Fréttablaðið - 03.12.2013, Side 40
3. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 28
BAKÞANKAR
Ólafar
Skaftadóttur
„Jólin fyrir mér eru persónu-
leg. Þó að ég tilheyri múslíma-
fjölskyldu, fögnuðum við alltaf
jólunum í Beirút,“ segir Mazen
Maarouf, palestínskt ljóðskáld og
þýðandi, sem var bjargað hingað
til lands árið 2011 af samtökunum
ICORN í samstarfi við Reykja-
víkurborg. Honum höfðu borist
líflátshótanir vegna blaðaskrifa
sinna um stjórnmál, þar sem
hann talar fyrir friði og jafnrétti
kynjanna, í Miðausturlöndum.
Sjálfur er Mazen palestínsk-
ur að uppruna en hefur alla tíð
haft stöðu flóttamanns í Líbanon.
Hann fæddist árið 1978 í Beirút.
„Við áttum jólatré úr plasti,
sem við fengum að gjöf frá vin-
konu móður minnar. Það var ekki
í sérstaklega góðu ásigkomulagi,
en það skipti ekki öllu máli. Á
hverju ári hlökkuðum við til að
setja upp tréð, um miðjan desem-
ber. Faðir minn skreytti tréð með
sama skrautinu, það var gamalt
skraut sem mátti muna fífil sinn
fegri, en það skipti engu máli,“
segir Mazen.
Á þessum tíma ríkti stríðs-
ástand í Líbanon. „Stríðið var
á ákveðinn hátt á milli mús-
líma og kristinna eða hægri- og
vinstrisinnaðra, líbanskra, pal-
estínskra og sýrlenskra borgara.
Þannig tókum við mikla áhættu,
að fagna kristinni hátíð eins og
jólum, í Líbanon á tímum stríðs.
Jólin voru ein ástæða þess að ég
gerði mér grein fyrir að mann-
réttindi eru mikilvægari en blind
trú á hugmyndafræði einna trúar-
bragða,“ segir Mazen.
Mazen er gríðarlega spenntur
fyrir að fagna jólunum á Íslandi í
fyrsta sinn, og kannski það eina,
en hann hefur sótt um ríkisborg-
ararétt á Íslandi sem hann fær
skorið úr um á næstu vikum. „Ég
er fullur tilhlökkunar. Ég á djúpa
tengingu við landið og marga
vini. Mér þykir svo vænt um fólk-
ið mitt hér. Þó að ég sé ekki með
fjölskyldunni minni er vel séð um
mig. Ég á meira að segja íslenska
mömmu!“ segir Mazen, léttur í
bragði.
Mazen er um þessar mundir að
vinna að fyrstu skáldsögu sinni.
„Mér hefur gengið rosalega vel
að skrifa og þýða á Íslandi. Dvöl-
in hefur verið eins og endalaus
jól fyrir mig, þar sem er ekkert
stríð og engin átök og mér finnst
ég óhultur,“ segir Mazen.
olof@frettabladid.is
Lagði lífi ð að veði til
að halda jól hátíðleg
Mazen Maarouf hlakkar til fyrstu, og kannski einu, jólanna á Íslandi.
FÆR SVAR VIÐ UMSÓKNINNI Á NÆSTU VIKUM Mazen Maarouf heldur fyrstu
jólin á Íslandi í faðmi vina. Hann vonast til þess að fá ríkisborgararétt hér á landi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
OPINN Ethan er ófeiminn við að tjá sig
um fortíðina.
Níu ár eru síðan leikarinn Ethan
Hawke og leikkonan Uma Thur-
man skildu en þau felldu hugi
saman árið 1997 við tökur mynd-
arinnar Gattaca.
„Gattaca var frábær stund í
mínu lífi og frábær stund í lífi
Umu Thurman. Við urðum mjög
ástfangin. Við reyndum að vera
eins bjartsýn og við gátum. Við
vildum trúa á ást og möguleikann
á ást. Maður gerir sér betur grein
fyrir því hve sterk ástin er þegar
maður eldist. Þá skilur maður
hvernig tilfinningar geta leitt
mann í góðar áttir og hættulegar
áttir. Ég sé ekki eftir því að hafa
gengið ungur í hjónaband,“ segir
Ethan í samtali við tímaritið Mr.
Porter.
Ethan og Uma voru gift í sex
ár en skildu árið 2004. Þau eiga
tvö börn saman, dótturina Mayu,
fimmtán ára og soninn Roan, ell-
efu ára. Ethan kvæntist barn-
fóstru þeirra, Ryan Shawhughes,
árið 2008 og eiga þau tvö börn
saman. - lkg
Sér ekki eft ir
hjónabandinu
Dvölin hefur verið
eins og endalaus jól
fyrir mig, þar sem
er ekkert stríð og
engin átök og mér
líður óhultum.
Mazen Maarouf
Leikkonan Maria Bello kom út
úr skápnum í dálki í New York
Times fyrir helgi. Í dálkinum seg-
ist Maria hafa verið í sambandi
með bestu vinkonu sinni Clare
um langt skeið. Þá deilir hún því
einnig með lesendum hvernig hún
sagði tólf ára syni sínum Jackson
frá ráðahagnum en hann var farið
að gruna ýmislegt.
„Ég dró djúpt andann og vissi
að svarið mitt, og viðbrögð hans,
myndu breyta lífi okkar um
ókomna tíð. Ég var í sambandi
með manneskju og var ekki búin
að segja honum það. Ég var með
konu sem var besta vinkona mín
og eins og guðmóðir sonar míns,“
skrifar Maria. Hún ákvað að láta
reyna á samband með Clare þegar
hún skoðaði gamlar dagbækur í
bakgarðinum sínum.
„Ég fann svarthvíta mynd af
okkur sem var tekin á gamlárs-
kvöld. Við vorum svo hamingju-
samar. Ég gat ekki annað en bros-
að. Ég gerði mér ekki grein fyrir
því, fyrr en þarna, að við gætum
elskað hvor aðra á rómantískan
hátt.“
Maria var áður í löngu sam-
bandi með Dan McDermott og
eignuðust þau Jackson saman árið
2001. - lkg
Komin út úr
skápnum
Save the Children á Íslandi
LJÓSTRAR UPP LEYNDARMÁLI Maria
er komin út úr skápnum.
Galdrar eða fúsk?
Frændi minn telur að betur hefði farið á því að Baldur Brjánsson töframaður
hefði verið á sviðinu í Hörpu í stað ráð-
herranna tveggja, sem hróðugir kynntu
boðskapinn um skuldahvarfið á laugar-
daginn.
VONANDI hefur minn góði frændi
rangt fyrir sér varðandi töframennina
tvo – og þeim takist að redda þeim fjár-
munum sem upp á vantar. Þrátt fyrir
allt held ég að við ættum að reyna eftir
fremsta megni að gera okkur vonir um
að nú sé verið að binda enda á drunga-
lega leiðindatíð, sem einhvern veginn
hefur lamað allt og alla. Ég er farin
að þrá útbreidda almenna bjartsýni.
ÉG hef engar forsendur til að
meta galdrana sem sýndir voru
á sviðinu. Hvort á ferðinni
voru hreinar sjónhverfingar
fúskara eða alvöru töfra-
brögð. Ég vona svo sannar-
lega að tíminn leiði í ljós að
það var hið síðarnefnda.
KANNSKI ráðum við mestu um það
sjálf. Til að galdur virki, verður fólk
að trúa á hann. Að því leyti er hann
náskyldur hagfræðinni, ef ég skil þau
fræði rétt. Hún snýst meira og minna um
hjarðhegðun sem efnahagsráðstafanir
kalla fram samkvæmt ákveðnum lög-
málum.
ÞESS vegna vil ég gera allt sem í mínu
valdi stendur til að trúa á galdurinn – í
það minnsta þangað til hugsanlegir lodd-
arar verða afhjúpaðir. Virkir í athuga-
semdum og fleiri góðir hafa þegar sagt
okkur að það eru ekki allir til í að trúa.
Það er svo sem rétt athugað að oft er
miklu fórnað fyrir trúna, stundum sann-
leikanum. Þannig að ég ætla að passa
mig á að hengja ekki geðheilsuna alfarið
á ákvarðanir tveggja miðaldra karl-
manna í brúnni.
EN mikið hefðum við nú gott af því öll að
öðlast trú á að nú sé bjartari tíð í vænd-
um. Trúin flytur fjöll og kannski – von-
andi – skuldir.
PARADÍS: VON
“IT COULD BE HIS BEST FILM
SO FAR” - THE GUARDIAN
THE BROKEN
CIRCLE BREAKDOWN
BESTA LEIKKONA Í
AÐALHLUTVERKI
TRIBECA 2013
SJÁ SÝNINGATÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
HUNGER GAMES 2 6, 7, 9, 10
PHILOMENA 5:50, 8
CARRIE 10:10
S.B. - FBL
“ÞAÐ BESTA SEM HEFUR KOMIÐ
FRÁ HOLLYWOOD Í LANGAN TÍMA”
S.B. - FBL
þriðjudagstilboð
þriðjudagstilboð
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
NÁNAR Á MIÐI.IS
PRINCE AVALANCHE
THE HUNGER GAMES 2
THE HUNGER GAMES 2 LÚXUS
THE COUNCELOR
CAPTAIN PHILIPS
FURÐUFUGLAR 2D
Ú ÓT RB 2D ÍSL.TAL
THE PAST
NORTHWEST
THE HUNGER GAMES 2
PHILOMENA
CAPTAIN PHILIPS
HROSS Í OSS
THE HUNGER GAMES 2
NORTHWEST
KL. 5.50 - 8
KL. 4 - 5 - 6 - 8 - 9
KL. 5 - 8
KL. 8 - 10.30
KL. 10.10
KL. 3.30
KL. 3.30
KL. 6 - 9 - 10
KL. 6 - 8
Miðasala á: og
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN
GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ
KL. 5.15 - 10.15
KL. 10.45
KL. 6 - 8 - 9
KL. 5.45 - 8
KL. 8
KL. 6
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
EMPIREROLLING STONE
GQ
DEADLINE HOLLYWOOD
ENTERTAINMENT WEEKLY
VAR ÍSLENSKUR ÞINGMAÐUR Í INNSTA HRING WIKILEAKS?
MÖGNUÐ MYND SEM VAR TEKIN AÐ HLUTA TIL Á ÍSLANDI
VARIETY