Fréttablaðið - 15.10.2013, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSING
1. Skoðunarferð
Ekki rjúka af stað og skófla hugsunarlaust á diskinn upp úr
öllum skálum og fötum. Farðu eina yfirvegaða rannsóknarferð
og skoðaðu það sem er í boði, hvað er nýlega búið að fylla á, við
hvaða staði fólk safnast saman og svo framvegis. Vega þarf og
meta hvað er þess virði að fá
úthlutað plássi í maganum.
Ætlarðu að gefa eftir maga-
pláss fyrir brauð eða súpu?
2. Drekktu síðar
Sykraðir drykkir fylla mag-
ann fljótt og kosta líka yfirleitt
aukalega. Frestaðu drykknum
eins lengi og unnt er.
3. Sýnishornadiskurinn
Það hafa ekki allir viljastyrk í
sýnishornadiskinn. Sá diskur inniheldur einn lítinn munnbita
af hverju til að smakka. Þeir sem ná valdi á sýnishornadisknum
njóta þess hins vegar að næstu ferðir innihalda einungis hrúgu
af tveimur til þremur uppáhaldstegundunum.
4. Víxlferðir
Ef þið eruð mörg saman farið þá hvert í sínu lagi á hlaðborð-
ið og deilið því sem þið sjáið og smakkið með hópnum. Setjið
jafnvel einn „á vakt“ sem fylgist með því þegar bornir eru fram
nýir bakkar af mat.
5. Stórir diskar
Varið ykkur á litlum salat- og eftirréttardiskum sem standa í
stöflum hér og þar. Finnið staflann með stóru matardiskunum.
6. Einn enn
Undir lokin þegar allir eru „orðnir saddir“ skal slaka vel á. Nú
gefst tækifærið til að spjalla aðeins saman eftir að hafa verið
upptekin við að hlaupa til skiptis að borðinu. Eftir tíu til fimm-
tán mínútur mun einhver að öllum líkindum segja „ókei, einn
enn“. Þá má líta svo á að ykkur hafi tekist að sigra hlaðborðið.
www.1000awesomethings.com
Jólahlaðborð ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 20138
Viðey er í hugum margra ómissandi
viðkomustaður yfir jólin enda ynd-
islegt að heimsækja eyjuna á þess-
um árstíma. Viðeyjarstofa mun
bjóða upp á íslenskan jólamatseðil
í elsta steinhúsi á Íslandi og þar hafa
mörg fyrirtæki, hópar og fjölskyld-
ur átt notalegar stundir saman fyrir
jólin. Gallery Restaurant á Hótel
Holti sér um allar veitingar þar og
því munu gestir hennar njóta sömu
úrvalsrétta og í boði eru á Gallery
Restaurant.
Friðgeir Ingi Eiríksson, yfirkokk-
ur Viðeyjarstofu, segir staðinn bjóða
upp á glæsilegan fjögurra rétta
matseðil fyrir jólin, þar sem heit-
ur jóladrykkur er innifalinn í verð-
inu auk lifandi tónlistar. „Tveir ljúf-
fengir forréttir eru í boði; andalæri
„orange“ í bretónskri pönnuköku
með ristuðum möndlu-
flögum og einnig steiktur
humar og sítrusmariner-
aður lax ásamt jólabéarn-
aisesósu.“ Í aðalrétt verður
boðið upp á glæsilega jóla-
tvennu; nautafilet og kalk-
únabringu ásamt kartöflum
í smjördeigi. Í eftirrétt verð-
ur boðið upp á gómsæta
volga eplaköku og súkkul-
aði-„ganach“.
„Undir þessum frábæru veiting-
um njóta gestir ljúfra tóna
frá söngkonunni Bertu
Dröfn og Sigurði Helga
píanóleikara sem taka vel
á móti gestum með líflegri
framkomu og sannri jóla-
gleði. Hér verður sannar-
lega ljúf og létt stemning.“
Jólahlaðborðið í Viðey
verður í boði tvær síð-
ustu helgarnar í nóvember
og þær tvær fyrstu í desember að
sögn Friðgeirs. „Við tökum reynd-
ar á móti hópum og fyrirtækjum á
öðrum tímum og ég hvet þá sem eru
að íhuga að panta hjá okkur að vera
tímanlega á ferðinni. Enda hefur
veitingastaðurinn verið í fremstu
röð hérlendis allt frá því hann var
opnaður árið 1965 og er þekktur
fyrir góðan mat og gæðaþjónustu.
Hér er gott að sitja á kvöldin og njóta
ljúffengra veitinga og horfa yfir fló-
ann. Útsýnið er mjög fallegt og það
ríkir mikil jólastemning í Viðey
kringum jólahátíðina.“
Ljúf kvöldstund
í Viðey fyrir jólin
Viðeyjarstofa býður upp á glæsilegan fjögurra rétta matseðil fyrir jólin. Eyjan
er yndisleg heim að sækja yfir jólin og útsýnið er einstakt.
Friðgeir Ingi Eiríks-
son, yfirkokkur
Viðeyjarstofu.
MYND/PJETUR
Það er mikil jólastemning í Viðey kringum jólahátíðina. MYND/ÚR EINKASAFNI
Árangursríkt
át á hlaðborði
Hlaðborð er eins og nafnið gefur til kynna
hlaðið af kræsingum. En hvernig á að fara að
því að borða sem mest svo vel sé? Eftirfarandi
ráð um það hvernig sigra megi hlaðborð eru
fengin af síðunni 1000awesomethings.com.
Ekki skófla hugsunarlaust á diskinn. Þá er hætt við að þú springir fljótt
2013
Vega þarf og meta
hvað er þess virði að fá
úthlutað plássi í
maganum. Ætlarðu að
gefa eftir magapláss
fyrir brauð eða súpu?