Fréttablaðið - 11.02.2014, Page 19

Fréttablaðið - 11.02.2014, Page 19
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2014 3112 Ekki hika – hringdu til öryggis ● Hörður Már Harðarson, formað- ur Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, segir að félagið hafi alla tíð lagt mikla áherslu á að fræða ferðamenn um undirbúning ferða- laga. „Eitt af því mikilvægasta er að útbúa ferðaáætlun,“ segir Hörður. „Skiptir þá í raun engu máli hvort fara á kvöldstund á Esjuna eða í lengri ferð.“ Þar á að koma fram hverjir fara, upphafsstaður, helstu viðkomustaðir og endastaður. Einnig tímasetningar og best er að skrá helsta búnað og þá sérstaklega þann öryggisbún- að sem með er í ferðinni. Ferðaáætlun gegnir tvenns konar hlut- verki. Hún veitir betri þekkingu á ferða- laginu sjálfu en er líka stórt öryggismál. Ef eitthvað kemur upp á í ferðinni geta viðbragðsaðilar nýtt sér ferðaáætlunina við leit og björgun. „Við höfum séð það í okkar starfi að hafi ferðamaður skilið eftir ferðaáætl- un eru viðbrögð okkar við leit og björgun markvissari. Við vitum þá betur hvert við eigum að beina okkar björgunar- sveitum. Það hefur því miður komið fyrir að leitað sé á stærri svæðum en þurfti því ekkert lá fyrir um ferðaáætlun viðkom- andi.“ Hörður segir að fyrir rúmum þremur árum hafi félagið átt frumkvæði að verkefninu Safe- travel en að því kemur fjöldi aðila bæði úr ferðaþjónustu og einkageiranum. „Þar má meðal annars skrá inn ferðaáætl- un sína í nokkrum einföldum skrefum. Þá höfum við þá áætlun til að vinna út frá ef eitthvað kemur upp á.“ Nýlega var einnig boðið upp á þann möguleika í samvinnu við Neyðarlínuna að vakta heimkomu. Ferðalangur fær þá sent SMS með talna- kóða og sendi hann þann talnakóða ekki á ákveðið númer innan ákveðins tíma- ramma frá áætluðum heimkomutíma fer af stað eftirgrennslan. Beri eftirgrennsl- an ekki árangur er metið hvort kalla þurfi út til leitar. „Í þessu er fólgið mikið öryggi fyrir ferðalanga og ættu þeir hiklaust að nýta sér þessa þjónustu okkar,“ segir Hörður Már. Ferðaáætlun – fyrsta skref hvers ferðalangs Ýmis úrræði eru í boði fyrir þá sem ferðast um hálendið eða utan alfaraleiða og eiga ekki GPS-tæki. Miklu máli skiptir að huga að öllum öryggismálum áður en haldið er af stað. Miklu máli skiptir fyrir þá sem ferðast um hálendið eða utan alfaraleiða að gæta fyllsta öryggis og skilja alltaf eftir ferðaáætlun, t.d. á safetravel.is eða hjá aðstandend- um. Ef eitthvað kemur upp á þarf staðsetning að vera þekkt. Til eru ýmis gagnleg hjálpartól sem gagnast reynd- um sem óreyndum ferðalöngum að sögn Tómasar Gísla- sonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Neyðarlínunnar. „Ekk- ert toppar gott GPS-tæki en ef það er ekki við höndina gæti verið gott að hafa 112 Iceland snjallsíma-appið sem var kynnt til sögunnar sumarið 2012. Annars vegar geta ferðamenn kallað eftir aðstoð ef um slys eða óhapp er að ræða og hins vegar geta þeir skilið eftir sig nokkurs konar „brauðmola“ en slíkar upplýsingar geta skipt sköpum ef leit þarf að fara fram.“ Appið er einfalt í notkun að sögn Tómasar. „Ýtt er á græna takkann til að skilja eftir brauð- mola en þann rauða til að fá hjálp. Ef sá græni er notaður eru GPS-hnit send með SMS í gagnagrunn Neyðarlínunn- ar en ef ýtt er á þann rauða eru hnitin send og hringt í 112. Þá sést staðsetning á korti um leið og svarað er. Hefðbund- ið GSM-samband nægir til að nýta forritið.“ Tómas tekur skýrt fram að appinu sé ekki ætlað að leysa önnur öryggis- tæki af hólmi, það sé hins vegar gagnleg viðbót sem getur nýst hinum mikla fjölda fólks er notar snjallsíma. Af öðrum úrræðum nefnir Tómas neyðarsenda sem má meðal annars leigja hjá Landsbjörgu. „Sendarnir eru í sambandi við gervihnött og mjög heppilegir þegar ferða- langar halda í langferðir. Ef viðkomandi lendir í háska er ýtt á takka á sendinum og skilaboð berast í stjórnstöð í Noregi sem síðan hringir í Neyðarlínuna hér á landi og gefur staðsetninguna á hópnum. Um leið er hægt að virkja viðbrögð.“ Að lokum nefnir Tómas svo kallað „Spot“-tæki. Það er tæki í lófastærð sem virkar þannig að reglulega fara upp- lýsingar um staðsetningu um gervihnött inn á sérstakt vefsvæði. „Það er hins vegar ekki virkt eftirlit með vef- svæðinu en aðstandendur geta fylgst þar með og athug- að hvort allt sé samkvæmt áætlun. Reyndar er líka hægt að senda út neyðarboð en ekki er þó hægt að búast við að leit hefjist strax.“ Huga þarf að öryggi fyrir brottför „Ekkert toppar gott GPS-tæki,“ segir Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. MYND/GVA Rauði krossinn á Íslandi hefur hrundið af stað skyndihjálparátaki sem mun standa yfir í heilt ár til að fagna 90 ára afmæli félags- ins, en skyndihjálpin er einmitt elsta og þekktasta verkefni Rauða krossins. „Rauði krossinn von- ast til að kynningar- herferð félagsins miðli þekkingu sem situr eftir með þjóðinni, og auki þannig líkur á að fólk kunni að bregðast við á neyðarstundu og geti bjargað mannslífi þegar mikið liggur við,“ segir Gunnhild- ur Sveinsdóttir, verkefnisstjóri Rauða krossins í skyndihjálp. Fyrsti liðurinn í skyndi- hjálparherferð Rauða krossins er útgáfa á skyndihjálparappi sem systurfélög Rauða krossins í Bretlandi og Bandaríkjun- um hafa hann- að. Skyndi- hjálparapp Rauða kross- ins hefur fengið frábærar viðtök- ur síðan það fór í loftið fyrir tveim- ur mánuðum, og þegar hefur verið slegið met í niður- hali á því. Alls hafa nú um 14.000 manns sótt forritið, en það eru rúmlega fjögur prósent þjóðarinnar. Til viðmiðunar má geta þess að um eitt pró- sent Bandaríkjamanna hefur sótt appið á síðu Rauða krossins í Bandaríkjun- um á heilu ári. Hægt er að nálgast appið á vefsíðu Rauða krossins, skyndi hjalp. is, og er það ókeypis. Í appinu má nálgast allar helstu upplýsing- ar um skyndihjálp settar fram á afar aðgengilegan hátt, en þess er umfram allt gætt að hafa það skemmtilegt. Þar er hægt að fræð- ast um skyndi- hjálp, prófa þekkingu sína í fræð- unum á gagn- virkan hát t og horfa á mynd- bönd. Ef um neyðarástand er að ræða er hægt að ná beinu símasambandi við Neyðar- línuna 112. Gunnhildur segir að Rauða krossinum hafi þegar borist margar ábendingar frá fólki sem hefur notað appið til að veita rétta aðhlynningu eftir slys, og koma slös- uðum undir læknishend- ur. Þess má einnig geta að í appinu er sérstakur kafli um hvernig bregðast eigi við ýmsum náttúruhamför- um og ofsaveðri. Allir geta lært skyndihjálp með appi Rauða krossins Hörður Már Harðarson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.