Fréttablaðið - 23.01.2014, Side 21

Fréttablaðið - 23.01.2014, Side 21
FIMMTUDAGUR 23. janúar 2014 | SKOÐUN | 21 Í heimi vísinda og fræða skiptir trúverðugleiki miklu máli. Vísindamenn vinna út frá forsendum og tilgátum, greina gögn og draga ályktanir eftir bestu vitund. Skoðanir og niðurstöður vísinda- og fræðimanna eru alls ekki yfir gagnrýni hafn- ar. Þvert á móti. Vísindi nærast á akademískri gagnrýni sem byggir á rökstuddri umræðu um viðfangsefnin. Í nýlegu viðtali við Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auð- lindaráðherra, í þætti Gísla Mar- teins Baldurssonar „Sunnudags- morgni“ hinn 12. janúar var hann spurður um álit sitt á athugasemd- um sérfræðinga úr faghópi eitt í öðrum áfanga Rammaáætlunar. Athugasemdirnar birtust í DV 10. janúar í kjölfar tillögu ráðherra um breytingar á Rammaáætluninni. Ráð- herra dró fagmennsku vísindamannanna í efa án þess að útlista nánar hvað hann ætti við annað en að hugsanlega væru viðkom- andi vísindamenn í póli- tískum erindagjörðum. Þess ber að geta að hópur- inn samanstóð af 11 vís- inda- og fræðimönnum frá mismunandi stofnunum og ólíkum fræðasviðum. Ráð- herra til hróss sá hann eftir þess- um ummælum og baðst afsökunar á þeim (sjá hádegisfréttir RÚV 15. janúar). Skyldur vísindamanna Sambærileg atvik hafa áður komið upp og vekur þetta spurn- ingar um skyldur vísindamanna til að miðla upplýsingum á opin- berum vettvangi um málefni þar sem þeirra sérþekking liggur. Á vísindamaðurinn að þegja þrátt fyrir að hann telji sig búa yfir mikilvægum upplýsingum sem eigi erindi til almennings? Að vegið sé að trúverðugleika fólks án rökstuðnings er óásættanlegt. Viðsnúningur Slík vinnubrögð hafa hins vegar gjarnan tíðkast meðal stjórn- málamanna þegar þeir berjast innbyrðis og vega hver að öðrum. Kannski er það ein ástæða þess að stjórnmálin skortir trúverðug- leika og að Alþingi er sú stofnun sem fólk ber hvað minnst traust til. Auðvit að geta vísindamenn haft rangt fyrir sér eins og aðrir og er það bara mannlegt en þá takast menn bara á í upplýstri umræðu um málefnin. Það eru ákveðin teikn á lofti um að hluti þingmanna vilji breyta orðræðu í stjórnmálum til hins betra og er það gott. Slíkur viðsnúningur mundi skila sér í betri samskipt- um manna á milli og án efa efla samskipti og samvinnu stjórn- málamanna við ráðgefandi hópa í þjóðfélaginu hvort sem það eru vísinda- og fræðimenn eða aðrir. Það er afar mikilvægt að við bætum umræðuhefðina í samfé- laginu, hættum að fara í manninn og ræðum málefnin á grundvelli raka. Um trúverðugleika vísindamanna og orðræðu stjórnmálamanna ➜ Það er afar mikilvægt að við bætum umræðuhefðina í samfélaginu, hættum að fara í manninn og ræðum málefnin á grundvelli raka. VÍSINDI Þórarinn Guðjónsson forseti Vísindafélags Íslendinga Til þess að koma vel menntuðu og hæfu vinnuafli í arðbær störf þarf nýsköpun og fjárfestingu. Vegna smæðar íslenska hagkerf- isins þurfum við erlenda fjárfest- ingu. Fjárfest- ing í virkjunum og orkufrekum iðnaði hefur náð að skapa fjölbreyttara atvinnulíf, en þar er komið að endimörkum og alls ekki verjandi að stuðla að frekari atvinnusköpun á því sviði, nema þess hærra verð fáist fyrir orkuna. Sú leið sem flestar nágranna- þjóða okkar hafa farið til nýsköp- unar og fjárfestingar er að leita eftir samvinnu við aðrar þjóðir og nægir þar að vísa til Dana, Íra, Svía og Finna auk Eystrasalts- þjóðanna, en um margt er staða íslenska hagkerfisins svipuð þeim aðstæðum sem þeir glíma við. Þessi einfalda staðreynd um gildi náinnar samvinnu við aðrar þjóðir hafa vinaþjóðir okkar áttað sig á og því er það þeim kappsmál að gerast fullgildir aðilar í samfélagi sjálfstæðra þjóða sem er beinlín- is stofnað til þess að örva erlenda fjárfestingu og hagvöxt. Þetta samfélag sjálfstæðra þjóða nefn- ist Evrópusambandið, ESB. Þessi grundvallaratriði virðast gleym- ast í málflutningnum um mögulega aðild Íslands að ESB og umræðan föst í heitstrengingum og brigslyrð- um en ekki köldu stöðumati. Treystandi? Og í stað þess að gefa þjóðinni tækifæri á að fá að sjá samning við ESB þá lætur ríkisstjórnin rök- semdafærsluna „… teljum að hags- munum sé betur borgið“ duga í stað þess að staðreyna hvað er í boði. Þannig fær lítill hópur einstaklinga sem „telur“ og „heldur“ að ráða fjöreggi þjóðarinnar. Þessi litli hópur, sem telur sig einan vita, fær með þessum hætti að koma í veg fyrir að þjóðin geti staðreynt hvað henni stendur til boða í því sam- félagi sjálfstæðra þjóða sem allar helstu nágranna- og vinaþjóðir okkar hafa kosið að taka þátt í. Á meðan er þjóðinni haldið á snakki um eitthvað sem kannski kann að koma einhverntíma í fram- tíðinni. Eitthvað á borð við olíu- vinnslu, skipaferðir í norðurhöfum, viðskipti við Kína o.s.frv. án þess að það sé í nokkurri andstöðu við aðild okkar að ESB, eða geti skoð- ast sem valkostur við aðild. Gjaldeyrishöftin sem þjóðin býr við eru ein mesta ógn sem steðjar að íslensku efnahagslífi. Miðað við þá reynslu sem við höfum af sjálf- stæðum gjaldmiðli þá ætti enginn að velkjast í vafa um að fyrst ekki tókst að varðveita verðgildi íslensku krónunnar í höftum á þeim 90 árum sem krónan hefur verið sjálfstæð mynt, þá er ljóst að án fjármagns- hafta mun það alls ekki ganga. Þetta ætti reynslan að hafa kennt okkur. Sennilega yrði einn stærsti fjárhagslegi ávinningur Íslendinga við aðild að ESB fólginn í upptöku evrunnar og þó svo það verði ekki á næstu árum þá er ljóst að aðild, samhliða áætlun um upptöku evru, færi langt með að færa okkur kosti evru-aðildarinnar strax. Um þá valkosti sem þjóðinni standa til boða fær hún aftur á móti ekki að segja sitt álit en þess í stað er henni boðið upp á málflutn- ing manna sem láta nægja að segj- ast „halda“ og „telja“ hvernig hags- munum þjóðarinnar er best borgið. Kannski hnignar hagkerfi okkar miklu hraðar en „hægfara“ ? Hægfara hnignandi hagkerfi ➜ Sennilega yrði einn stærsti fjárhagslegi ávinn- ingur Íslendinga við aðild að ESB fólginn í upptöku evrunnar … EFNAHAGSMÁL Bolli Héðinsson hagfræðingur Þúsundir Íslendinga búa við ömurlegar aðstæður á leigumarkaði í dag. Þessi stóri hópur fjölskyldufólks og einstaklinga hefur ekki bolmagn til þess að kaupa eigin fasteign af ýmsum ástæðum og reynir að fóta sig á markaði sem engan veginn annar eftirspurn. Á þessum markaði rýkur verðið upp þegar framboð er minna en eftirspurn. Kytrur og skúmaskot eru jafnvel boðin til leigu fyrir okurfé og fólk sem er í húsnæðishraki á ekki val um marga kosti. Þannig virka markaðsöflin, þau eru af hinu góða þegar framboð og eftirspurn haldast í hendur en þegar ójafnvægi ríkir er voð- inn vís. Nú þegar liggja fyrir álit og skýrslur og ber allt að sama brunni, við munum ekki koma böndum á leigumarkaðinn nema með aðkomu hins opinbera. Þá er sérstaklega bent á skyldur sveit- arfélaga í því sambandi. Þegar markaðurinn er að bregð- ast verður hið opinbera að grípa inn í, ekkert endilega um alla fram- tíð, heldur tímabundið á meðan markaðurinn nær jafnvægi. Samkvæm sjálfum okkur Eftir að hafa talað fyrir traustum langtíma leigu- markaði um árabil fékk Samfylkingin í Kópavogi samþykkta tillögu í bæj- arstjórn Kópavogs um að fjölga félagslegu húsnæði í bænum og byggja tvær íbúðablokkir til útleigu fyrir hinn almenna leigu- markað. Við settum þetta á odd- inn í kosningabaráttunni 2010 og höfum talað fyrir því allt kjör- tímabilið. Við höfum verið sjálf- um okkur samkvæm í þessum málum, létum reikna dæmið út á fyrri hluta kjörtímabilsins en höfum ekki haft meirihluta- stuðning við það fyrr en nú. Þetta er stefnumál flokksins sem við kjörnir fulltrúar fylgjum eftir af heilindum. Verkefnið verður fjármagnað af lóðasölu þessa árs og næsta, mun ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur bæjarsjóðs og við munum áfram verða innan ramma eftirlitsnefnd- arinnar um lögbundið skuldahlut- fall. Aðgerða þörf Hlutverk kjörinna fulltrúa er að berjast fyrir velferð og hagsmun- um almennings. Það felur í sér fjárútlát úr bæjarsjóði til margra góðra verka, t.d. byggingar leik- og grunnskóla, íþróttamann- virkja í forvarna- og heilsuskyni, uppbyggingar þjónustu fyrir fatl- að fólk, gamalt fólk og svo fram- vegis. Forgangurinn ræðst af því hvar þörfin er mest á hverjum tíma. Stóra verkefni sveitarstjórnar- manna núna er að koma til móts við þúsundir einstaklinga og fjöl- skyldna sem búa við óásættan- legar aðstæður á leigumarkaði. Ekki hvað síst ungt fólk sem er að hleypa heimdraganum, stofna fjölskyldu og vill eiga venjulegt líf. Og það er einmitt það sem er kjarni málsins. Við getum alveg rætt málin fram og til baka, í stofunni heima eða við félaga okkar í vinnunni. Skrifað greinar og bloggað fram á næstu öld. En það mun ekki leysa vandamálið – aðgerða er þörf. Meirihluti bæjarstjórnar Kópa- vogs sýndi áræði og kjark þegar hann samþykkti skýra vilja- yfirlýsingu um aðgerðir. Þetta er lítið skref fyrir stórt sveitarfélag en stórt skref fyrir íslenska leigj- endur. Tölum um það sem skiptir máli ➜ Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi áræði og kjark þegar hann samþykkti skýra viljayfi rlýsingu um aðgerðir. HÚSNÆÐI Guðríður Arnardóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.