Fréttablaðið - 03.12.2013, Side 36
3. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24
Sagan er byggð á viðtölum sem
höfundurinn, Dulce Chacon, tók
við stóran hóp af fólki, bæði fólk
sem var uppi á tímum borgara-
styrjaldarinnar og fólk sem þekkti
sögur úr henni frá ættingjum,“
segir María Rán Guðjónsdótt-
ir þýðandi, beðin að gera í stuttu
máli grein fyrir efni bókarinnar.
„Sögurnar fjalla um konur sem
tóku þátt í borgarastyrjöldinni á
Spáni og máttu eftir sigur Francos
þola fangavist í Madrid. Chacon
vann að þessari bók á fjögurra ára
tímabili samhliða öðrum verkefn-
um,“ segir María. „Hún lést fyrir
tíu árum, langt fyrir aldur fram,
og þetta var síðasta skáldsagan
hennar. Bíómyndin sem Benito
Zambrano gerði eftir sögunni árið
2011 var tilnefnd til Óskarsverð-
launa það ár sem besta erlenda
myndin af hálfu Spánverja.“
María segir það verkefni að
þýða bókina hafa komið til sín og
hún hafi strax orðið mjög spennt
fyrir því. „Þetta er ofsalega falleg
saga,“ segir hún. „Hún er mjög
sorgleg, en frásögnin er falleg og
hrífandi, auk þess sem stíllinn er
einfaldur en áhrifamikill.“
María lærði spænsku og bók-
menntafræði með áherslu á
spænskar og suður-amerískar
bókmenntir, hér heima, á Spáni
og í Mexíkó. Hún hefur þýtt
nokkrar bækur úr spænsku við
góðan orðstír, var meðal annars
tilnefnd til þýðingaverðlaunanna
2010 fyrir þýðingu sína á Kirkju
hafsins eftir Ildefonso Falcones.
Hún segir þó enga leið að lifa af
þýðingum eingöngu. „Verkefnin
koma ekkert á færibandi í þessum
geira,“ segir hún. „Ég lærði líka
menningarstjórnun og er eins og
er að vinna fyrir bókaútgáfuna
Crymogeu.“
Hún segir alls óvíst hvaða verk-
efni hún fái næst, það séu ekki það
margar bækur þýddar úr spænsku.
„Ég er opin fyrir uppástungum,“
segir hún hlæjandi. „Ég fæ mjög
mikið út úr því að þýða. Þótt það sé
stundum einmanalegt starf þá er
það samt mjög gefandi og skapandi.“
fridrikab@frettabladid.is
Einmanalegt, gefandi
og skapandi starf
María Rán Guðjónsdóttir er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir
þýðingu sína á Rödd í dvala eft ir spænsku skáldkonuna Dulce Chacon. Þetta er í
annað sinn sem María er tilnefnd til verðlaunanna, hið fyrra var árið 2010.
TÓNLIST ★★★★★
Jón Leifs: Eilífð. Strengja-
kvartettar
SMEKKLEYSA
Jón Leifs var öfgamaður í tónlist
sinni. Mögnuðustu verkin hans
eru þau sem hann samdi fyrir
stóra hljómsveit, stundum með
blönduðum kór. Þannig tónsmíð-
ar eru Hekla og Geysir, Sögusin-
fónían, Dettifoss og Hafís, svo ég
nefni einhver dæmi. Tónmálið er
hrjóstrugt og dulúðugt, jafnvel
brjálæðislegt; náttúrukraftarnir
eru óbeislaðir.
Þessi heillandi forneskja skilar
sér ekki almennilega í kammerverk-
um Jóns, þrátt fyrir að innan um
séu fallegir kaflar. Það er auðheyrt
á nýjum geisladiski með þremur
strengjakvartettum. Strengja-
kvartett er í eðli sínu fínleg hljóð-
færasamsetning. Hér er tónlist-
in innhverf, en ofsinn, sem er svo
undarlega sjarmerandi, nær ekki í
gegn. Fyrir bragðið verður tónlistin
langdregin, jafnvel leiðinleg.
Rut Ingólfsdóttir og Sigurlaug
Eðvaldsdóttir leika á fiðlu, Þór-
unn Ósk Marinósdóttir á víólu og
Hrafnkell Orri Egilsson á selló.
Stundum er fyrsta fiðlan örlít-
ið hjáróma, sem er dálítið vand-
ræðalegt. En í það heila er túlk-
unin einlæg, spilamennskan
ágætlega samstillt. Verst að það
dugir ekki til að gera tónlistina
meira en „áhugaverða“.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Ekki tekst almenni-
lega að lappa upp á langdregna
strengjakvartetta Jóns Leifs.
Vantar öfgarnar
TÓNLIST ★★★★★
Edda Erlendsdóttir. Schu-
bert, Liszt, Scönberg, Berg
ERMA
Edda Erlendsdóttir er líklega sá
íslenski píanóleikari sem hefur
sent frá sér flesta geisladiska. Sá
nýjasti inniheldur fjölbreytta dag-
skrá. Toppurinn samanstendur af
þremur píanóstykkjum D. 946 eftir
Schubert. Þau eru forkunnarfögur
og Edda spilar þau af yfirburðum.
Túlkunin er full af alúð og anda-
gift, innlifun og einlægni. Maður
getur hlustað á þennan hluta disks-
ins aftur og aftur.
Nokkuð síðri er flutningur-
inn á fjórum framúrstefnulegum
verkum eftir Liszt. Leikur Eddu
er stundum ansi varfærnisleg-
ur. Það vantar einhvern galdur í
hann. Ég kemst t.d. ekki hjá því
að bera Bagatellu án tóntegund-
ar saman við einstaklega seiðandi
túlkun Alfreds Brendels á henni.
Hún kom út fyrir nokkrum áratug-
um en er aðgengileg á YouTube.
Miklu meiri leikur og skáldskap-
ur er í spilamennsku Brendels. Það
mættu vera ríkulegri tilþrif hjá
Eddu, bæði í þessu verki og hinum
líka eftir Liszt.
Þrjú stykki op. 11 eftir Schön-
berg eru hins vegar óaðfinnan-
leg og sama er uppi á teningnum
hvað varðar sónötu op. 1 eftir
Alban Berg. Hún er margbrotin
og spennandi í túlkun Eddu.
Upptakan vekur þó upp spurn-
ingar. Hljómurinn er dálítið skrýt-
inn, það skortir glansinn sem
maður er vanur að heyra á ein-
leiksplötum af þessu tagi. Meiri
fagmennska hefði verið æskileg
þegar svo vandaður píanóleikari
er annars vegar.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Oftast glæsileg spila-
mennska, sérstaklega Schubert, en
upptakan mætti vera betri.
Fagri, fagri Schubert
ÞÝÐANDINN María Rán Guðjónsdóttir er nú tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaun-
anna í annað sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MENNING