Fréttablaðið - 11.02.2014, Síða 4
11. febrúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Fimmtudagur
10-18 m/s, hægari NA-lands.
FERÐAVEÐRIÐ Það má gera ráð fyrir slæmu ferðaveðri frá því í kvöld og fram á
morgundaginn um norðvestanvert landið en þá verður ofankoma um tíma samfara
hvassri norðaustanátt. Hvessir einnig við suðurströndina á morgun.
-2°
12
m/s
0°
11
m/s
0°
7
m/s
3°
9
m/s
Á morgun
10-20 m/s, hvassast NV- og SA-til.
Gildistími korta er um hádegi
2°
0°
4°
3°
2°
Alicante
Basel
Berlín
14°
4°
6°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
3°
6°
6°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
2°
2°
20°
London
Mallorca
New York
7°
15°
-4°
Orlando
Ósló
París
26°
2°
8°
San Francisco
Stokkhólmur
12°
1°
0°
6
m/s
2°
7
m/s
0°
4
m/s
1°
12
m/s
-2°
7
m/s
-1°
8
m/s
-6°
8
m/s
4°
0°
3°
2°
2°
DÓMSMÁL Hollenski seðlabankinn
DNB og breski innstæðusjóður-
inn FSCS hafa stefnt Tryggingar-
sjóði innstæðueigenda og fjárfesta
á Íslandi, TIF, fyrir Héraðsdóm
Reykjavíkur. Ýtrustu kröfur Breta
og Hollendinga í málinu má meta
upp á 1.000 milljarða króna með
vöxtum og kostnaði.
DNB og FSCS greiddu innstæðu-
eigendum í Hollandi og Bretlandi
bætur við fall Landsbanka Íslands
hf., nú LBI hf. Um var að ræða inn-
stæður vegna Icesave-reikninga
LBI hf. í Hollandi og Bretlandi.
DNB og FSCS krefjast þess að TIF
verði gert að greiða eða staðfest
verði að TIF hafi borið að greiða að
fullu lágmarkstryggingu eða allt að
20.887 evrur fyrir hvern innstæðu-
eiganda, auk vaxta og kostnaðar.
Guðrún Þorleifsdóttir, formað-
ur stjórnar Tryggingarsjóðsins,
segir að fari svo að fallist verði
á kröfur Breta
og Hollendinga
verði erfitt fyrir
sjóðinn að sinna
skyldum sínum
og tryggja inn-
stæður á Íslandi
til framtíðar.
„Það er alveg
ljóst að sjóður-
inn mun ekki
greiða meira en það sem hann á í
sínum sjóðum hverju sinni. Sjóður-
inn verður ekki gerður gjaldþrota
og ekki gerð aðför að eigum hans.
Hann mun því ekkert geta gert,“
segir Guðrún.
Í tilkynningu frá sjóðnum segir
að þegar ljóst varð að málið yrði
ekki leyst með samningum hafi
TIF ákveðið að hefja útgreiðslu
fjármuna í samræmi við lög og
eftir því sem efni stóðu til. DNB
og FSCS mótmæltu þeim skilyrðum
sem fram komu í ákvörðun sjóðsins
og höfnuðu greiðslu á þeim grund-
velli. Eftir það hafi aðilar verið í
samskiptum sem ekki hafa skilað
árangri.
Karl Axelsson, lögmaður Trygg-
ingarsjóðs innstæðueigenda, segir
að um sé að ræða stórmál fyrir
sjóðinn. „Senni-
lega verður sjóð-
urinn lamaður
næstu 100 árin
eða meira og
þannig íslenska
tryggingakerf-
ið í uppnámi til
framtíðar,“ segir
Karl aðspurður
um hvaða afleiðingar það hafi ef
umræddar kröfur falla á Trygg-
ingarsjóðinn.
Sjóðurinn hefur yfir að ráða um
18,2 milljörðum króna sem boðn-
ar hafa verið DNB og FSCS og
eru fjármunir sem voru til í sjóðn-
um við fall LBI hf. Þeim
er haldið aðgreindum frá
öðru fé sjóðsins. TIF telur
þó allar kröfur vera fyrnd-
ar í ljósi þess að greiðslu-
skylda stofnaðist fyrir
rúmum fimm árum. Verði
ekki fallist á það telur TIF
greiðsluskyldu sína tak-
markast við þær fjárhæð-
ir sem sjóðurinn hafði yfir
að ráða á þeim tíma sem greiðslu-
skyldan stofnaðist. Karl segir að
öðru leyti ekki alveg ljóst hvernig
málið verði lagt upp en greinargerð
í málinu verður ekki skilað
fyrr en í mars.
Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra
segir málið fyrst og fremst
áminningu um hversu mik-
ilvægt það var að þess-
ar innstæður væru ekki
á ábyrgð skattgreiðenda.
„Það er ekki með nokkru
móti hægt að krefja skatt-
greiðendur um þetta,“ segir Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra. Hann segir Breta
og Hollendinga eiga forgangskröfu
upp í höfuðstólinn í þrotabú gamla
Landsbankans. „Það er eins og þeir
séu að fiska og bæta í kröfuna eins
mikið og þeir mögulega geta,“ segir
Sigmundur. Bretum og Hollending-
um hafi staðið til boða að fá borg-
að úr Tryggingarsjóði innstæðu-
eigenda en þeir hafnað því. „Þeir
töldu það væntanlega veikja stöðu
sína í því að fá borgað úr vösum
íslenskra skattgreiðenda. En þegar
sú varð ekki raunin vilja þeir ganga
í innstæðusjóðinn,“ segir Sigmund-
ur Davíð.
fanney@frettabladid.is
Bretar og Hollendingar vilja
eitt þúsund milljarða króna
Formaður stjórnar sjóðsins segir hann ekki geta sinnt lögbundnum skyldum sínum verði fallist á kröfurnar.
Forsætisráðherra segir Breta og Hollendinga vera að fiska og ekki vera hægt að krefja skattgreiðendur um féð.
GUÐRÚN
ÞORLEIFSDÓTTIR
SIGMUNDUR D.
GUNNLAUGSSON
KARL AXELSSON
ICESAVE Samningar milli þjóðanna voru felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu í tvígang
hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Krafa breska innstæðusjóðsins FSCS: 452,1 milljarður króna
Krafa hollenska seðlabankans DNB: 103,6 milljarðar króna
Höfuðstóll kröfunnar fyrir utan vexti og kostnað: 555,7 milljarðar króna
Ýtrustu kröfur með vöxtum og kostnaði: Um 1.000 milljarðar króna
Krafa Breta og Hollendinga:
BRETLAND Breska stjórnin var
harðlega gagnrýnd í gær fyrir
að hafa haldið umhverfisstofnun
landsins í fjársvelti, með þeim
afleiðingum að flóðavarnir við ána
Thames brugðust í miklum vatna-
vöxtum. Áin flæddi yfir bakka sína
víða vestan við London með þeim
afleiðingum að götur fóru í kaf og
vatn flæddi inn í fjölmörg hús.
Mikil hætta er á að ástandið
versni í dag og á morgun sunnan til
á Englandi, þegar veðrið versnar
með úrhellisrigningu og hvassviðri.
David Cameron forsætisráð-
herra neitaði því að stjórnin
hefði brugðist eða verið sein til
verka: „Við höfum verið að takast
á við þetta allt frá fyrstu stundu,“
sagði hann. „Þar sem peninga
vantaði, þangað veittum við pen-
ingum. Þar sem þörf var á her-
mönnum, þar gekk ég úr skugga
um að hermenn væru sendir á
vettvang.“
Chris Smith, formaður bresku
umhverfisstofnunarinnar, verst
líka gagnrýni á stofnunina, sem
sögð er hafa brugðist og bendir
á fjárveitingareglur breska fjár-
málaráðuneytisins.
Úrkoma á Englandi hefur ekki
mælst meiri í janúar síðan árið
1766. - gb
Áin Thames flæddi víða yfir bakka sína í gær og búist er við meiri flóðum í dag og á morgun:
Flóð í Bretlandi valda deilum um peninga
Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir lægðagang
valda flóðunum á Englandi. Lægðirnar séu þó ekki á leið til Íslands. Um
jólin var mjög hvasst hér og þá höfðu lægðirnar fyrst gert usla á Bretlands-
eyjum. En upp á síðkastið hafi þær gengið yfir Bretland án þess að koma
hingað. „Það er tiltölulega meinlaust veður á Íslandi út vikuna en Bretarnir
verða áfram í rigningunni,“ segir Teitur. Láglendið á Suður-Englandi og
aðþrengdar ár eigi stóran þátt í flóðavanda Englendinga.
Láglendi og aðþrengdar ár á Englandi
ORKUMÁL Ófærð í Bandaríkjun-
um hafði þau óvæntu áhrif að
tefja borun eftir heitu vatni í landi
Möðruvalla í Kjós. Þegar hefur
verið boruð hola á Möðruvöllum.
„Borkrónan sem nota á við fram-
haldið átti að vera komin til lands-
ins en vegna ófærðar innanlands
í USA fór hún ekki þaðan fyrr en í
gær og gæti það haft áhrif á fram-
vinduna allra næstu daga,“ segir
á vef Kjósarhrepps. Í leit að nægj-
anlega heitu vatni var ákveðið að
bora aðra holu áður en ráðist yrði
í að dýpka fyrri holuna úr ríflega
800 metrum í allt að 1.500. - gar
Áhrif ófærðar vestan hafs:
Heitavatnsbor-
un tefst í Kjós
NETIÐ Alþjóðlegi netöryggisdagur-
inn er haldinn hátíðlegur í ellefta
sinn í dag. Þemað í ár er „Gerum
netið betra saman“. Yfir eitt hund-
rað þjóðir um allan heim standa
fyrir skipulagðri dagskrá.
SAFT stendur fyrir málþingi í
Skriðu, aðalbyggingu Menntavís-
indasviðs Háskólans, milli 12 og 16
í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra og Eygló Harð-
ardóttir, félags- og húsnæðismála-
ráðherra, flytja ávörp auk Sigríðar
Hallgrímsdóttur, aðstoðarmanns
mennta- og menningarmálaráð-
herra. - fb
100 þjóðir með dagskrá:
Netöryggi í
hávegum haft
Á NETINU Alþjóðlegi netöryggisdagur-
inn er í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
280 manns voru skráðir í Ásatrúarfélagið árið
1998. Fimmtán árum síðar, 2013,
voru 2.148 skráðir í félagið.
Heimild: Hagstofan.is.