Fréttablaðið - 27.09.2013, Page 58

Fréttablaðið - 27.09.2013, Page 58
27. september 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 30 KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar Grindavíkur mæta K R í undanúrslitum Lengjubikars karla í Njarðvík í kvöld. Vesturbæjarliðið hefur unnið alla sjö leiki sína í keppninni til þessa og virkar afar sterkt. Grindvíkingar hafa aftur á móti lagt Keflavík og Njarðvík í síðustu leikjum sínum. Pavel Ermolinskij sneri heim úr atvinnumennsku á dögunum og samdi við KR. Hann hafði verið orðaður við Grindvíkinga. „Það stóð aldrei til hjá okkur að fá Pavel. Við erum ánægðir með hópinn sem við erum með,“ segir Sverrir. Hinn bráðefnilegi Jón Axel Guðmundsson mun vera í leikstjórnandahlutverkinu í vetur ásamt Daníel G. Guðmundssyni. Íslandsmeistararnir þurftu að senda bandarískan leikmann sinn heim á dögunum. Sá, Christ Stephenson að nafni, hafði logið til um alvarleika meiðsla sinna. „Hann átti að hafa meiðst smávægilega í Litháen og þurft að fara heim af þeim sökum,“ segir Sverrir. Í ljós hafi komið að meiðslin smávægilegu voru slitið krossband og hann hefði því verið frá keppni í sjö mánuði. „Hann átti svo langt í land að hann hefði aldrei verið kominn í stand fyrr en seint og síðar meir.“ Ekki kom því annað til greina en að senda Stephenson heim. Sverrir segir leitina að nýjum Kana ganga vel. Fjölhæfur framherji sé á óska- listanum og reiknar Sverrir með því að hann verið kominn fyrir fyrsta leik í Domino‘s-deildinni 10. október. Þá verður andstæð- ingurinn KR líkt og í kvöld. Liðið sem margir spá Íslandsmeistara- titlinum. „Þannig er umræðan og þeir verða klárlega eitt af sterkustu liðunum í vetur. Við höfum allir fulla trú á því hér í Grindavík að við getum unnið til nokkurra titla í vetur,“ segir Sverrir. Leikur Grindavíkur og KR hefst í Ljónagryfjunni klukkan 20. Tveimur tímum fyrr mætast Keflavík og Snæfell í hinni undan- úrslitaviðureigninni. Úrslitaleikurinn er á sama stað á sunnudaginn. - ktd Við getum unnið til nokkurra titla í vetur Grindvíkingar mæta KR í öðrum tveggja spennandi undanúrslitaleikja í Lengjubikarnum í Njarðvík í kvöld. ÍSLANDSMEISTARAR Á FYRSTA ÁRI Sverrir Þór Sverrisson gerði flotta hluti með Grindavík í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI „Þetta spyrst fljótt út hérna,“ segir Petrúnella Skúla- dóttir, leikmaður Grindavíkur. Hinar gulklæddu þurfa að venj- ast lífinu án framherjans í eitt tímabil því Petrúnella er barns- hafandi. Hún hefur ekki áhyggjur af liðinu. „Þær hafa styrkt hóp- inn svo vel þannig að það ætti ekki að muna. Ég hef bullandi trú á þeim,“ segir Petrúnella sem hefur verið í stóru hlutverki í landsliðinu. Hún á von á sér í mars en fað- irinn er Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður karlaliðs Grindavíkur. Petrúnella setur stefnuna á að snúa aftur á næstu leiktíð. - ktd Grindavík án Petrúnellu PETRÚNELLA SKÚLADÓTTIR Ein sú besta í deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið fer ekki vel af stað í undan- keppni HM 2015 en það er erfitt að sjá fyrir sér að stelpurnar mæti sterkara liði en því svissneska sem yfirspilaði íslenska liðið í gær. Íslensku stelpurnar réðu ekkert við hápressu Sviss eða hina frá- bæru Ramonu Bachmann sem fór afar illa með íslensku varnarlín- una allan leikinn. „Ég hálfvorkenndi fremstu mönnum okkar því þetta var rosa- lega erfitt fyrir þær. Við þurfum að styrkja okkar leik í stuttu spili til þess að verða betra lið. Langir boltar eru ekki að gera mikið fyrir okkur. Það er nóg eftir og þær munu misstíga sig,“ sagði Freyr Alexandersson. Sviss átti alltaf að geta skorað mörk en veikleikarnir áttu að liggja í varnarleiknum. Það reyndi bara aldrei almennilega á varnar- línu Svisslendinga því hápressan sá til þess að íslensku stelpurnar náðu aldrei að spila boltanum upp völlinn af einhverju viti. „Þær eru snarpari, sterkari og ákveðnari en við í öllum að- gerðum. Þetta var bara erfitt og við vorum bara undir í öllu í dag. Þær voru miklu betri og áttu sigurinn skilinn. Þær minna mig svolítið á Frakkland á sínum tíma þegar þær voru að koma upp. Þetta er lið sem á eftir að ná rosalega langt,“ sagði Margrét Lára Viðars- dóttir eftir leikinn Ramona Bachmann skoraði fyrsta markið strax á 9. mínútu leiksins eftir frábæran sprett milli tveggja varnarmanna íslenska liðsins. „Það kannski svíður mest að Ramona komst í taktinn sinn. Það vissu allir í okkar liði hversu góð hún er og þá verðum við að sjá til þess að hún komist ekki í þennan gír,“ sagði Freyr. Seinna markið kom úr vítaspyrnu en í aðdragandanum hafði Ramona Bachmann galopnað íslensku vörn- ina í enn eitt skiptið. „Það er nóg eftir enn þá og ég held að þetta verði rosalega opinn riðill. Þetta tap þýðir að við erum búnar að misstíga okkur einu sinni og erum komnar upp við vegg. Við verðum að klára rest,“ sagði Mar- grét Lára. ooj@frettabladid.is Senuþjófur í Dalnum Frumsýning Freys Alexanderssonar með íslenska kvennalandsliðið í fótbolta snerist upp í sýningu hinnar frábæru Ramonu Bachmann sem fór fyrir Sviss í öruggum 2-0 sigri í Laugardalnum í gær. Katrín var því ekki kvödd með sigri. KVEÐJUSTUND Katrín Jónsdóttir gaf allt sem hún átti í sinn síðasta landsleik. Því miður dugði það ekki til. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPORT FRAMMISTAÐA LEIKMANNA GUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR 5 Átti að gera betur í fyrsta markinu en varði nokkrum sinnum vel í seinni hálfleik. ANNA MARÍA BALDURSDÓTTIR 5 Komst allt í lagi frá fyrsta landsleiknum, lét finna fyrir sér og hélt Önu Mariu Crnogorcevic í skefjum. GLÓDÍS PERLA VIGGÓSDÓTTIR 5 Þrátt fyrir að fá á sig vítaspyrnu var hún traust og gerði ekki mörg mistök undir stöðugri pressu. KATRÍN JÓNSDÓTTIR 4 Lenti oft í vandræðum með eldfljóta og leikna sóknarmenn Sviss. ÓLÍNA G. VIÐARSDÓTTIR 3 Var lengstum í vandræðum og spilaði auk þess boltanum illa frá sér. DAGNÝ BRYNJARSDÓTTIR 5 Traustasti miðjumaður liðsins, vann vel og hélt stöðunni vel. SARA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR 4 Náði sér ekki á strik og varð undir í baráttunni inni á miðjunni sem er eitthvað sem maður sér ekki á hverjum degi. DÓRA MARÍA LÁRUSDÓTTIR 3 Komst lítið áfram í að byggja upp spila enda gekk henni illa að halda boltanum. Fór líka út á kanti og niður í bakvörð. HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR 3 Var langt frá sínu besta og skapaði nánast ekkert hægra megin. Var heppin að fá ekki tvö gul spjöld. HALLBERA G. GÍSLADÓTTIR 4 Komst lítið inn í leikinn í nýrri stöðu á kantinum. MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR 3 Týnd nær allan leikinn enda fékk hún litla sem enga þjónustu. Mörkin: 0-1 Ramona Bachmann (9.), 0-2 Lara Dickermann, víti (54.) Skot (á mark): 4-19 (1-11) Horn: 4-10 Varin skot: Guðbjörg 9 - Thalmann 1 Aukaspyrnur: 14-16 Rangstöður: 0-4 Laugardals- völlur Bibiana Steinhaus (8) 0-2 FH - VALUR 24-21 FH - Mörk (skot): Magnús Óli Magnússon 7 (13), Sigurður Ágústsson 4 (4), Benedikt Reynir Krist- insson 3 (6), Ragnar Jóhannsson 3 (7), Einar Rafn Eiðsson 3 (9/2), Ísak Rafnsson 2 (2), Andri Berg Haraldsson 1 (3), Ásbjörn Friðriksson 1/1 (3/1), Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 20/1 (41/4, 49%), 1 (1, 100%) Valur - Mörk (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 6 (10), Finnur Ingi Stefánsson 3/2 (9/3), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Ægir Hrafn Jónsson 2 (3), Sveinn Aron Sveinsson 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (7), Atli Már Báruson 1 (2), Vignir Stefánsson 1 (3), Þorgrímur Smári Ólafsson 1 (3), Elvar Friðriksson 1/1 (4/2), Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 15/2 (33/3, 45%), Hlynur Morthens 6 (12, 50%) FRAM - HK 29-23 Fram - Mörk (skot): Garðar B. Sigurjónsson 5/2 (9/3), Sigurður Örn Þorsteinsson 5 (10), Ólafur Magnússon 4 (4), Sveinn Þorgeirsson 4 (5), Stefán Baldvin Stefánsson 4 (7), Sigfús Páll Sigfússon 3 (4), Stefán Darri Þórsson 3/1 (5/2), Arnar Freyr Ársælsson 1 (1), Varin skot: Steffan Nielsen 21/1 (43/3, 49%), Svavar Már Ólafsson 1/1 (2/2, 50%), HK - Mörk (skot): Leó Snær Pétursson 6 (9), Daníel Berg Grétarsson 3/1 (4/1), Sigurður Már Guðmundsson 3 (7), Atli Karl Bachmann 3 (9), Davíð Ágústsson 2 (2), Ólafur Víðir Ólafsson 2/2 (4/2), Tryggvi Þór Tryggvason 1 (1), Garðar Svansson 1 (2), Óðinn Þór Ríkharðsson 1 (2/1), Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1 (6/1), Eyþór Már Magnússon (1), Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 9/1 (36/4, 25%), Helgi Hlynsson 1 (3, 33%), OLÍS-DEILD KARLA ÚRSLIT LAGERHREINSUN Á ARINELDSTÆÐUM EINUNGIS 3 VERÐ! 19.900,- 29.900,- 39.900,- Smiðjuvegi 2 Kópavogi Sími 544 2121 www.rumgott.is Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 SÉRHÆFUM OKKUR Í SMÍÐI Á HEILSURÚMUM FRÍ LEGUGREINING OG FAGLEG RÁÐGJÖF Kyn nin gar ver ð Ítölsk hönnun hágæða sófasett 20- 50% AFS LÁT TU R AF ÖLL UM HE ILS UR ÚM UM Frí heimsending á hjónarúmum eða tökum gamla rúmið upp í nýtt!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.