Fréttablaðið - 27.09.2013, Síða 62

Fréttablaðið - 27.09.2013, Síða 62
27. september 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34 „Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að leigja Höllina, birta allar þessar auglýsingar og hafa allan þennan tækjabúnað sem til þarf. Markmiðið er að gera þetta vel, þannig að öllum líði vel,“ segir Ragnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Hátíðar vonar. Aðalpredikari trúarhátíðarinnar verður Franklin Graham, sem er þekktur fyrir andstöðu sína gegn sýnileika samkynhneigðra í fjöl- miðlum, hjónaböndum samkyn- hneigðra og íslamstrú. Mikil auglýsingaherferð hefur staðið yfir í fjölmiðlum og á strætis vagnaskýlum til að kynna hátíðina, sem verður haldin í Laugar dalshöll á morgun og sunnudag. Aðspurður hver borgar brúsann segir Ragnar að pening- arnir komi úr ýmsum áttum. „Hluti af þessu er greiddur af kirkjum og einstaklingum hér innanlands og hluti af samtökum Billys Graham [hins heimsfræga sjónvarpspredikara og föður Franklins Graham]. Ég veit ekki endanlega fjárhagsáætlun. Fjár- málin verða lögð á borðið þegar þetta er allt búið og uppgert,“ segir hann en reiknar með að kristni- boðssamtök Billys Graham greiði meira en helming kostnaðarins. Telja má líklegt að heildarkostn- aður nemi tugum milljóna króna. Auk leigu Laugardalshallar, tækja- búnaðar og greiðslu fyrir auglýs- ingar kemur hingað tólf manna hljómsveit frá Bandaríkjunum með Franklin Graham. Ókeypis er inn á hátíðina og verða þrjú þúsund sæti í boði í Höllinni. „Þetta er kristileg sam- koma og þær eru yfirleitt ókeypis. Við viljum ekki að fjármagn standi í vegi fyrir neinum að koma og njóta þess sem er í boði,“ segir Ragnar. freyr@frettabladid.is Billy Graham eyðir stórfé í Hátíð vonar Samtök predikarans fræga Billy Graham borga milljónir vegna Hátíðar vonar. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hátíðar vonar, býst við góðri mætingu í Höllina um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Samtökin ´78 ætla að halda eigin mannréttindahátíð í Þróttarheimilinu, rétt hjá Laugardalshöll, milli klukkan 17 og 18 á laugardaginn. Hátíðin heitir Glæstar vonir. Séra Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Guðríðarkirkju, og Sigurður Hólm Gunnarsson frá Siðmennt stíga í pontu, auk þess sem tónlistaratriði verða í boði. „Hátíðin er haldin til að leggja áherslu á að mannréttindi, jafnrétti og mannleg reisn hverrar manneskju séu ofan á í okkar samfélagi. Við gerum þetta á okkar eigin forsendum en tímasetningin er engin tilviljun,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna. „Ég hvet fólk ein- dregið til að mæta og sýna að í okkar samfélagi sé jafn- rétti og sömu mannréttindi fyrir allt fólk efst á dagskrá.“ Friðsamleg mótmæli hafa einnig verið skipulögð fyrir utan Laugardalshöll vegna þátttöku Franklins Graham í Hátíð vonar. Samtökin ´78 standa ekki fyrir þeim. Samtökin ´78 í Þróttarheimilinu „Þetta er pínulítil stuttmynd sem var undirbúin í algjöru brjálæði á fjórum dögum. Tökurnar tóku tvo daga og myndin kostaði ekki krónu,“ segir sjónvarps- og kvik- myndagerðarkonan Elsa María Jakobsdóttir um heimildar- myndina Megaphone. Myndin, sem er leikin heimildarmynd, verður frumsýnd á RIFF í dag. Megaphone er fyrsta leikna myndin sem Elsa leikstýrir og fóru tökur fram í október á síð- asta ári. Með aðalhlutverk fara Salóme Rannveig Gunnars dóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson. Einnig fer leikarinn Damon Youn- ger með aukahlutverk í myndinni. Spurð út í myndina, segir Elsa að hún sé Reykjavíkursaga og svefn- herbergisdrama sem fjallar um einnar nætur gaman sem fer inn á grátt svæði þar sem tveir aðilar eiga ólíkar upplifanir. „Þetta er saga sem ég veit að margar konur og karlar sem hafa séð myndina tengja við á óþægilegan og ónota- legan hátt. Ég hef mikinn áhuga á að segja sögur kvenna og þá sér- staklega frá þeirra upplifunum af kynlífi,“ útskýrir hún. Kvikmyndatökumaðurinn Árni Filippusson, sem tók meðal ann- ars upp íslensku þættina Fanga- vaktina, sá um tökur og segir Elsa að það hafi verið nauðsyn- legt að hafa einhvern reyndan með á setti. „Ég vildi vinna með Árna og fá hann til þess að skjóta myndina. Hlutirnir æxluðust svo þannig að Árni lét mig vita að hann væri tilbúinn í tökur og við byrjuðum fjórum dögum síðar. Þetta gekk eins og í sögu og lítið mál var að manna myndina, enda vilja allir vinna með rokkstjörnu eins og Árna,“ segir Elsa María og hlær. Megaphone hefur fengið frá- bærar viðtökur og hefur hún verið valin til sýninga á International Film Festival í Helsinki og á Upp- sala International Short Film Festi- val. „Það er rosalegur heiður að mynd sem tók svona stuttan tíma í vinnslu, komist að á jafn virtum hátíðum og þessar tvær eru,“ segir Elsa að lokum. - áo Svefnherbergisdrama í Reykjavík Elsa María Jakobsdóttir frumsýnir stuttmyndina Megaphone á kvikmyndahátíðinni RIFF í dag. FRUMSÝNIR Á RIFF Elsa María Jakobsdóttir frumsýnir sína fyrstu leiknu mynd á kvikmyndahátíðinni RIFF í dag. MYND/ÞORBJÖRN INGASON „Ég er að vinna núna um helgina í Te og kaffi. Ég er með nóg af verk- efnum sem ég þarf að byrja á eða ljúka um helgina fyrir skólann og svo er ég að undirbúa myndatöku þar sem ég verð að farða. En ég ætla þó að leyfa mér að hafa rólegt og kósý með kærastanum líka.“ Ástrós Erla Benediktsdóttir, förðunarfræð- ingur og nemi. HELGIN „Okkur var bara boðið að gera þetta og okkur þótti þetta mjög spennandi,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona hljómsveit- arinnar Of Monsters And Men. Nýtt lag sveit- arinnar, Silhouettes, mun hljóma í kvikmynd- inni The Hunger Games: Catching Fire sem frumsýnd verður á Íslandi í nóvember. „Við tókum lagið upp í stúdíói í Tennes- see í Bandaríkjunum þegar við vorum þar í sumar og aðstandendur myndarinnar voru mjög hrifnir af því. Þetta er mikill heiður fyrir okkur og ein af mínum uppáhalds hljóm- sveitum, The National, er einmitt líka með lag í myndinni, ásamt Coldplay,“ segir Nanna Bryndís. Upptökustjórinn Jacquire King rekur hljóð- verið sem lagið var tekið upp í, en hann var einnig upptökustjóri á bandarísku útgáfu plöt- unnar My Head Is an Animal, sem er fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar. Meðlimir Of Monsters and Men eru í fríi um þessar mundir eftir langt og strangt tónleikaferðalag um heiminn. „Við erum í fríi núna og erum í raun öll í sitt hvoru horninu. Það var kominn tími á smá pásu. Það er skrítið þurfa ekki að fara eftir einhverju plani alla daga og allt einu getur maður fengið að sofa út,“ segir Nanna Bryndís. Ekki hefur verið ákveðið hvort Silhouettes verði á næstu plötu sveitarinnar. - glp OMAM með lag í The Hunger Games 2 Nýtt lag með hljómsveitinni Of Monsters and Men mun hljóma í stórmyndinni The Hunger Games 2. NÝTT LAG Hljómsveitin Of Monsters And Men eiga lag í The Hunger Games 2. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.