Fréttablaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 38
11. febrúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 26
„Ég er svo vanafastur að ég fer
alltaf á taílenska staðinn Krua Thai.
Það er sterkt og gott og svo er hann
rétt hjá þar sem ég bý.“
Hjörtur Jóhann Jónsson leikari
BESTI BITINN
Hef hafið störf á
hársnyrtistofunni
LaBella, Furugerði 3,
sími 517 3322.
Verið velkomin.
H Á R S N Y R T I & F Ö R Ð U N A R S T O F A HEIDÝ
„Okkur langar að breyta til og gera
eitthvað skemmtilegt,“ segir Jón
Ólafsson, hljómborðsleikari hljóm-
sveitarinnar Nýdönsk, en sveitin
er á leið til Berlínar um miðjan
marsmánuð að taka upp plötu.
Sveitin ætlar að dvelja í hljóðveri
í Berlín í tæpa viku en stefnir svo
á að klára plötuna á Íslandi í kjöl-
farið. Nýdönsk gaf síðast út plöt-
una Turninn árið 2008.
„Þetta er allt á upphafsmetr-
unum, þetta er alls konar efni og
ég veit ekki alveg hvernig þetta
endar,“ segir Jón spurður út í nýja
efnið. Allir meðlimir sveitarinnar
semja og því mikið og fjölbreytt
úrval af nýju efni.
„Við förum með stuðfélaginu
WOW air út þannig að það er aldrei
að vita nema að við tökum lagið í
vélinni,“ segir Jón um samgöngu-
hættina.
Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið
sem sveitin fer utan í upptökuferð
því platan Himnasending sem kom
út árið 1992 var tekin upp í Bret-
landi.
Nýdönsk kemur fram á tónleik-
um á Græna hattinum og á Siglu-
firði í mars. „Við ætlum einnig að
vera með tónleika í Hörpu í haust
eins og við höfum gert undanfarin
tvö ár.“ - glp
Nýdönsk í upptökuferð til Berlínar
Hljómsveitin Nýdönsk er farin að vinna að nýrri plötu og hefj ast upptökur á
henni í Berlín í byrjun mars. Sveitin hefur verið í dvala en er að lifna við á ný.
UPPTÖKUR ÚTI Hljómsveitin Nýdönsk
er á leið til Berlínar að taka upp nýja
plötu. MYND/HAG
Ljósmyndarinn Saga Sig mynd-
aði forsíðu nýjasta tölublaðs Wild
Magazine, sem er bandarískt
glanstímarit. Forsíðuna prýddi
breska tónlistarkonan M.I.A.
sem hefur átt mikilli velgengni
að fagna um allan heim, en Saga
hefur áður fengið boð um að
vinna með söngkonunni sem hún
gat ekki þekkst. „Þetta var ótrú-
lega skemmtilegt,“ segir Saga um
myndatökuna. „Ég ber svo mikla
virðingu fyrir henni sem listakonu
svo það var sérstaklega gaman að
fá að vinna með henni,“ heldur
Saga áfram.
„Fyrir tveimur árum bað hún
mig að taka myndir bak við tjöld-
in þegar hún skaut hið fræga Bad
Girls-myndband með leikstjóran-
um Roman Gavras. Þetta var í des-
ember og ég var komin til Íslands
til að fagna jólunum með fjölskyld-
unni. Fjárhagsáætlanir verkefnis-
ins gerðu ekki ráð fyrir flugi frá
Íslandi til Marokkó svo verkefnið
rann út í sandinn,“ útskýrir Saga,
en hún býr og starfar í London.
„Mér fannst það svo ótrúlega
leiðinlegt því þetta myndband er
eitt það flottasta sem gert hefur
verið að mínu mati.“
Saga segir myndatökuna hafa
gengið vel fyrir sig. „Hún var mjög
vingjarnleg. Annars er það hluti af
mínu starfi að vera ekkert að kippa
sér upp við það þótt fólk sé frægt,
og ég passa mig auðvitað á því. Ég
verð líka eiginlega að viðurkenna
að ég er alveg rosalega ómann-
glögg og veit yfirleitt ekki hver
neinn er,“ segir Saga, létt í bragði.
Saga hefur átt mikilli velgengni að
fagna í starfi og hefur meðal ann-
ars myndað fyrir Nike Women og
Topshop, sem hún segir hafa verið
mikilvægt fyrir ferilinn. Hún
hefur fengið myndir eftir sig birt-
ar í þekktum tímaritum á borð við
Vogue Japan og í Dazed and Con-
fused. olof@frettabladid.is
Myndaði M.I.A. á for-
síðu Wild Magazine
Ljósmyndarinn Saga Sig hefur áður myndað fyrir Topshop og Nike Women.
FORSÍÐAN Saga Sig myndaði tónlistarkonuna M.I.A. á forsíðu
Wild Magazine. SKJÁSKOT
SAGA SIG Býr og starfar í London. Hún hefur getið sér gott
orð sem ljósmyndari. MYND/SAGASIG
➜Turninn er síðasta plata
sveitarinnar og kom hún út
2008.
M.I.A. er breskur listamaður sem
öðlaðist frægð í gegnum tónlist,
en fæst einnig við myndlist og
leikstjórn. Hún hóf ferilinn sem
kvikmyndagerðarmaður í London
en fór fljótlega að leggja áherslu
á tónlistarferil sinn og árið
2004 gaf hún út smáskífurnar
Sunshowers og Galang sem hlutu
góðar viðtökur. Síðan hefur M.I.A.
meðal annars verið tilnefnd
til Óskarsverðlauna, tvennra
Grammy-verðlauna og Mercury-
verðlaunanna.
Meðal þekktustu laga M.I.A.
eru Paper Planes, Bucky Done
Gun, Bad Girls og Matangi.
M.I.A.
Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | postdreifing.is
Við sjáum um örugga dreifingu á fjölpósti
Við náum til fjöldans
B
ra
n
de
n
bu
rg
Póstdreifing dreifir fjölpósti sex daga vikunnar til heimila
á stærsta markaðssvæði landsins. Mælingar sýna að 60%
landsmanna skoða fjölpóst og er hann því áhrifarík leið
til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn
á heimilin. Örugglega til þín.
Nánari upplýsingar veitir söludeild í síma 585 8300.
Benedikt Freyr Jónsson, DJ B-Ruff,
stjórnar þættinum Tetriz sem er í
hádeginu fyrsta föstudag í mánuði á
X-inu. „Þættirnir snúast um gamla
skólann, tíunda áratuginn eins og
hann gerist bestur,“ segir B-Ruff,
sem valdi hádegið til þess að brjóta
upp daginn hjá fólki og föstudag því
þá eru allir komnir með hugann inn
í helgina. „Það var frábært að heyra
að fólk keyrði um alla borg á meðan
á þættinum stóð – fólk festist í bíln-
um,“ segir B-Ruff, ánægður með
góðar viðtökur. Þættirnir snúast
fyrst og fremst um skemmtistaðinn
Tetriz og tímabilið í kringum hann.
„Dj-arnir B-Ruff, Fingaprint, Ram-
page og Dice spiluðu þessa tónlist á
Tetriz og leiddu saman heilu hverf-
in út á þetta sameiginlega áhuga-
mál. Það er svo mikið af flottri tón-
list frá þessum tíma. Ég þurfti að
stoppa mig af eftir fyrsta þáttinn,
þegar ég var að taka saman plötur.“
B-Ruff byrjar einnig með viku-
legan þátt á X-inu, ásamt Loga
Pedro Stefánssyni úr Retro Stefson,
á næstunni. - ósk
Tíundi áratugurinn upp á sitt besta
Benedikt Freyr, DJ B-Ruff , stjórnar Tetriz á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar.
LEIDDU SAMAN HEILU HVERFIN
Dj-arnir B-Ruff, Fingaprint, Rampage og
Dice spiluðu mikið á Tetriz.
MYND/ANTON BRINK