Fréttablaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 11. febrúar 2014 | MENNING | 17 Skæruliðarnir í Guerrilla Light- ing munu lýsa upp skamm- degið með „árásum“ á illa lýst mannvirki í Breiðholti annað kvöld. Skæruliðarnir hafa valið nokkra staði í Efra-Breiðholti sem þeir munu umbreyta með ljósum. Hver „ljósaárás“ stend- ur aðeins yfir í nokkrar mín- útur og því mikilvægt að vera vel vakandi til að missa ekki af sjónarspilinu. Skæruliðarnir leiða áhorfendur á milli staða og bjóða upp á rjúkandi kakó eftir gönguna. Skæruliðahópurinn saman- stendur af útskrifuðum nem- endum og fyrsta árs nemanda í lýsingarhönnun í Tækniskólan- um auk sjálfboðaliða frá félags- miðstöðvum í Breiðholti. Ljósa- árásirnar hefjast við inngang Fellaskóla í Efra-Breiðholti mið- vikudagskvöldið 12. febrúar kl. 20. Skæruliðar í Breiðholti VETRARHÁTÍÐ Ljósaárásir verða fram- kvæmdar í Breiðholtinu annað kvöld. LEIKLIST ★★★★★ Bláskjár HÖFUNDUR: TYRFINGUR TYRFINGSSON LEIKSTJÓRN: VIGNIR RAFN VALÞÓRS- SON LEIKMYND OG BÚNINGAR: BRYNJA BJÖRNSDÓTTIR AÐSTOÐARLEIKSTJÓRI: PÉTUR ÁRMANNSSON LÝSING OG HLJÓÐ: GARÐAR BORGÞÓRSSON TÓN- LIST: HÖGNI EGILSSON Þegar gengið var inn í litla sal Borgarleikhússins á frumsýningu Bláskjás eftir Tyrfing Tyrfings- son varð strax ljóst að verið var að bjóða áhorfendum inn í lokaðan heim. Á sviðinu sátu systkinin Val- ter og Ella algjörlega upptekin af eigin dútli enda hafa þau ekki stig- ið fæti út fyrir kjallaraíbúðina sem sviðið á að fyrirstilla í heil sjö ár. Þau hafa búið sér til tveggja manna heim sem með aðstoð tækninnar býður upp á allt sem þau þurfa, nema raunveruleika og samskipti við annað fólk. Fljótlega eftir að sýningin hefst kemur í ljós að ástæða þessar- ar innilokunar er kúgarinn faðir þeirra, landsfrægur stjórnmála- maður sem býr á efri hæðum húss- ins með uppáhaldinu sínu honum Eiríki. Nú er faðirinn látinn og Eiríkur kemur í kjallarann til að reyna að fá systkini sín með sér í jarðarförina. Upphefst þá mikill leikur katta að mús, mús sem held- ur reyndar að hún sé kötturinn í leiknum. Samskipti þeirra systkinanna eru í senn sprenghlægileg og sorg- legri en tárum taki. Einlægni og hreinskilni eru ekki til í þeirra orðaforða og þrátt fyrir að tæpt sé á ýmsum skelfilegum leyndar- málum er ekkert rætt, ekki tekið á neinu. Þau flýja í sögur, leiki og drauma og undir og yfir og allt um kring svífur minnið úr sögunni um Bláskjá, bláeyga greifasoninn sem sígaunarnir rændu og lokuðu inni í myrkum helli. Spurningin hér er þó kannski fyrst og fremst hver kúgar hvern og hver er innilokað- ur. Viljum við nokkuð frelsi þegar allt kemur til alls? Og hver vill í rauninni bera ábyrgð á eigin lífi og gjörðum? Sýningin er feikilega lífleg, hröð og skemmtileg, tónlistin leikur stórt hlutverk og sögurnar sem gripið er í til að flýja óþægilegan veruleika eru hver annarri fyndnari þótt allt- af sé stutt í helsáran undirtóninn. Tyrfingur sannar hér það sem leik- húsáhugafólk var sterklega farið að gruna að hann er frjór og frumlegur höfundur sem kann að nýta leikhús- ið og öll trix þess út í æsar. Systkinin þrjú eru leikin af Hirti Jóhanni Jónssyni, Arndísi Hrönn Egilsdóttur og Arnmundi Ernst B. Björnssyni sem öll glansa í hlut- verkunum og hafa hið hárfína jafn- vægi milli gríns og tragedíu full- komlega á valdi sínu. Að hinum tveimur ólöstuðum er það þó Hjört- ur Jóhann sem stelur senunni og bókstaflega fer á kostum í hlutverki hins brjóstumkennanlega Valters. Leikmynd Brynju Björnsdóttur er einföld og stílhrein og tilfinn- ingin fyrir innilokuninni kemst vel til skila. Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri hefur valið þá leið að láta sýninguna virka eins og kabarett- sjóv sem kemur virkilega vel út og harmón erar vel við texta Tyrfings. Tónlist Högna Egilssonar er svo punkturinn yfir i-ið, en allt hjálp- ast þetta að við að gera sýninguna að sterkri og áhrifamikilli upplifun. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Bráðskemmtileg og sterk sýning þar sem leikarar fara á kostum í vel skrifuðu verki. Hver kærir sig um frelsi? BLÁSKJÁR „Systkinin þrjú eru leikin af Hirti Jóhanni Jónssyni, Arndísi Hrönn Egilsdóttur og Arnmundi Ernst B. Björnssyni sem öll glansa í hlutverkunum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ford.is Ford Fiesta. „Besti smábíllinn“ Beinskiptur frá 2.450.000 kr. Sjálfskiptur frá 2.790.000 kr. Ford Fiesta, bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. CO2 99 g/km. Ford Fiesta, EcoBoost bensín 100 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. CO2 114 g/km. Tökum allar tegundir bíla uppí nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 Ekki enn sannfærð/ur? Hér eru fleiri staðreyndir um Ford Fiesta: Hiti er í framsætum og 3,5 tommu upplýsingaskjár í mælaborði. Farangursrýmið er einstaklega rúmt (290 lítra). CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Ford MyKey, brekkuaðstoð og EasyFuel er staðalbúnaður. Öryggispúðarnir eru óvenju margir eða 7 talsins, þar af einn fyrir hné ökumanns. Sérstakt hitaelement er í miðstöð og er hann því mjög fljótur að hitna sem er afar hentugt á köldum vetrarmorgnum! Ford Fiesta var valinn besti smábíllinn árið 2013 af sérfræðingum eins vinsælasta bílablaðs heims, Auto Express. Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni og af því tilefni fylgja ný Nokian vetrardekk að verðmæti 120.000 kr. öllum Ford Fiesta í febrúar. Nýttu tækifærið. Komdu og prófaðu þennan snilldar bíl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.