Fréttablaðið - 27.09.2013, Page 54

Fréttablaðið - 27.09.2013, Page 54
27. september 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26 BÍÓ ★★★ ★★ Frjálst fall / Freier Fall Leikstjóri: Stephan Lacant Leikarar: Hanno Koffler, Max Riemelt, Katharina Schüttler. RIFF KVIKMYNDAHÁTÍÐ Kvikmyndin Frjálst fall segir frá Marc sem hyggur á frama innan óeirðalög- reglunnar og á von á sínu fyrsta barni með sambýliskonu sinni. Í lögreglu- skólanum kynnist hann Kay og takast með þeim ástir. Tilfinn ingarnar sem bærast innra með Marc eru honum framandi og á hann í erfiðleikum með að takast á við þær. Hann er neyddur til þess að horfast í augu við sannleikann og í kjölfarið upplifir hann sjálfan sig í frjálsu falli. Söguþráður myndarinnar minnir um margt á söguþráð Brokeback Mounta- in; tveir karlmenn sem lifa í einkar karllægum heimi kynnast og falla hvor fyrir öðrum. Myndin er raunsæ og til- finningarík og þótti undirritaðri leik- konan Katharina Schüttler sýna stórleik í henni. Aðalleikararnir tveir eru einnig góðir, en bíóunnendur gætu kannast við Riemelt úr kvikmyndinni Die Welle. Sara McMahon NIÐURSTAÐA: Raunsæ og tilfinningarík kvikmynd frá þýska leikstjóranum Stephan Lacant sem vert er að kíkja á. Þýskt raunsæi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð Í FRJÁLSU FALLI Marc kynnist Kay í lögreglu- skólanum og með þeim takast ástir. Samkvæmisljónið, fatahönnuður- inn og leikkonan Nicole Richie hélt upp á 32 ára afmælið sitt í Mexíkó fyrir fáeinum dögum. Ric- hie, sem er tveggja barna móðir, leigði einkaþotu fyrir sig og sex nánar vinkonur sínar. Þær gistu á lúxushóteli í bænum Cabo San Lucas, sem er bær við suðurströnd Mexíkó. Vinkonurnar skemmtu sér konunglega þar sem þær sóluðu sig á ströndinni og drukku kokteila. Á afmæliskvöld- inu sjálfu klæddu þær sig upp í eins sundboli með blómamynstri. Richie er gift Joel Madden, en hann er söngvari hljómsveit- arinnar Good Charlotte. Bauð vinkon- um til Mexíkó HÉLT UPP Á AFMÆLIÐ SITT Nicole Richie hélt upp á 32 ára afmælið sitt í Mexíkó þar sem hún bauð sex vinkonum sínum að fagna með sér. NORDICPHOTOS/GETTY Söngvarinn David Bowie situr fyrir í nýrri auglýsingaherferð fyrir franska tískumerkið Louis Vuitton. Auglýsingin var mynduð í Feneyjum í sumar. Ofurfyrir- sætan Arizona Muse situr fyrir með Bowie á myndunum. Á myndunum sjást Bowie og Muse meðal annars í loftbelg sem svífur yfir Feneyjum. Bowie er ekki fyrsta stórstjarnan sem tískumerkið fær í lið með sér, en stjörnurnar Keith Richards, Bono, Pele, Muhammed Ali og Catherine Deneuve, hafa allar setið fyrir í auglýsingaherferðum fyrirtækis- ins. Muse er hvað þekktust fyrir að vera andlit tískumerkjanna Miu Miu, Next og Prada. Situr fyrir hjá Louis Vuitton SITUR FYRIR David Bowie er nýtt andlit tískumerkisins Louis Vuitton. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn Michael J. Fox talaði á persónulegum nótum um líf sitt í spjallþætti Howards Stern. Fox, sem greindist með Park- inson-sjúkdóminn þegar hann var 29 ára, viðurkenndi að hafa drukkið óhóflega eftir grein- inguna. Fox segist hafa drukkið einn heima á hverjum degi í eitt ár. Eftir erfitt ár leitaði hann sér hjálpar og fór í áfengismeðferð. „Ég lærði þar inni að ég verð að lifa einn dag í einu. Líf mitt varð miklu betra og hjónabandið mitt líka,“ segir Fox. Fox giftist Tracy Pollman árið 1998 og þau eiga saman fjögur börn. Drakk einn heima í ár FÓR Í MEÐFERÐ Michael J. Fox drakk sig nánast í hel eftir að hann greindist með Parkinson. NORDICPHOTOS/GETTY Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is SKEMMTIPAKKINN Margfalt meiri skemmtun á aðeins 7.990 kr. Bestu dramaþættir: Breaking Bad Besti aðalleikari í dramaþáttum: Jeff Daniels, The Newsroom Besta aðalleikkona í dramaþáttum: Claire Danes, Homeland Bestu grínþættir: Modern Family Besti aðalleikari í grínþáttum: Jim Parsons, The Big Bang Theory Besta aðalleikkona í grínþáttum: Julia Louis-Dreyfus, Veep Á nýafstaðinni Emmy-verðlaunahátíð fengu þættir á Stöð 2 öll helstu verðlaunin, eins og svo oft áður. Þín bíður því ekki aðeins glæsilegasta innlenda dagskrá frá upphafi, heldur fjöldi erlendra verðlaunaþátta. Við lofum góðum vetri á Stöð 2. EMMY VERÐLAUNIN 2013

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.