Fréttablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 4
15. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
5.000 Íslendingar eru með sykursýki
og þurfa um 500 þeirra að sprauta
sig með insúlíni daglega.
Árlega eru um 4.000 komur á
sykursýkisgöngudeild fullorðinna á
Landspítalanum.
Heimild: Landspítalinn
LEIÐRÉTT
Vegna dóms Jónasar Sen um tónleika
í Háteigskirkju vill Listafélag Háteigs-
kirkju koma eftirfarandi á framfæri:
Tónleikaröðin heitir fullu nafni „Á
ljúfum nótum í Háteigskirkju“ og er
eingöngu á föstudögum frá klukkan
12 til 12.30. ÁLN er hluti af mun
stærri dagskrá sem kallast „Tónleika-
dagskrá Listafélags Háteigskirkju“.
ORKUMÁL Carbon Recycling Inter-
national (CRI) vinnur nú að stækkun
verksmiðju sinnar við jarðvarma-
virkjun HS Orku við Svartsengi og
ætlar að þrefalda framleiðslugetu
sína á metanóli fyrir mitt næsta ár.
Í bandaríska stórblaðinu Wall
Street Journal er fjallað um kosti
metanóls sem orkugjafa í sam-
hengi við framtíðarskuldbinding-
ar Bandaríkjanna um takmörkun á
losun gróðurhúsalofttegunda. Þar
er CRI sérstaklega nefnt sem dæmi
um hvað sé mögulegt og æskilegt,
enda leiðandi fyrirtæki í heiminum
á þessu sviði.
Ólafur E. Jóhannsson, upplýsinga-
fulltrúi CRI, segir að framkvæmd-
ir standi nú yfir við verksmiðjuna í
Svartsengi. Nú séu framleiddir 1,7
milljón lítrar á ári en um mitt næsta
ár verður framleiðslan 5,1 milljón
lítra.
Fjallað er um tæknina sem
CRI notar til að framleiða elds-
neyti úr koltvísýringi í stórblaðinu
Wall Street Journal á fimmtudag.
Þar halda á penna George Olah,
Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði,
og Chris Cox, fyrrverandi þingmað-
ur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings
og stjórnarformaður verðbréfa- og
kaupþingsnefndar Bandaríkjanna
(SEC). Olah hefur sinnt ráðgjafa-
störfum fyrir CRI.
Tilefni skrifanna er stefnu-
mörkun bandarískra stjórnvalda
um hvernig má draga úr útblæstri
gróðurhúsalofttegunda. Í greininni
er útskýrt hvernig framleiðendur í
Bandaríkjunum votta bíla til notk-
unar með blöndu bensíns og etanóls,
sem unnið er úr korni. Etanól hafi
rutt öllum öðrum íblöndunarefnum
í bensín úr vegi á grundvelli þrýst-
ings frá kornbændum. Þingmenn
geti brugðist við með því að sam-
þykkja fyrirliggjandi frumvarp sem
yrði þess valdandi að t.d. metanól,
jarðgas og lífdísill myndu keppa á
sama grunni og etanól án landbún-
aðarstyrkja.
Þeir Olah og Cox komast að þeirri
niðurstöðu að CRI hafi þegar sýnt
fram á tæknilega og viðskiptalega
hagkvæmni þess að fanga útblástur-
inn og breyta honum í eldsneyti og
fyrirtækið sé í forystu á þessu sviði
í heiminum.
Þeir benda á að metanólblandað
bensín sé notað í milljónir bíla í Evr-
ópu og Bandaríkin séu langt á eftir í
þeirri þróun vegna fyrrnefnds laga-
umhverfis. svavar@frettabladid.is
Þrefalda framleiðslu
metanóls á næsta ári
Carbon Reycycling International mun framleiða 5,1 milljón lítra af metanóli þegar
stækkun verksmiðju við Svartsengi lýkur á næsta ári. Fjallað er um CRI í stór-
blaðinu Wall Street Journal í samhengi við skuldbindingar BNA í loftslagsmálum.
■ Carbon Recycling International er ásamt níu öðrum tilnefnt til Nátt-
úru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Tilkynnt verður hver hlýtur
verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ósló 30. október næstkomandi.
■ CRI og Orkuveita Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir um að koma upp
metanólverksmiðju við Hellisheiðarvirkjun, auk verksmiðju sem framleiðir
brennisteinssýru úr brennisteinsvetnismengun frá orkuverinu. Mengun
brennisteinsvetnis er vandamál sem OR vinnur í að leysa.
■ Eins er á teikniborði CRI að byggja tífalt stærri verksmiðju á Reykjanesi
en nú er starfrækt við Svartsengi.
■ Markaður fyrir endurnýjanlegt fljótandi eldsneyti í Evrópu er talinn
munu tvöfaldast fyrir árið 2020.
■ Evrópusambandið stefnir að því að setja hámark á notkun lífeldsneytis
sem unnið er úr landbúnaðarafurðum frá og með næsta ári.
Tvær verksmiðjur á hugmyndastigi
SVARTSENGI
Verksmiðjan
breytir koltvísýr-
ingsútblæstri frá
virkjun HS Orku
í metanól, sem
er fljótandi elds-
neyti fyrir bíla og
önnur farartæki.
MYND/CRI
DÓMSMÁL Páll Heimisson var í
gær dæmdur í tólf mánaða fang-
elsi fyrir stórfelld umboðssvik
með því að misnota kreditkort sem
hann hafði til umráða sem starfs-
maður íhaldshóps Norðurlanda-
ráðs og kaupa sér með því munað-
arvörur og utanlandsferðir fyrir
alls rúmar nítján milljónir króna.
Níu mánuðir refsingarinnar eru
skilorðsbundnir.
Páll notaði kortið meðal ann-
ars til að ferðast til sextán landa
á tveggja ára tímabili og halda sér
þar uppi. Sem starfsmaður íhalds-
hópsins hafði Páll aðsetur í Val-
höll. Kreditkortið var á nafni Sjálf-
stæðisflokksins og er Páli gert að
endurgreiða flokknum milljónirn-
ar nítján.
Páll var ekki viðstaddur dóms-
uppsöguna í dag, enda er hann
búsettur í Rúmeníu þar sem hann
stundar nám.
Guðrún Sesselja Arnardóttir,
verjandi Páls, segir að ekki hafi
verið tekin ákvörðun um hvort
dómnum verði áfrýjað. - sh
Páll Heimisson þarf að endurgreiða Sjálfstæðisflokknum nítján milljónir:
Dæmdur fyrir að misnota kort
AFHJÚPANDI PÓSTUR Í málinu liggur
fyrir tölvupóstur Páls til framkvæmda-
stjóra Sjálfstæðisflokksins þar sem
hann játar sök og biðst afsökunar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Eldur kom upp í rússneskum togara sem lá við Óseyrarbryggju í Hafnar-
firði í gær. Eldurinn kom upp á millidekki og var áhöfn skipsins um borð
þegar hann kviknaði. Enginn skipverjanna slasaðist.
Á annan tug slökkviliðsmanna, á tveimur slökkvibílum, kom á staðinn,
auk sjúkrabíls. Náðist að slökkva eldinn og reykkafarar fóru um borð til
að reykræsta.
Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir það alltaf erfitt að eiga við eld í skip-
um, þar séu mikil þrengsli og mikill hiti myndist.
Upptök eldsins eru ókunn og nokkrar skemmdir urðu á skipinu. - fbj
Alltaf erfitt að eiga við eld í skipum vegna þrengsla og hita:
Kviknaði í rússneskum togara
HAFNARFJÖRÐUR Lækka á gatna-
gerðargjöld á atvinnulóðum í
Hafnarfirði.
„Tilefni þessarar sérstöku lækk-
unar er sú kyrrstaða sem ein-
kennt hefur eftirspurn eftir
lóðum á höfuðborgarsvæðinu og
nauðsyn þess að stuðla að auk-
inni atvinnuuppbyggingu,“ segir
bæjarráð, sem sömuleiðis hyggst
veita sérstakan afslátt ef fram-
kvæmdir hefjast á úthlutaðri lóð
innan eins árs og er lokið innan
þriggja ára. - ga
Reyna að rjúfa kyrrstöðu:
Lækka verð á
atvinnulóðum
GLÍMT VIÐ ELDINN Slökkviliðið réði niðurlögum eldsins og reykræsti togarann.
Þrátt fyrir að áhöfnin hafi verið um borð slasaðist enginn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
DÓMSMÁL
Dæmdur fyrir bruggun
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær
mann í þriggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir að hafa í október 2012
framleitt 866 lítra af gambra með 15
prósenta áfengisstyrkleika og 55,6 lítra
af landa með 39-72 prósenta áfengis-
styrkleika. Maðurinn játaði brot sín
hiklaust fyrir dómi.
STOKKHÓLMUR Þrír bandarískir
prófessorar, Eugene Fama, Lars
Peter Hansen og Robert J. Shiller,
hlutu í gær Nóbelsverðlaunin í
hagfræði.
Prófessorarnir þrír hlutu verð-
launin fyrir rannsóknir sem hafa
aukið skilning á því hvernig eigna-
markaðir taka breytingum. Fama
og Hansen starfa báðir við Chicago-
háskóla og Shiller við Yale-háskóla.
Þeir skiptu á milli sín verðlaunafé
Konunglegu sænsku vísindaaka-
demíunnar, sem nemur um 150
milljónum íslenskra króna. - hg
Nóbelsverðlaun í hagfræði:
Þrír prófessorar
verðlaunaðir
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Fimmtudagur
3-8 m/s.
HAUSTBLÍÐA Hæg austanátt ríkjandi á landinu næstu daga og úrkomulaust að
mestu. Fremur milt í veðri áfram en fer heldur kólnandi á fimmtudag.
6°
3
m/s
7°
2
m/s
8°
4
m/s
10°
5
m/s
Á morgun
3-10 m/s.
Gildistími korta er um hádegi
5°
3°
4°
0°
0°
Alicante
Basel
Berlín
28°
16°
12°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
14°
13°
17°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
13°
13°
26°
London
Mallorca
New York
13°
28°
21°
Orlando
Ósló
París
29°
11°
15°
San Francisco
Stokkhólmur
22°
11°
7°
3
m/s
8°
2
m/s
6°
2
m/s
6°
2
m/s
5°
2
m/s
5°
2
m/s
3°
4
m/s
9°
5°
7°
6°
4°
breyta
lífsstíl? Heilsulausnir
Henta einstaklingum sem glíma við offitu,
hjartasjúkdóma og/eða sykursýki.
eilsulausnir hefjast mánudaginn 28. okt.
ða á mottaka@heilsuborg.is
-
- H
e
ningarfundur Kyn
vikudaginn 16. október kl. 17:30 mið
lir velkomnir!– Al