Fréttablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 48
FRÉTTIR AF FÓLKI Mest lesið 1 Bílpróf boðin út eft ir áratug hjá Frumherja 2 Hoppandi vitlaus ferðamaður 3 Guðmundur: Ég er mjög stoltur í dag 4 Barist um athygli Eiðs Smára 5 Breskur karlmaður handtekinn í máli Madeleine McCann 6 Frelsið er yndislegt VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Erna Bergmann á von á barni Erna Bergmann, fatahönnuður og stílisti, á von á sínu fyrsta barni næsta vor. Erna er kannski hvað best þekkt úr sjónvarpi en hún annaðist þáttinn Monitor, ásamt Atla Fannari Bjarkasyni. Erna gat sér einnig gott orð sem annar tveggja stjórnenda sjónvarpsþáttarins Bak við böndin, sem hún hafði umsjón með ásamt Ellen Loftsdóttur. Barnsfaðir Ernu og unnusti er tón- listarmaðurinn Birgir Ísleifur Gunnarsson í hljómsveitinni Motion Boys. Birgir Ís- leifur á fyrir tvo drengi með framkvæmda- stýru Besta flokksins og fyrrverandi aðstoðar- konu Jóns Gnarr, Heiðu Kristínu Helgadóttur. - ósk Gefur út nýja plötu Emmsjé Gauti kláraði nýlega upp- tökur á nýrri plötu sem hann mun gefa út í nóvember ásamt útgáfu- fyrirtækinu Red Lights. Platan ber heitið Þeyr en með Gauta spila Skytturnar auk þess sem bræðurnir Logi Pedro og Unnsteinn úr Retro Stefson spila nokkur lög. Platan var að mestu unnin á Íslandi en einnig í Svíþjóð og Danmörku. Það er í nógu að snúast hjá Gauta þessa dagana en á föstudaginn munu hann og Úlfur Úlfur spila í Hörpu við undirspil hljóm- sveitar- innar Agent Fresco. - eh

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.