýningu Skinnsemi. Að sýningu lokinni verður tjaldið opið gestum og gangandi. Októberfest í Laugardal KOMA FRAM Steindi jr. og Bent eru á meðal þeirra er koma fram á Október- fest á morgun. MYND/ELLÝ „Ég ætla formlega að gefa út myndasögubók sem ég hef unnið að lengi. Ég á von á því að það komi eitthvað af fólki til þess að fagna með mér og þetta verður án efa skemmtilegt kvöld,“ segir Bjarni Hinriksson, myndasögu- maður og grafískur hönnuður, sem fagnar í kvöld formlegri útgáfu bókar sinnar, Skugginn af sjálfum mér. Skugginn af sjálfum mér er myndasaga fyrir fullorðna og segir frá Kolbeini Hálfdánssyni myndasöguhöfundi, sem er í fríi á Kanaríeyjum ásamt tíu ára syni sínum. Hugmyndin að bókinni kom þegar Bjarni fór að skrifa stuttar ferðasögur af sér og syni sínum. Tilgangurinn var að skrásetja dag- legt líf þeirra feðga. „Í gegnum árin hefur sagan þróast þannig að þótt hún byggi á sjálfsævisögu færðist hún í að vera hrein skáld- saga með tilvísunum í það sem ég þekki úr mínu lífi,“ segir Bjarni um inntak bókarinnar. Útgáfu- hófið verður haldið í bókabúðinni Útúrdúr í kvöld milli fimm og sjö. Bjarni segir að hann hafi valið þennan stað af sérstakri ástæðu. „Það er við hæfi að hún sé kynnt á þessum stað sem er vettvangur fyrir listir af mörgu tagi. Mynda- sagan er á mörkum ýmissa miðla og er svolítið sérstök í forminu eins og Útúrdúr,“ segir Bjarni sem ætlar jafnvel að bregða sér á kaffihús með syni sínum eftir frumsýningar- partíið. „Ég ætla að sjá hvert þessi fögnuður leiðir mig, ég mun án efa gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Bjarni að lokum. asa@frettabladid.is Fagnar með syninum Bjarni Hinriksson ætlar að fagna útgáfu bókarinnar Skugginn af sjálfum mér. GEFUR ÚT MYNDASÖGUBÓK Bjarni Hinriksson fagnar útgáfu bókarinnar Skugginn af sjálfum mér í bókabúðinni Útúrdúr í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ➜ Bjarni Hinriksson nam myndasögugerð við École régionale des beaux-arts í Angoulême í Frakklandi. Hann hefur samið og teiknað myndasögur auk þess að starfa sem grafískur hönnuður hjá RÚV og við kennslu í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Danskvöldið Heiladans verður haldið í 28. sinn á skemmtistaðn- um Bravó í kvöld. Þar koma með annars fram listamennirnir If- ThenRun og Nuke Dukem ásamt plötusnúðunum Dj Dorrit og Techsoul. Aðstandendur kvölds- ins er tónlistarútgáfan Möller Records sem sérhæfir sig í íslenskri raftónlist. Forsprakkar útgáfunnar eru Jóhann Ómars- son, sem gengur undir lista- mannsnafninu Skurken, og Árni Grétar, betur þekktur sem Fut- uregrapher. Heiladans á Bravó STOFNANDINN Árni Grétar Jóhannes- son stendur fyrir Heiladansi á Bravó í kvöld. MYND/JELENA SCHALLY Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is VALFRELSI ER MÍN PÓLITÍK HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er komin í nýtt starf hjá Samtökum atvinnulífsins. Hún kveðst frjálsari þar en í landsmálapólitíkinni. FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ Gamlir flöskuhálsar hamla námi Fjölmargir iðnnemar komast ekki að í vinnustaða- námi. Nám margra tefst um mislangan tíma meðan aðrir snúa sér að öðru.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.