Fréttablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 8
15. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Skráðu þig á advania.is/win8 Ókeypis örnámskeið Windows 8umum TOK 2014Ný útgáfa af TOK bókhaldskerfinu, TOK 2014 er væntanleg um næstu mánaðarmót þar sem helsta nýjungin er móaka og sending rafrænna reikninga. Af þessu tilefni höldum við morgunverðarfund um nýja virkni í TOK bókhaldskerfinu og hvernig nýta má hana sem best. Í lokin allar Ingrid Kuhlman frá Þekkingarmiðlun um jákvæð og neikvæð samskipti. Staður og stund: Föstudagur 18. október, kl. 8.30-10.00 í höfuðstöðvum Advania, Guðrúnartúni 10. Húsið opnar kl. 8 með ljúffengum morgunverði að hæi hússins. Skráning á advania.is/fundir Spennandi morgunverðarfundur www.saft.is KENNDU BARNINU ÞÍNU AÐ SKOÐA EFNI Á NETINU MEÐ GAGNRÝNUM HÆTTI AUSTURRÍKI, AP Hófleg bjartsýni ríkir á að viðræður Írana við full- trúa sex ríkja, sem hefjast í Vín- arborg í dag, muni skila árangri. Viðræðurnar munu snúast um kjarnorkuáætlun Írans. Sex ríkja hópurinn vill helst að Íranar hætti allri kjarnorkuvinnslu, eða að minnsta kosti þeim hlutum kjarn- orkuáætlunarinnar sem hugsan- lega gætu nýst Írönum til þess að búa til kjarnorkuvopn. Íranar halda hins vegar fast í þann rétt sinn að fá að stunda kjarnorkuvinnslu áfram í friðsam- legum tilgangi – nefnilega til þess að útvega landsmönnum orku. Írönsk stjórnvöld hafa undan- farin ár, undir forystu Mahmúds Ahmadínedjads forseta, verið ófáan leg til þess að ræða eftirgjöf en nýr forseti tók við í sumar og síðan hefur kveðið við annan tón. Nýi forsetinn, Hassan Rúhaní, ræddi fyrir fáum vikum símleiðis við Barack Obama Bandaríkjafor- seta. Það var í fyrsta sinn sem leið- togar þjóðanna tveggja hafa skipst á orðum í meira en þrjátíu ár. Fáir búast reyndar við því að viðræðurnar í dag og á morgun skili samkomulagi sem báðir aðil- ar geti sætt sig við. Það eitt að við- ræðurnar séu hafnar með form- legum hætti verður þó að teljast mikill árangur. Þokist eitthvað í áttina fer væntanlega allt púður úr þrálátu tali um stríð Ísraels og jafnvel Bandaríkjanna við Íran. Ísraelsk stjórnvöld hafa síðustu vikurnar ítrekað reynt að vara við því að ekkert sé að marka sátta- tal nýja Íransforsetans. Íranar séu eftir sem áður mikil ógn við öryggi Ísraels og heimsbyggðar- innar allrar. gudsteinn@frettabladid.is Íranar mæta til viðræðna Íranar mæta í dag til tveggja daga fundarhalda með fulltrúum sex ríkja, þar sem reynt verður að komast að einhverri niðurstöðu um kjarnorkuáætlun Írans. Bandaríkin, Rússland, Kína, Bretland, Frakk- land og Þýskaland eiga auk Írans fulltrúa á fundunum, sem hefj- ast í Vínarborg í dag. Sex ríkja hópurinn er gjarnan nefndur P5+1 vegna þess að þetta eru fastaríkin fimm í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna auk Þýskalands. Evrópu- sambandsríkin tala hins vegar stundum um E3-3, vegna þess að í ríkjahópnum eru þrjú Evrópusambandsríki og þrjú önnur ríki. Það er Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúi Evrópusam- bandsins, sem stjórnar viðræðunum. Ríkin sex KJARNORKUVER Í ÍRAN Umdeildasta atriðið er auðgun úrans, sem Íranar hafa stundað í nokkur ár Bandaríkjamönnum og Ísraelum til skelfingar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FYRSTU VIÐRÆÐUR Utanríkisráðherrar Írans og Bandaríkjanna á fundi með fulltrúum fastaríkjanna í öryggisráði SÞ í síðasta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.