Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2014, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 11.02.2014, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 11. febrúar 2014 | FRÉTTIR | 11 HEILBRIGÐISMÁL Stjórn Krabbameinsfélags Íslands kveðst í yfirlýs- ingu treysta Kristjáni Oddssyni, yfirlækni leit- arsviðs Krabbameins- félagsins, fullkomlega til að framfylgja samningi félagsins við heilbrigðis- yfirvöld um leit að legháls- krabbameini. Aldursmörkum leitar vegna leghálskrabbameins var nýlega breytt. Í stað þess að hefja leitina við 20 ára aldur byrjar hún nú við 23 ára aldur og er gerð á þriggja ára fresti til 65 ára ald- urs. Þessar breytingar gagnrýndu tveir læknar í grein í Lækna- blaðinu. Vilja greinarhöfundar, Kristján Sigurðsson, fyrrverandi yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélagsins, og Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir kvennadeildar Landspítalans, að áfram verði byrjað að leita við 20 ára aldur. Í yfirlýsingunni, sem Jakob Jóhannsson, formað- ur stjórnar Krabbameins- félagsins, skrifar undir, er bent á að í nágrannalönd- unum hefjist leitin ekki fyrr en við 23 ára aldur en við 21 árs aldur í Bandaríkjunum. Til þess að gera leitina enn hnit- miðaðri hvetur stjórnin heilbrigð- isyfirvöld til að stuðla að því að hafin verði mæling á HPV-veirum í sýnum frá leghálsinum sem fyrst. - ibs JAKOB JÓHANNSSON Krabbameinsfélagið vill að samningi sé framfylgt: Styður breytt skipu- lag krabbameinsleitar BANDARÍKIN Her og leyniþjónusta Bandaríkjanna notast við upplýs- ingar um staðsetningu farsíma, fengnar úr fórum Þjóðaröryggis- stofnunarinnar (NSA), þegar tekn- ar eru ákvarðanir um drónaárásir á einstaklinga í Pakistan og víðar um heim. Þetta kemur fram í grein eftir bandarísku blaðamennina Jeremy Scahill og Glenn Greenwald á splunkunýrri fréttasíðu þeirra, The Intercepter, sem fyrst um sinn verð- ur einkum notuð til að koma á fram- færi upplýsingum úr leyniskjölum úr fórum uppljóstrarans Edwards Snowden. Fullyrt er að sjaldnast sé leitað staðfestingar á því að einstaklingar, sem ákveðið hefur verið að drepa, séu í raun staddir á staðnum sem árás er gerð á. Þess í stað er látið nægja að SIM-kort úr farsíma, sem talið er að viðkomandi hafi notað, hafi verið staðsett. Vandinn er sá að hinir herskáu menn, sem Banda- ríkin eru á hött- unum eftir, eru ekki alltaf með símann sinn á sér. Sumir hafa kannski lánað vinum sínum eða ættingjum símann, en aðrir skiptast reglu- lega á SIM-kort- um gagngert til þess að villa um fyrir Bandaríkja- mönnum. Miklar líkur eru því til þess að einhverjir allt aðrir einstaklingar verði fyrir árásum, auk þess sem sjaldnast hefur verið reynt að ganga úr skugga um að saklausir séu ekki á staðnum þegar árás er gerð. Scahill og Greenwald hafa þetta bæði eftir fyrrverandi sérsveitar- manni, sem hefur reynslu af því að stjórna drónaárásum, og úr leyni- skjölum frá NSA sem Snowden hafði afritað og lekið til blaðamanna. - gb GLENN GREENWALD Aðferðum NSA lýst í leyniskjölum frá Snowden: Skjóta á farsímana EYÐILEGGING Drónarnir bera með sér öflug sprengiefni, líkt og sjá má á þessum ummerkjum eftir árás í Pakistan á síðasta ári. NORDICPHOTOS/AFP KAUPTU FJÓRAR FÁÐU SEX HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI Notaðir gæðabílar á einstöku verði. Nú gefst tækifæri til að eignast notaðan bíl á sérstökum kjörum. Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Kíkið inná: heklanotadirbilar.is Audi A4 2,0 TDI Árgerð 2012, dísil Ekinn 35.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 5.290.000 KJARAKAUP: 4.690.000 VW Tiguan Trend&Fun 2.0 TDI Árgerð 2012, dísil Ekinn 61.500 km, beinskiptur Ásett verð: 4.550.000 KJARAKAUP: 3.990.000 Hyundai I30 Classic II Árgerð 2012, bensín Ekinn 30.000 km, beinskiptur Ásett verð: 2.690.000 KJARAKAUP: 2.340.000 Komdu og skoðaðu úrvalið! Afsláttur: 600.000 Afsláttur: 560.000 Afsláttur: 350.000 Chevrolet Lacetti 1800 station Árgerð 2010, bensín Ekinn 42.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 1.950.000 KJARAKAUP: 1.590.000 Suzuki Grand Vitara Premium+ Árgerð 2011, bensín Ekinn 91.000 km, beinskiptur Ásett verð: 3.590.000 KJARAKAUP: 3.140.000 Audi A4 2.0 TDI 6 gíra Árgerð 2011, dísil Ekinn 54.000 km, beinskiptur Ásett verð: 4.190.000 KJARAKAUP: 3.790.000 Toyota Land Cruiser 150 GX Árgerð 2012, dísil Ekinn 67.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 8.550.000 KJARAKAUP: 7.590.000 Toyota RAV4 GX plus Árgerð 2013, bensín Ekinn 21.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 5.770.000 KJARAKAUP: 5.370.000 VW Tiguan Track&Style 2.0 TDI Árgerð 2012, dísil Ekinn 36.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 5.890.000 KJARAKAUP: 5.490.000 Afsláttur: 360.000 Afsláttur: 450.000 Afsláttur: 400.000 Afsláttur: 960.000 Afsláttur: 400.000 Afsláttur: 400.000 MM Pajero 3,2 Instyle Árgerð 2012, dísil Ekinn 30.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 8.790.000 KJARAKAUP: 7.990.000 Afsláttur: 800.000 KJARAKAUP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.