Fréttablaðið - 11.02.2014, Side 1

Fréttablaðið - 11.02.2014, Side 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 12 MINNA KYNLÍFNý skoðanakönnun í Noregi bendir til að fólk í föstu sambandi stundi mun minna kynlíf en það gerði fyrir tíu árum. Sams konar könnun var gerð í Bretlandi í haust og voru niðurstöður á sama veg. Einn af hverjum þremur Norðmönnum viðurkennir að stunda kynlíf sjaldan. KOMA JAFNVÆGI Á HORMÓNA-BÚSKAPINN Nýjar rannsóknir sýna að próbíótískir gerlar geta átt þátt í að minnka kviðfitu. ÚTSÖLUSTAÐIR: FLEST APÓTEK, HEILSUHÚSIÐ, LIF-ANDI MARKAÐUR, KRÓNAN, HAGKAUP OG FJARÐARKAUP. NÁNARI UPPLÝSING-AR Á WWW.GENGURVEL.IS. Þ armaflóran í venjulegri manneskju inniheld-ur hundruð mismunandi tegunda gerla og baktería. Jafnvægi þessara baktería getur raskast vegna veikinda, inntöku sýklalyfja, kaffi-drykkju og margra annarra orsaka í umhverfi okkar. Próbíótísku gerlarnir losa okkur við slæmu bakteríurnar og koma á nauðsynlegu jafnvægi í þörmunum. Nú hefur komið í ljós að þveittu gerlar g ti l Rannsóknir hafa að auki sýnt að slæmar bakteríur, sem fyrirfinnast í þörmum þar sem ójafnvægi baktería og gerla ríkir, framleiða eiturefnin lipo- polysaccardies (LPS) sem geta framkallað insúlín- ónæmi eða undanfara áunninnar sykursýki.SÝRU OG G BUMBUNA BURT!GENGUR VEL KYNNIR Nýjar rannsóknir sýna fylgni milli inntöku próbíótískra gerla og minnkaðrar kviðfitu. Eldshöfða 1 S: 577-5000 Hreinsandi.is hreinsandi@hreinsandi.is Hreinsandi sérhæfir sig í : • Myglugró • Djúphreinsun • Lyktareyðingu • Sótthreinsun teppa, húsgagna, rúmdýna og annarra húsmuna. ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 Öryggisbúnaðurinn bjargaði lífi mínu Baldur Gunnarsson var á ferð með félögum sínum þegar hann lenti í vélsleðaslysi í mars á síðasta ári. Það sem varð honum til bjargar var hversu vel hann var búinn. SÍÐA 2 112DAGURINN er haldinn um land allt í dag Fyrsta skref ferðalangsins „Eitt af því mikilvægasta er að útbúa ferðaáætlun,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnaféla i 2 SÉRBLÖÐ 112-dagurinn | Fólk Sími: 512 5000 11. febrúar 2014 35. tölublað 14. árgangur MENNING Hljómsveitin Nýdönsk fer alla leið til Berlínar til að taka upp nýja plötu. 26 SPORT Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson keppir fyrstur Íslendinga á Ólympíuleikunum í Sotsjí í dag. 22 Sushi allan sólarhringinn! ht.is ÞVOTTAVÉLAR LEIÐIN TIL HOLLUSTU www.skyr.is Skyr.is drykkirnir standast þær ströngu kröfur sem gerðar eru til matvæla sem merktar eru Skráargatinu. Þú getur treyst á hollustu Skyr.is. ➜ Skólagjöld í háskólum 51% fylgjandi 16% hvorki né 34% á móti Heimild: Könnun Viðskiptaráðs Íslands SKOÐUN Líf Magneudóttir skrifar um rangar áherslur stjórnvalda í mennta- málum. 12 MENNING Ljósmyndarinn Saga Sig, sem býr og starfar í London, tók forsíðumynd af tónlistar- konunni M.I.A. sem prýðir nýj- asta tölublað bandaríska tímaritsins Wild Maga zine á dögunum. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Saga um myndatökuna. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir henni sem lista- konu svo það var sérstaklega gaman að fá að vinna með henni,“ heldur Saga áfram. M.I.A. hafi verið mjög vingjarnleg. „En ann- ars er hluti af mínu starfi að vera ekkert að kippa mér upp við það þótt fólk sé frægt.“ Saga hefur meðal annars myndað fyrir Nike Women og Topshop og fengið myndir eftir sig birtar í tímarit- um á borð við Vogue Japan og í Dazed and Confused. - ósk/sjá síðu 38 Ljósmyndarinn Saga Sig: Myndaði M.I.A. á forsíðu Wild SAGA SIG SKÓLAMÁL Meira en helmingur landsmanna er hlynntur því að skólagjöld verði tekin upp í háskól- um samkvæmt nýrri könnun sem Viðskiptaráð Íslands lét fram- kvæma. Þar svaraði 51 prósent aðspurðra því til að vera alfar- ið, mjög eða frekar hlynnt því að háskólar yrðu fjármagnaðir að hluta til með skólagjöldum. 34 pró- sent voru andvíg slíkri fjármögn- un háskóla en 16 prósent tóku ekki afstöðu. Unnur Brá Konráðsdóttir, for- maður allsherjar- og mennta- málanefndar Alþingis, segir enga umræðu vera um upptöku skóla- gjalda í háskólum í nefndinni. „Auð- vitað er öll umræða holl og allt í lagi að fá rök með og á móti en hingað til hefur það verið okkar afstaða að gera það ekki, á þeim grundvelli að allir eigi að hafa jafnan aðgang að námi,“ segir Unnur. Í könnuninni kemur fram að karl- menn eru hlynntari upptöku skóla- gjalda fremur en konur, 53 pró- sent karla eru hlynnt en 33 prósent andvíg. Hins vegar eru 47 prósent kvenna hlynnt upptökunni en 34 prósent andvíg. Þá eykst andstaðan við skóla- gjöldin í hlutfalli við menntunarstig svarenda. Þannig eru 52 prósent þeirra sem hafa lokið framhalds- námi í háskóla andvíg skólagjöld- um, 34 prósent þeirra sem lokið hafa stúdentsprófi, en aðeins 21 prósent þeirra sem hafa lokið grunnskóla- prófi eða minna. María Rut Kristinsdóttir, formað- ur Stúdentaráðs, segist ekki óttast þessa umræðu. „Við í Stúdenta- ráði teljum skólagjöld í raun vera ósýnilega hindrun, sem erfitt er að mæla og við vitum ekki almennilega hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Þetta er umræða sem er hollt að taka en það þarf að skoða alla fleti hennar,“ segir María. Hún segir það grundvallarafstöðu Stúdentaráðs að aðgengi allra að menntun sé jafnt og ekkert megi vega að því. Könnun Viðskiptaráðs var fram- kvæmd 16. til 26. janúar 2014 á net- inu. Úrtak var 1.400 manns á öllu landinu, átján ára og eldri, handa- hófsvaldir úr Viðhorfahópi Capa- cent Gallup. Þátttökuhlutfall var 59,4 prósent. - fbj Meirihluti vill gjöld í háskóla 51 prósent svarenda í könnun Viðskiptaráðs er hlynnt upptöku skólagjalda í háskólum. Formaður Stúdentaráðs segir skólagjöld ósýnilega hindrun og að ekki megi vega að jöfnu aðgengi allra að háskólanámi. Bolungarvík -2° NA 12 Akureyri -2° NA 7 Egilsstaðir 0° N 4 Kirkjubæjarkl. 0° NA 6 Reykjavík 0° NA 7 HVESSIR Í dag verða norðaustan 8-15 m/s en hvassari NV-til síðdegis og við S-ströndina. Snjókoma eða él N- og A-til en úrkomulaust SV-til. Hiti í kringum frostmark. 4 DÓMSMÁL „Þetta hefur ekki áhrif á íslenska skattgreiðendur,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra um þá ákvörðun hollenska seðla- bankans og breska innstæðu- sjóðsins að stefna Trygging- arsjóði innstæðueigenda og fjárfesta, TIF, vegna Icesave. Ýtrustu kröfur Breta og Hol lendinga hljóða upp á 1.000 milljarða króna. Sigmundur segir sérstakt að Bretar og Hollendingar fari fram á að fá borgaðan höfuð- stólinn á kröfum sínum í lögsókn- inni gegn TIF. „Þeir eiga forgangs- kröfu upp í höfuðstólinn í þrotabú gamla Landsbankans. Það er eins og þeir séu að fiska og bæta í körfuna eins mikið og þeir mögulega geta,“ segir Sig- mundur. Hann segir mikilvægt að þessar fjárhæðir, fari málið á versta veg, komi ekki úr ríkissjóði. „Þetta er fyrst og fremst áminning um hversu mikil- vægt það var að þessar innistæð- ur væru ekki á ábyrgð skat t- greiðenda,“ segir Sigmundur. Hann bætir við að árið 2011 hafi Bretum og Hollendingum staðið til boða að fá borgað úr Trygging- arsjóði innstæðueigenda en þeir hafnað því. „Þeir töldu það vænt- anlega veikja stöðu sína í því að fá borgað úr vösum íslenskra skatt- greiðenda. En þegar sú varð ekki raunin vilja þeir ganga í innstæðu- sjóðinn,“ segir Sigmundur Davíð. - kak / sjá síðu 4 Bretar og Hollendingar krefjast 1.000 milljarða frá innstæðutryggingarsjóði: Fellur ekki á skattgreiðendur Þetta er fyrst og fremst áminning um hversu mikilvægt það var að þessar innistæður væru ekki á ábyrgð skattgreiðenda. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra SPJALLAÐI VIÐ MÓTMÆLENDUR Páll Valur Björnsson úr Bjartri framtíð var eini þingmaðurinn sem gaf sér tíma til að spjalla við hóp öryrkja sem mótmæltu brotum gegn friðhelgi einkalífsins á Austurvelli í gær. Mótmælin tengjast breytingum á lögum um almannatryggingar sem miklar deilur hafa staðið um síðan þau tóku gildi. Sjá síðu 8 FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þurfa 80 megavött Silicor Materials hefur rætt við Landsvirkjun um öflun orku í kísil- verksmiðju á Grundartanga og við bankana um fjármögnun. 6 Legið á viðkvæmri skýrslu Endur- skoðunarskýrsla um hjúkrunarheim- ilið Höfða hefur ekki verið afhent þrátt fyrir ákvörðun úrskurðarnefndar upplýsingamála. 2 Fríverslun við ESB í húfi Samn- ingar Sviss við Evrópusambandið gætu verið í uppnámi vegna nýrrar innflytjendalöggjafar Svisslendinga. 6 Hjördís Svan aftur í fangelsi Aðstandendur hafa enga skýringu fengið á fyrirvaralausri handtöku í gærmorgun. 10

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.