Fréttablaðið - 11.02.2014, Side 35

Fréttablaðið - 11.02.2014, Side 35
ÞRIÐJUDAGUR 11. febrúar 2014 | SPORT | 23 KÖRFUBOLTI „Það var frábært að þjálfa þessa stráka. Þeir eru alveg frábærir og ákvörðun mín tengist þeim á engan hátt,“ segir Sví- inn Peter Öqvist sem heldur ekki áfram sem landsliðsþjálfari í körfubolta. Hann stýrði Íslandi í tveimur undan- keppnum auk þess sem hann fór með liðið á sterkt alþjóðlegt mót í Kína þar sem unnust frábærir sigrar á Makedóníu og Svartfjalla- landi. „Það er af fjölskylduástæðum sem ég verð að segja starfinu lausu. Við erum að eignast okkar þriðja barn á næstunni og það eru ýmsir praktískir hlutir sem eru erfiðir hvað varðar að fara með alla fjölskylduna til annars lands. Við verðum að vera í Svíþjóð í sumar,“ segir Öqvist í samtali við Frétta- blaðið en hann er stoltur af verkum sínum með íslenska liðið. „Ég er mjög stoltur af því hvernig strák- arnir og spilamennska okkar hefur orðið betri. Við spilum körfubolta sem við getum verið stoltir af. Við höfum líka verið að vinna mjög góð lið og gefa öðrum góðum liðum hörkuleiki.“ Öqvist segist mæla árangurinn í þeim liðum sem Ísland hefur skilið eftir fyrir aftan sig á styrkleikalista FIBA en Ísland var 22. sterkasta liðið í drættinum fyrir und- ankeppni EM 2015 þegar dregið var. „Fyrir neðan okkur eru þjóðir sem við höfum verið að klifra upp fyrir. Þann- ig sjáum við hvernig liðið var orðið betra. Þetta er staða sem KKÍ þarf að reyna halda og hægt en örugglega setja fleiri þjóðir fyrir aftan sig,“ segir Öqvist. Tímasetningin á brotthvarfi Öqvists hent- ar honum vel því samningur hans hans hjá Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni rennur út í sumar og þá er sænska landsliðsþjálf- arastarfið laust. „Ég er bara hugsa um að klára tímabilið með Sundsvall. Sænska starfið er laust og við sjáum bara til hvern þeir velja. Þetta er allavega síðasta árið mitt með Sundsvall þannig það er allt opið,“ segir Peter Öqvist. - tom Spiluðum körfubolta sem við getum verið stoltir af Svíinn Peter Öqvist er hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins í körfubolta af persónulegum ástæðum en er stoltur af tímanum hér. HÆTTUR Peter Öqvist er orðaður við sænska landsliðsþjálfarastarfið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DOMINOS KARLA HAUKAR - STJARNAN 76-67 (40-36) Atkvæðamestir: Terrence Watson 29/20 frák./5 varin, Emil Barja 14 - Jón Sverrisson 22/18 frák., Dagur Kár Jónsson 17, Marvin Valdimarsson 10. COCA COLA-BIKAR 8 LIÐA ÚRSLIT KARLA AKUREYRI - FH 30-32 (25-25 FRAML.) Bjarni Fritzson 13/10, Þrándur Gíslason 7 - Magnús Óli Magnússon 6, Ásbjörn Friðriksson 6/2, Einar Rafn Eiðsson 6/2. VALUR - HAUKAR 26-27 Guðm. Hólmar Helgas. 8/1, Geir Guðmundss. 5 - Jón Þorbjörn Jóhannsson 6, Árni Steinn Steinþórsson 5, Þórður Rafn Guðmundsson 4 SELFOSS - ÍR 23-28 Andri Sveins. 5, Einar Sverris. 5, Ómar Magnúss. 5 - Sturla Ásgeirss. 12, Björgvin Hólmgeirsson 7. Í undanúrsl. karla: Afturelding, FH, Haukar og ÍR. Í undanúrslitum kvenna: Stjarnan, Valur, Grótta og Haukar. REYKJAVÍKURMÓT ÚRSLITALEIKUR Í EGILSHÖLLINNI FRAM - KR 1-1 (5-4 Í VÍTAKEPPNI) 1-0 Hafsteinn Briem (78.), 1-1 Aron Bjarki Jósepsson (83.). Fyrsti titill Fram undir stjórn Bjarna Guðjónssonar. KR tapaði úrslitaleiknum fjórða árið í röð. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, varði vítaspyrnu frá Almari Ormarssyni fyrrverandi leikmanni Fram. Það var eina vítaspyrnan sem fór forgörðum. HANDBOLTI Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalands- liðsins í handbolta, mun þjálfa danska úrvalsdeildarliðið KIF Kolding Kaupmannahöfn út þetta tímabil en hann fékk leyfi frá HSÍ. „Þeir höfðu samband við mig strax eftir EM. Þeir eru í tölu- verðum vandræðum í augna- blikinu. Það hafa hrannast upp meiðsli og veikindi hjá þeim und- anfarið og það verður því mikil áskorun fyrir mig að fara þangað og klára tímabilið,“ sagði Aron en hann fór út í morgun. „Þetta eru ekki þeir fyrstu sem hafa verið að krukka í mann og ég hef fengið nokkur símtölin í vetur. Það hefur ekki verið á dag- skránni að fara út en þetta hent- aði vel. EM var búið og það eru engin stór verkefni hjá landslið- inu fyrr en í sumar,“ sagði Aron. Hann segir forráðamenn Kolding gera sér grein fyrir því að þeir eigi í vandamálum með hópinn. „Það er hrikalega áskorun að taka við þeim núna þegar þeir eru í svona miklum vandamálum. Þegar þeir eru með fullt lið og enga meidda þá er þetta mjög sterkt lið. Núna er liðið í öðru sæti í deildinni á eftir mínum gömlu félögum í Skjern. Það verður gaman að kljást við þá,“ segir Aron sem segir vörn og markvörslu vera aðalstyrk Kold- ing-liðsins í dag. - óój Aron tók við liði Kolding TEKUR VIÐ EINU BESTA LIÐINU Aron Kristjánsson er nýr þjálfari danska stórliðsins KIF Kolding. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.