Fréttablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR JÓLAHLAÐBORÐÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2013 Kynningarblað Matur, skemmtiatriði, borðsiðir og uppskriftir. Haldið í hefðirnar á Satt Restaurant. MYND/ICELANDAIR HOTELS Satt Restaurant á Icelandair hótelReykjavík Natura. „Við höldum fast í hefðirnar á Satt Restaurant enda áralöng hefð fyrir jólahlaðborði hér á hótelinu. Þetta eru þriðju jólin okkar síðan við tókum við rekstrinum og við byggjum á því gamla og góða en þó með nýjum áherslum. Við skiptum hlaðborðunum okkar niður og bjóðum meðal annars upp á síldarborð, hangikjötsborð, heilsuborð, eftirrétta borð og svo framvegis. Salur- inn er skreyttur með íslenskum jurtum og viði úr norðlenskri náttúru en Laufey Skúladóttir frá Stóru- Tjörnum sér um skreytingarnar fyrir okkur,“ segir Hrafnhildur Steindórsdóttir, veitingastjóri á Satt Restaurant á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Jólahlaðborðin hefjast fimmtudaginn 14. nóvem- ber og verða öll fimmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöld og svo alla daga fram að jólum frá 5. des- ember. Hádegisjólahlaðborð er einnig á sínum stað. „Gestirnir okkar koma ár eftir ár og bóka yfirleitt strax aftur fyrir næsta ár. Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona syngur fyrir gesti eins og hún hefur gert undanfarin ár og á sunnudögum fáum við jólasvein í heimsókn í hádeginu. Það er eitthvað fyrir alla fjölskylduna hér á Satt,“ segir Hrafnhildur. Borðapantanir: 444 4050 – allar nánari upplýsingar: www.sattrestaurant.isJólin á Icelandair Hotels Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á jólahlaðborðum veitingastaða Icelandair Hotels. Á Slippbarnum eru farnar óhefðbundnar leiðir á meðan gamalgrónar hefðir fá að njóta sín á veitingastaðnum Satt. Í hátíðarsal Hilton er boðið upp á glæ il jólakræsingar með nýjum og skem il Jóladýrðin á Hil BAKAÐUR HVÍTLAUKUR Hvítlaukur er afar hollur. Sérstaklega er gott að baka hann og smyrja ofan á brauð eða setja rifinn út í sósur. Toppurinn er skorinn af og hvítlaukurinn vættur með ólífuolíu, síðan settur í álpappír og bakaður í 35 mínútur við 200 gráður. Með NORÐURKRILL fæst ein-stakur árangur til að auka ein-beitingu og byggja upp hjarta-, æða- og ónæmiskerfið fyrir veturinn. NORÐURKRILL er hrein, óunnin nátt-úruleg afurð sem unnin er úr smá- fisknum krill eða ljósátu. Krill er veitt í Suðurskautshafinu. Það inniheldur náttúrulega andoxunarefnið axtas- antin og er með viðbættu D-vítamíni. Það sem gerir krillolíuna frá NORÐUR-KRILLi einstaka og í leiðinni öfluga er að fitukeð urnar í krillinu eru fosfólípíð sem eru einstaklega auðupptakanleg fyrir líkamann og því mjög áhrifaríkar. Samkvæmt rannsóknum hefur inntaka á ómega 3-fitusýrum sýnt fram á ótal h l ur þáttur í að viðhald h ilb i ð NORÐURKRILL E RÍKT AF ÓMEGA 3 GENGUR VEL KYNNIR Óteljandi heilsufarsávinningar verða með inntöku á krillolíu, einni hreinustu uppsprettunni af ómega 3-fitusýrum úr sjávarríkinu Nú er einstakt tækifæri til að tryggja sér þetta frábæra efni á 2 fyrir 1 tilboði. NÝKOMINN AFTUR ! Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. Laugardag Nú opið frá kl 10-14 teg 12962 - glæsilegur í 80-100CDE skálum á kr. 5.800,- buxur við kr. 1.995,- ÞRIÐJUDAGUR 15. O KTÓBER 2013 BÍLAR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 12 3 SÉRBLÖÐ Fólk | Bílar | Jólahlaðborð Sími: 512 5000 15. október 2013 242. tölublað 13. árgangur MENNING Söngvararnir Unnsteinn Manuel og Högni Egilsson eru í einka- þjálfun í Laugum. 26 SPORT Guðmundur Guðmundsson var í gær ráðinn landsliðsþjálfari Dana. Ætlar sér stóra hluti. 22 Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200 Peysa Kr. 5.490.- SKOÐUN Teitur Guðmundsson skrifar um mataræði, öfgar og sölu- mennsku. 13 Íslenska karlalandsliðið mætir Norðmönnum og á möguleika á að komast í umspil um sæti á HM: Mikilvægasti leikur landsliðsins frá upphafi FÓTBOLTI „Fyrir mig sem Íslending er þetta örugglega mest spennandi og mikilvægasti leikur sem við höfum spilað í sögunni. Ísland hefur aldrei átt góða möguleika á að komast á HM eða EM. Þetta er frábært tækifæri til að brjóta ísinn og komast í umspil,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Hafnfirðingurinn sparkvissi verður í eldlínunni í kvöld þegar íslenska landsliðið sækir Norðmenn heim í lokaleik sínum í E-riðli undankeppni heimsmeistara- mótsins. Sigur tryggir liðinu sæti í umspils- leikjum sem fram fara um miðjan nóvember en svo langt hefur íslenskt karlalandslið aldrei náð. Gylfi, sem leikur með Tottenham, segir liðs- félaga sína hjá enska úrvalsdeildarliðinu eiga erfitt með að trúa velgengni svo fámennrar þjóðar. Velti þeir raunar fyrir sér hvort leyfi- legt sé að 300 þúsund manna þjóð spili í loka- keppni heimsmeistaramótsins. Gylfi hefur ítrekað dregið vagninn í mikil- vægum leikjum íslenska liðsins á útivelli og verður vafalítið í stóru hlutverki í kvöld. Hann segir reynsluboltann Eið Smára Guðjohnsen vera orðinn gjafmildari með árunum og segir það hafa verið draum sinn að spila á HM allt frá því hann var lítill krakki. - ktd / sjá síður 22-23 GAMAN ÞEGAR VEL GENGUR Leikmenn íslenska landsliðsins eiga færi á að komast í umspil um sæti í lokakeppni HM. Strákarnir skemmtu sér vel á æfingu liðsins í Ósló í gær og vonandi fá þeir tækifæri til að brosa á sama stað í kvöld þegar alvaran tekur við. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ORKUMÁL Carbon Recycling Inter- national (CRI) þrefaldar strax á næsta ári framleiðslugetu sína á metanóli með stækkun verksmiðju fyrirtækisins við Svartsengi. Fyrir- tækið framleiðir eldsneyti úr koltví- sýringi. Nú framleiðir CRI 1,7 milljónir lítra á ári en um mitt næsta ár verð- ur framleiðslan 5,1 milljón lítra. Í bandaríska stórblaðinu Wall Street Journal var á fimmtudag fjallað um kosti metanóls sem orku- gjafa í samhengi við framtíðar- skuldbindingar Bandaríkjanna um takmörkun á losun gróðurhúsaloft- tegunda. Þar halda á penna George Olah, Nóbelsverðlaunahafi í efna- fræði sem hefur sinnt ráðgjafa- störfum fyrir CRI, og Chris Cox, fyrrverandi fulltrúadeildarþing- maður og stjórnarformaður verð- bréfa- og kaupþingsnefndar BNA (SEC). Þeir Olah og Cox komast að þeirri niðurstöðu að CRI hafi þegar sýnt fram á tæknilega og viðskiptalega hagkvæmni þess að fanga koltvísýr- ing frá iðnaðarútblæstri og breyta honum í vistvænt eldsneyti og að fyrirtækið sé leiðandi í heiminum. - shá / sjá síðu 4 Þrefalda framleiðslu á íslensku eldsneyti Carbon Reycycling eykur framleiðslu metanóls úr koltvísýringi úr 1,7 milljónum í 5,1 milljón lítra á ári. Wall Street Journal fjallar um tækni og viðskiptamódel CRI. Bolungarvík 6° A 3 Akureyri 5° A 2 Egilsstaðir 6° SA 2 Kirkjubæjarkl. 7° A 3 Reykjavík 8° A 4 HÆGUR VINDUR Í dag verður hæg austlæg átt og léttskýjað en skýjað og sums staðar þoka eystra. Hiti 4-10 stig. 4 HEILBRIGÐISMÁL „Þeir sem mæta ekki með börnin í bólusetningu bera ábyrgð á því ef hér breið- ast út sjúkdómar,“ segir Margrét Guðnadóttir veirufræðingur, sem kveður fólk vilja gera það besta fyrir börnin sín. Vandamálið sé því ónóg fræðsla - ebg / sjá síðu 10 Viðvörun frá veirufræðingi: Bólusetjið börn Ekki undrandi Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er ekki undrandi á því að flestir séu andvígir því að trúfélög fái ókeypis lóðir. 6 Drekka eins og foreldrarnir Drykkjusiðir mömmu og pabba hafa meiri áhrif á unglinga en hegðun vinahópsins. 2 Í skárra fangelsi Íslendingur í Argentínu er kominn í skaplegar aðstæður í fangelsi fyrir útlendinga. 6 Íranar til viðræðna Íranar mæta í dag til fundarhalda með fulltrúum sex ríkja, þar sem reynt verður að komast að niðurstöðu um kjarnorku- áætlun Írans. 8 ➜ Á teikniborði CRI að byggja tífalt stærri verksmiðju á Reykjanesi en nú er starfrækt við Svartsengi. ➜ Markaður fyrir endur- nýjanlegt fljótandi eldsneyti í Evrópu er talinn munu tvöfaldast fyrir árið 2020.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.