Fréttablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 10
23. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 SVÍÞJÓÐ Ákærum í Svíþjóð hefur fækkað um 15 prósent á fjór- um árum, samkvæmt könnun á vegum sænska blaðsins Dagens Nyheter. Á sama tíma fjölgaði til- kynningum um afbrot til lögregl- unnar um 1,8 prósent. Málum sem berast saksóknara frá lögreglu hefur fækkað um 12 prósent frá 2010. Haft er eftir saksóknara hjá ríkissaksóknara- embættinu að málið snúist að miklu leyti um hvernig lögreglan stýrir starfsemi sinni. - ibs Lögreglan ekki nógu virk: Færri ákærðir fyrir afbrot HEILBRIGÐISMÁL „Það gengur vel að opna á Vífilsstöðum,“ segir Gyða Baldursdóttir, aðstoðarfram- kvæmdastjóri lyflækningasviðs Landspítala. Fyrir jól voru fluttir þangað 18 aldraðir sjúklingar af Landa- koti og í byrjun janúar voru flutt- ir þangað tólf af Landspítalanum. Um miðjan febrúar er stefnt að því að búið verði að flytja tólf til við- bótar og þá verður búið að fylla öll plássin. Í haust var ákveðið að opna hjúkrunarheimili á ný á Vífilsstöð- um til að létta álagi af lyflækninga- sviði Landspítalans og mæta þörf fólks sem beið eftir varanlegri dvöl á hjúkrunarheimili og var með gilt færni- og heilsumat. Á síðasta ári voru 136 milljónir króna settar í verkefnið en talið er að það kosti tæpar 350 milljónir á ári að reka Vífilsstaði. Gyða segir að vel hafi gengið að manna stöður á Vífilsstöðum, betur en menn hafi þorað að vona, þegar ákveðið var að opna þar á ný. - jme Opnun hjúkrunarheimilis fyrir aldraða á Vífilsstöðum gengur ágætlega: Búið að flytja 30 sjúklinga GENGUR VEL Búið er að flytja þrjátíu aldraða sjúklinga á hjúkrunarheimilið á Vífilsstöðum. Fleiri verða fluttir þangað í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA MENNTAMÁL Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra ætlar að láta endurskoða þá þætti nýrrar aðal- námskrár grunnskóla er lúta að mati á persónulegum þáttum og við- horfum nemenda og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Svipaðar hug- myndir voru uppi varðandi fram- haldsskólann en búið er að slá þær út af borðinu. „Ég hafna því að kennarar verði látnir gefa nemendum sem eru að útskrifast úr tíunda bekk einkunn- ir eða umsögn fyrir sjálfsmynd eða hvort kennarar telji þá hæfa til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi,“ segir Illugi. Hann segir að það sé ekki skyn- samlegt að kennarar leggi hug- lægt mat á nemendur, þeir geti hins vegar gefið nemendum einkunnir fyrir færni. Aðalnámskráin er ekki ný af nál- inni, hún var unnin í menntamála- ráðuneytinu samkvæmt pólitískri forskrift fyrrverandi ríkisstjórnar. Þegar Illugi kom í ráðuneytið ákvað hann að fresta því um ár að sá hluti námskrárinnar er tekur til breyt- inga á einkunnakerfi, það er að gefa einkunnir í bókstöfum og að kenn- arar gefi skriflegt mat, taki gildi. Illugi bendir á að það eigi að sam- eina Námsmatsstofnun og Náms- gagnastofnun og eitt af þeim stóru verkefnum sem nýja stofnunin fær er að þróa nýtt matskerfi fyrir grunnskólann. Það hafa verið skiptar skoðanir um nýju námskrána. Skólastjórn- endur hafa sagt að það sé ekki á færi þeirra eða kennara að leggja dóm á persónuleika nemenda. Í svipaðan streng taka samtökin Heimili og skóli, en Hrefna Sigur- jónsdóttir, framkvæmdastjóri sam- takanna, segir hins vegar að málið sé ekki svo einfalt að það sé hægt að vera alfarið með eða á móti nýrri aðalnámskrá grunnskólanna. Hún sé að mörgu leyti góð, en beri þess merki að vera samin eftir hrun þegar fólk fór almennt að velta fyrir sér siðferðilegum gildum og lýðræð- islegum þáttum. „Það er hins vegar afar vandmeð- farið að ætla að fara að gefa ein- kunn fyrir slíka þætti og fella um leið dóma um persónuleika nem- enda,“ segir Hrefna. Önnur skoðun er svo sú að kenn- arar geti lagt siðferðilegt mat á nemendur. Guðbjörg Ragnarsdóttir, vara- formaður Félags grunnskólakenn- ara, segir að það sé alltaf erfitt að leggja siðferðilegt mat á nemendur grunnskóla og gefa einkunnir fyrir þá þætti. „Nýrri námskrá er ætlað að mæla það sem ekki er hægt að mæla í prófum og sýna fram á að einstaklingurinn er annað og meira en það sem hægt er að mæla með hefðbundnu námsmati hvort sem það eru verkleg eða skrifleg próf.“ Guðbjörg segir að hugsunin sé sú að kennarar hvers nemanda ræði saman og komi sér saman um ákveðið mat og ákvarði einkunnir út frá því. Það sé þó afar tímafrekt. Að hennar mati væri betra að gefa skriflegar umsagnir um nemendur. „Hugsunin með námskránni er að koma fleiri þáttum inn í náms- matið og sýna fram á að nemend- ur geti staðið sig vel á öðrum svið- um en í hefðbundnum prófum. Það getur líka komið þeim nemendum til góða sem standa höllum fæti í hefð- bundnu námi,“ segir Guðbjörg. johanna@frettabladid.is Hafnar einkunnum vegna sjálfsmyndar Menntamálaráðherra segir ekki skynsamlegt að kennarar leggi huglægt mat á nemendur. Nýtt matskerfi er nú í bígerð. Grunnskólakennari segir að nýrri nám- skrá sé ætlað að mæla það sem ekki er hægt að mæla með hefðbundnum prófum. ILLUGI GUNNARSSON Í ENDURSKOÐUN Menntamálaráð- herra ætlar að láta endurskoða þá þætti nýrrar aðalnámskrár grunnskóla er lúta að mati á persónulegum þáttum og við- horfum nemenda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GUÐBJÖRG RAGNARSDÓTTIR REYKJAVÍK Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokks gagnrýndu á borgar- stjórnarfundi í gær að ákvörðun um að veita ekki styrk til kvik- myndahátíðarinnar RIFF væri ekki endurskoðuð. Var meirihlut- inn sakaður um að skýla sér á bak við ákvörðun faghóps Bandalags íslenskra listamanna. Einar Örn Benediktsson, for- maður menningar- og ferðamála- ráðs, segir að ekkert bendi til þess að nokkuð í ferlinu við styrkúthlut- unina hafi verið rangt. - eb Sjálfstæðismenn ósáttir: Vilja endurskoða RIFF-ákvörðun RÁÐHÚSIÐ Ákvörðun um að endur- skoða ekki styrk til RIFF er gagnrýnd. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA. STJÓRNMÁL Samfylkingin bætir við sig 3,5 prósentustigum í nýrri könnun MMR og mælist nú með 17,1 prósents fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 26,3 prósenta fylgi og bætir við sig 1,1 prósentustigi. Fram- sóknarflokkurinn mælist nú 17,0 prósent samanborið við 17,3 pró- sent í síðustu mælingu í desember. Björt framtíð bætir við sig einu prósentustigi og mælist með 15,9 prósenta fylgi. Vinstri græn mæl- ast með ellefu prósenta fylgi og missa 1,5 prósentustig. Píratar mælast með 6,9 prósenta fylgi, samanborið við níu prósent áður. Aðrir flokkar voru með innan við 1,4 prósenta fylgi. 981 svaraði könnuninni. - skó Könnun MMR á fylgi flokka: Samfylkingin bætir við 3,5 prósentustigum BANDARÍKIN, AP Tveir Mexíkóar voru handteknir af lögregluyfir- völdum í Texas fyrir að hafa undir höndum aðgang að um 100 debet- og kreditkortum sem stolið var af verslanakeðjunni Target fyrir jól. Kreditkortaupplýsing- um fjörutíu milljóna viðskipta- vina verslunarinnar var stolið eftir að þeir notuðu kort sín í búð- unum. Lögregla telur þó ólíklegt að þeim takist að hafa hendur í hári hakkaranna sjálfra. - fbj Tveir handteknir í Texas: Með stolin kort frá Target VIÐSKIPTI Efnisveitan Netflix fer fram á að símafyrirtækið Tal hætti notkun á nafni Netflix í auglýs- ingum sínum. Þetta kemur fram í tölvubréfi sem Netflix sendi Tal og Fréttablaðið hefur undir höndum. Í bréfinu segir meðal annars að það stríði gegn notendaskilmálum Netflix að hvetja neytendur til þess að fara í kringum reglur til að nota þjónustuna. Neytendastofa staðfestir að sam- kvæmt íslenskri neytendalöggjöf er bannað að nota auðkenni ann- ars fyrirtækis án leyfis. Atvik sem þessi komi reglulega upp og eru þau metin hvert fyrir sig. Petrea Guðmundsdóttir, forstjóri Tals, segir í tölvubréfi til Frétta- blaðsins að ekki sé ólöglegt að nefna nafn Netflix í kynningarefni Tals. Á heimasíðu Tals sé skýrt tekið fram að fyrirtækið selji ekki áskrift að efnisveitunni. Til standi að kynna fyrir Netflix hvaða upp- lýsingar eru um efnisveituna á síð- unni. Geri Netflix athugasemdir í kjölfarið verði málið unnið áfram í samráði við þá. - eb Fer fram á að notkun nafns Netflix verði hætt: Netflix kvartar und- an auglýsingu Tals NETFLIX ÓSÁTT Efnisveitan Netflix hefur gert athugasemd við framsetn- ingu í kynningarefni Tals. Þetta er skjá- skot af vef Tals. REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð! EX PO - w w w .ex po .is Sími: 535 9000 GÆÐAVÖRUR FYRIR BÍLINN Á GÓÐU VERÐI! Landsins mesta úrval bílavara ÞURRKUBLÖÐ Í flestar gerðir fólks- og atvinnubifreiða. VERSLANIR SJÖ MEÐ MIKIÐ VÖRUÚRVAL LANGAR ÞIG AÐ LÆRA AÐ BÚA TIL NÆRINGARRÍKA OG FLJÓTLEGA FÆÐU? HEILSUHÚSIÐ LÁGMÚLA 5. KL. 18:30-21:00 „Fróðlegt og skemmtilegt námskeið sem sýnir manni að það þarf alls ekki að vera flókið eða tímafrekt að útbúa hollan og bagðgóðan mat/millimál.“ – Karen Lilja Sigurbergsdóttir Fimmtudagurinn 30. jan. 7.600 kr. Hráfæði – Þeytingar – Ofurfæði Lærðu að búa til kraftmikinn morgunmat, millimál, þeytinga, mjólkurlausa mjólk, hráfæði, aðalrétti, eftirrétti og ís. Sýnikennsla og fræðsla. Eingöngu er notast við algeng eldhúsáhöld, matvinnsluvél og blandara við matseldina. Allir fara saddir og sælir heim með glænýtt uppskriftasafn auk þess sem Facebook-hópur verður stofnaður þar sem hægt er að spyrja spurninga og deila reynslu eftir námskeiðið. SIF GARÐARSDÓTTIR Sif Garðarsdóttir er heilsu- mark þjálfi og einka þjálfari með yfir 15 ára ára reynslu. Nánari upplýsingar og skráning: sifg@hotmail.com www.sifgardars.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.