Fréttablaðið - 23.01.2014, Side 26

Fréttablaðið - 23.01.2014, Side 26
FÓLK|TÍSKA Þetta verður mjög skemmtilegur við-burður,“ segir Stefán Guðjónsson vín-smakkari sem stendur fyrir sýning- unum á Vínsmakkaranum, huggulegum stað í kjallaranum á Laugavegi 73. Staður- inn er þekktur fyrir skemmtilegt og hlýlegt andrúmsloft þar sem fólk getur sest niður í rólegheitum og spjallað saman yfir góðu vín- eða bjórglasi. „Vínsýningin fer þannig fram að fólk getur mætt hvenær sem er milli klukkan 20 og 22 til að smakka gott úrval af einstökum vínum og/eða góðum bjór,“ lýsir Stefán, en boðið verður upp á sex til átta tegundir af gæðavíni og bjór. „Sum vínin fást í Vínbúð- inni en önnur eru ekki komin í sölu.“ Gestir geta keypt „glas“ á 2.100 krónur og Stefán leiðir þá í gegnum tegundirnar sem í boði eru. Í lok kvölds er hægt að fá sér meira af uppáhaldsdrykknum á góðu verði. „Í framhaldinu verða svo þau vín og bjórinn sem voru kynnt seld á hagstæðu verði næstu tvær vikurnar,“ segir Stefán. Fyrsta sýning Vínsmakkarans fer fram fimmtudaginn 23. janúar. Þar verður kynnt Villa Maria frá Nýja-Sjálandi. „Villa Maria er einn fremsti vínframleiðandi Nýja-Sjá- lands. Smakkað verður allt frá freyðivínum upp í stórkostleg Sauvignon Blanc og Pinot Noir,“ segir Stefán og bendir á að Vín- smakkarinn leggi mikla áherslu á gott úrval af léttvíni og bjór á góðu verði. Einnig er gott úrval af viskíi, gini og ýmsu öðru. OSTABAKKAR SLÁ Í GEGN Vínsmakkarinn býður upp á ýmsa smárétti sem passa vel með víni og bjór. „Þess má geta að sælkerabakkinn, sem inniheldur úrval af ostum, kryddpylsum og fylltum ólífum, hefur svo sannarlega slegið í gegn,“ segir Stefán, sem rekur Vínsmakkarann og hefur auk þess til margra ára verið einn fremsti vínþjónn Íslands. Stefán hefur verið veitingastjóri á mörgum af bestu veitinga- húsum Íslands og í dag vinnur hann sem veitingastjóri á 101 hóteli ásamt því að eiga Vínsmakkarann. Þess má geta að Stefán rekur Vín- og bjórskóla Vínsmakkarans samhliða vín- og ölstofunni. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar á Facebook og og á www.smakkarinn.is. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 BYRJAR 23. JANÚAR Fyrsta sýning Vínsmakkarans fer fram fimmtudaginn 23. janúar. Þar verður kynnt Villa Maria frá Nýja-Sjálandi. „Villa Maria er einn fremsti vínframleiðandi Nýja-Sjálands. Smakkað verður allt frá freyðivínum upp í stórkostleg Sauvignon Blanc og Pinot Noir,“ segir Stefán. MENNINGARHEIMAR MÆTAST TÍSKA Tískuhönnuðurinn Stella Jean heldur áfram að heilla tískuheiminn með skemmtilega skræpóttum flíkum. Á dögunum sýndi hún haustlínu sína fyrir karlmenn og þar ægði saman mynstrum úr hinum ýmsu áttum. Skræpótt mynstur frá hinum ólíku löndum geta vel unnið saman,“ segir tískuhönnuðurinn Stella Jean, sem er þekkt fyrir að brúa bilið milli menningarheima í hönnun sinni. Á tískusýningu hennar á Pitti Uomo 85 í Flórens á Ítalíu sýndi hún karlmannafatalínu sína fyrir haustið 2014. Dálæti Jean á fjölmenn- ingu var augljós í flíkunum sem voru litríkar og mikið mynstraðar. Mynstrin voru þó smágerðari en hún hefur notað í kvenfatnað- inn. Innblásturinn að mynstrunum sótti hún allt frá Bretlandi og til Afríku. VÍNSÝNING VÍNSMAKKARANS VÍNSMAKKARINN KYNNIR Vínsmakkarinn, vín- og ölstofa að Laugavegi 73, verður með vínsýningu annan hvern fimmtudag í janúar og febrúar. Staðurinn er þekktur fyrir skemmtilegt og hlýlegt andrúmsloft en þar má einnig gæða sér á ljúffengum smáréttum. SKEMMTILEGUR VIÐBURÐUR „Vertu með okkur frá byrjun og upplifðu öðruvísi, lærdómsríkt, viðburðaríkt og skemmtilegt kvöld,“ segir Stefán Guðjónsson, einn fremsti vínþjónn Íslands. MYND/GVA VÍNIN SEM VERÐA SMÖKKUÐ Á FYRSTU VÍNSÝNINGUNNI ERU: Villa Maria Private Bin lightly sparkling Sauvignon blanc. Villa Maria Private Bin Sauvignon blanc Organic. Villa Maria Private Bin East Coast Chardonnay. Villa Maria Private Bin East Coast Pinot Grigio. Villa Maria Grahams Single vineyard Sauvignon blanc. Villa Maria Private Bin Syrah Hawkes bay. Villa Maria Reserve Pinot Noir. Villa Maria Reserve Gimlett Gravels. Merlot/Cabernet Sauvignon.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.