Fréttablaðið - 23.01.2014, Page 48

Fréttablaðið - 23.01.2014, Page 48
23. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Kynningar 19.00 Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands verða haldnar 5. og 6. febrúar 2014. Næstkomandi fimmtudag, þann 23. janúar, mun Röskva kynna framboðslista sína til Stúdentaráðs og sviðsráða á Harlem. Listarnir eru með glæsilegasta móti í ár og stúdentar ættu ekki að vera sviknir af því frambærilega fólki sem skipar lista Röskvu. Kynnar kvöldsins verða varaformaðurinn, Bjarni Þóroddsson, ásamt formanninum Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur. Fjörið byrjar kl. 19.00 með gleðistund á barnum og listakynningin hefst stundvíslega 20.00. Eftir listakynningu hefst karaókí á Harlem, en það er fjör sem enginn vill missa af! 21.00 Vaka býður fólki að fagna með með sér í kvöld. Þá verður formleg opnun á Kosningamiðstöðinni sem er staðsett á Geirsgötu 11. Þetta er á besta stað í bænum í einu mesta „up and coming“ hverfi Reykjavíkur. Það verður popquiz-stuð á okkur og hefst það klukkan 21.00– þeir fjölmörgu sem mættu í fyrra ættu að þekkja það að þetta er mögulega skemmtilegasti viðburður ársins. Sigurliðið verður verð- launað hressilega! Að popquizi loknu skulum við skemmta okkur rækilega saman, skála og dansa. Pub Quiz 21.00 Pub-quiz verður á Ob-La-Dí-Ob- La-Da, Frakkastíg 8, fimmtudaginn 24. janúar kl. 21.00. Pálmi Hjalta stjórnar og tekur nokkur lög fyrir gesti eftir keppni! Tónlist 19.30 Víkingur leikur Brahms. Það telst jafnan til tíðinda þegar Víkingur Heiðar leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í þetta sinn tekst Víkingur á við 1. píanókonsert Brahms sem frum- flutti konsertinn aðeins 26 ára gamall. Öll þrjú tónverkin á efnisskránni eiga það sameiginlegt að vera samin af ungum mönnum um tvítugt og að allir bjuggu þeir í lengri eða skemmri tíma í Vínarborg. Píanókonsert Brahms er hans fyrsta stóra hljómsveitarverk, eins konar sinfónía fyrir píanó og hljóm- sveit. Tónleikarnir fara fram í Eldborgar- salnum í Hörpu. 21.00 Útgáfufögnuður fyrir plötuna Journey með Bistro Boy á Bravó Lauga- vegi 22. kl. 21. 21.00 Hits&Tits nota Youtube svo það er best að athuga sjálfur hvort lagið sé til í karaókíútgáfu þar. Síðast komust mun færri að en vildu og því hvetjum við ykkur til þess að mæta snemma. Herlegheitin hefjast klukkan 21.00 og fara fram á Harlem. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. ™ Óp-hópurinn, í samstarfi við Vonarstrætis- leikhúsið, flytur efni sýningar sem var afmælisveisla tónskáldsins Verdis á liðnu ári, í Salnum á morgun, föstudag, klukkan 20. Þar bregður Randver Þorláksson sér í gervi Verdis og býður til veislu og rifjar upp hitt og þetta frá ævi sinni milli þess sem flutt eru atriði úr verkum skáldsins. Sveinn Einarsson leikstýrir sýningunni og Antonia Hevesi bregður sér í gervi hljóm- sveitarinnar með aðstoð flygilsins. Söngv- arar eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Egill Árni Pálsson tenór, Erla Björg Kára- dóttir sópran, Hörn Hrafnsdóttir mezzó- sópran, Jóhanna Héðinsdóttir mezzósópr- an, Rósalind Gísladóttir sópran og Valdimar Hilmarsson baritón. Um lýsingu sér Páll Ragnarsson. Sýningin fékk fimm stjörnur í Frétta- blaðinu þegar hún var frumflutt í nóvem- ber. - gun Afmæli Verdis endurtekið Fimm stjarna Verdi-sýning Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins verður endurtekin í Salnum á morgun, föstudaginn 24. janúar. Þar er efnt til veislu í tilefni af 200 ára afmæli tónskáldsins. ÓP-HÓPURINN Þetta fólk sló í gegn í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.