Fréttablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 201310
Áður en haldið er á jólahlaðborð er gaman fyrir vinahópa að
hittast og deila jólalegum drykk. Þessi jólalega trönuberja- og
viskíbolla er fersk og falleg. Uppskriftin er fyrir átta.
1 bolli vatn
¾ bolli sykur
2 8 cm ræmur af ferskum appelsínuberki
1 bolli fersk trönuber, auk nokkurra til skreytinga
1 bolli viskí
8 greinar af ferskri mintu
Hitið vatn, sykur og appelsínubörk að suðu. Bætið trönu-
berjum við og sjóðið í tvær til þrjár mínútur þar til trönuberin
springa en halda enn lögun sinni. Takið af hitanum og kælið að
stofuhita. Setjið í ísskáp og kælið enn frekar. Hægt er að geyma
blönduna í allt að viku.
Sigtið trönuberin frá og hendið hratinu. Blandið viskíinu í sír-
ópið. Takið átta tannstöngla og stingið þremur ferskum trönu-
berjum á hvern þeirra. Fyllið átta glös með muldum ís. Skiptið
blöndunni jafnt milli glas-
anna og skreytið
með trönuberja-
spjótunum
og mintu-
laufum.
Hressandi jólabolla
Fínu borðhaldi fylgja fleiri en ein hnífa-pör; oftast tveir gafflar vinstra megin við diskinn, tvær skeiðar ofan við disk-
inn og tveir hnífar hægra megin. Hvern-
ig á svo að bera sig að? Almenna reglan er
sú að vinna sig inn að diskinum með því að
nota fyrst hnífapörin sem liggja yst. Setjið
hóflega bita á gaffalinn og leggið frá ykkur
hnífapörin á milli munnbita. Setjið þá hnífa-
pörin inn á diskinn en aldrei aftur á borð-
ið né til hálfs á diskinn og borðið. Gerið rétt
og krossið saman hnífi og gaffli eða krækið
þeim saman sem einu. Það gefur þjóninum
skilaboð um að þið séuð ekki hætt að borða.
Að máltíð lokinni skal leggja hníf og gaffal
lóðrétt saman á miðju disksins. Gaffaltein-
ar eiga að snúa upp og hnífsblaðið að snúa í
átt að gafflinum.
Ávallt skal borða með bæði hnífi og gaffli
og aldrei skera matinn fyrst í bita til að borða
eingöngu með gafflinum. Á meðan á máltíð
stendur eiga gaffalteinarnir að snúa niður og
nota skal hníf fyrir erfiðan mat eins og baun-
ir til að kremja þær undir fremsta hluta gaff-
alsins. Gaffall er ekki ausa og óviðeigandi er
að nota hann sem slíkan. Takið aldrei upp
hnífapör sem detta í gólf. Þjónn kemur með
ný og hrein hnífapör í staðinn.
Þegar súpa er snædd verður súpuskálin
að vera á borðinu. Aldrei er viðeigandi að
lyfta henni né drekka af barmi hennar. Lyft-
ið súpuskeiðinni að munni og drekkið pent
frá skeiðarbrún. Ekki má setja alla skeiðina
í munninn og alls ekki sötra.
Munnþurrkur eru til þess eins að klappa
lauslega yfir munn. Þurrkið ykkur því aldrei
af ákafa um munninn með munnþurrku.
Setjið munnþurrkuna á hnén og gætið þess
að setja hana aldrei ofan í hálsmálið. Slíkt
þykir fádæma dónaskapur.
Þurfi óvænt að standa upp frá máltíðinni
áður en borðhaldi er lokið skal setja munn-
þurrkuna í stólinn. Það segir þjóninum að
gesturinn komi aftur. Leggið hvorki mat né
annað á munnþurrkuna á meðan á borð-
haldi stendur. Að máltíð lokinni skal setja
munnþurrkuna snyrtilega vinstra megin
við diskinn.
Góðir borðsiðir
kóróna borðhaldið
Kanntu góða borðsiði? Uppdekkað veisluborð og margir réttir rugla
marga í ríminu og stundum er erfitt að átta sig á hvað skal gera við öll
hnífapörin og stífpressuðu munnþurrkuna. Þá er tilvalið að renna yfir
stutta upprifjun á góðum borðsiðum og slá í gegn sem vel uppalinn
heimsborgari við veisluborðið.
Góðir borðsiðir felast í hófsemi og réttri umgengni við veisluborðið.
Ávallt skal borða með bæði hnífi
og gaffli og aldrei skera matinn
fyrst í bita til að borða eingöngu
með gafflinum.
V lk i á
í hjarta
e om n
STÓRGLÆSILEGT
JÓLAHLAÐBORÐ
Einstaklega glæsilegt og býður upp
á „allt sem hugurinn girnist“!
Borðapantanir í 551 7759
kemur þér í jólaskapið
Reykjavíkur
EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON
Kr. 8.900
Missið ekki af einstakri upp lifun
og pantið borð í tíma.