Fréttablaðið - 17.02.2014, Síða 2

Fréttablaðið - 17.02.2014, Síða 2
17. febrúar 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 STJÓRNSÝSLA Kafarar hafa kært gjaldtöku vegna köfunar í Silfru til umboðsmanns Alþingis og Samkeppniseftirlitsins. Telja kafararnir að reglur um gestagjöld á Þingvöllum standist ekki lög og að Þingvallanefnd veiti köfurun- um ekki sérstaka þjónustu fram yfir aðra gesti þjóðgarðsins. Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvalla- nefndar, telur gjaldtökuna eðlilega miðað við þann kostnað sem lagður hafi verið í aðstöðu á svæðinu. „Það er búið að búa til aðstöðu fyrir kafarana, byggja skúr og lagfæra í kringum Silfru þar sem farið var að sjá á gróðri. Ég stend alveg á því að það sé eðlilegt að taka þarna gjald því þarna er verið að leyfa viðbótarstarfsemi innan þjóðgarðsins,“ segir Sigrún. Þessu er Torfi Yngvason, einn eigenda Artic Adventures sem er einn þeirra þjónustuaðila sem bjóða upp á köfun í Silfru, ósammála. Hann segir ferðaþjónustuaðila við Silfru þá einu sem greiði gjald fyrir aðstöðu í þjóðgarðinum. „Þeir sem fara gangandi eða ríðandi um þjóð- garðinn þurfa ekkert að greiða fyrir að koma þangað. Það þarf ekkert að segja mér að það sé meiri átroðningur af þeim sem kafa í Silfru en almennt af öðrum gestum. Þetta er náttúrulega rakið rugl og bull,“ segir Torfi. -eh Kafarar telja gestagjöld á Þingvöllum ekki lögmæt og hafa sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis: Kæra gjaldtöku við Silfru á Þingvöllum ÞINGVELLIR Silfra er afar vinsæll viðkomustaður fyrir ferðamenn sem vilja snorkla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS Kringlunni heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Ólafur, munu þær hverfa eftir andartak? „Ekki ef borgaryfirvöld hafa þá andagift sem til þarf.“ Þrjár andategundir munu að öllu óbreyttu hverfa af Reykjavíkurtjörn innan fárra ára. Ólafur K. Nielsen vistfræðingur vann skýrslu um málið fyrir borgaryfirvöld. NEYTENDUR „Forsætisráðherra skortir upplýsingar um málið. Hann áttar sig ekki á því að ríkið er að selja tollkvóta,“ segir Finnur Árna- son, forstjóri Haga. Í byrjun febrúar sendi verslun- arfyrirtækið Hagar atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu bréf þar sem sótt var um leyfi til að flytja inn geita-, ær- og buffalaost án inn- flutningstolla. Hagar sögðu inn- lenda framleiðslu nær enga og anna því ekki eftirspurn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Sunnu- dagsmorgni, þætti Gísla Mar- teins Baldurssonar, á RÚV í gær að Hagar hefðu næga tollkvóta til að flytja inn osta úr hvaða dýri sem þeir vildu. „Þeir hefðu ekki einu sinni þurft að sækja um þetta. Ég hugsa að menn hljóti að benda þeim á að þeir hafi nægan kvóta til að flytja inn ost úr hverju sem er, sagði ráðherrann. Finnur segir að framleiðend- ur hafi keypt þessa tollkvóta. Það sé lítið magn af tollkvótum í boði, þeir séu boðnir upp og það þurfi að borga fyrir þá. „Þetta jafngildir ofurtollum,“ segir hann. Forsætisráðherra gerði því skóna að beiðni Haga væri vegna þess að fyrirtækið vildi brjóta kerfið á bak aftur. Hann sagði jafnframt að til stæði að einfalda tollakerfið. „Það verður gert. Hins vegar væri mjög óæskilegt að það leiddi til veiking- ar á stöðu innlendra framleiðenda gagnavart erlendum,“ sagði Sig- mundur. Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur umsókn Haga um innflutning á ost- unum til umfjöllunar en tvær vikur eru frá því að umsóknin var send. Hagar óskuðu um miðjan janú- ar eftir að fá að flytja inn lífræn- an kjúkling án innflutningstolla þar sem innlend framleiðsla ann- aði ekki eftirspurn. Svar við þeirri umsókn hefur ekki enn borist. „Ef við fáum neikvætt svar frá yfirvöldum ætlum við að fara með málið til umboðsmanns Alþingis,“ segir Finnur Árnason. johanna@frettabladid.is Skilur ekki að ríkið selur tollkvótana Forsætisráðherra segir að Hagar hafi næga tollkvóta til að flytja inn ost úr hvaða dýri sem er. Forstjóri Haga segir að ráðherrann skorti upplýsingar, hann átti sig ekki á því að kaup á tollkvótum jafngildi ofurtollum. Málið er enn í biðstöðu. Í fjármálaráðuneytinu er verið að vinna frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum Sunnudagsmorgni með Gísla Marteini að ekki væri búið að ákveða hvort bankastjórum Seðlabankans yrði fjölgað úr einum í þrjá. „Neita því ekki, en sagði ekki að það myndi gerast,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætis- ráðherra sagðist lengi hafa verið ósammála stefnu Seðlabankans, sér í lagi vaxtastefnu hans. Hann sagði að það væri æskilegt að bankinn endurmæti stefnu sína oftar en hann gerði. „Menn munu ekki hverfa frá sjálfstæði Seðlabanka. Það getur verið æskilegt og mikilvægt, til dæmis ef það væri einhver annars konar ríkisstjórn en núna er. Þá myndum við auðvitað vilja hafa sjálfstæðan Seðlabanka til að passa upp á hana,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði jafnframt að mikilvægt væri að Seðlabankinn virkaði sem öryggisventill. Sjálfstæðið brýnt ef önnur stjórn sæti VIÐSKIPTI Norska Dagbladet segir olíu á Drekasvæðinu geta gert Íslendinga skuldlausa og gott betur. Dagbladet reiknast til, út frá mati Eykon Energy og Olíustofnun- ar Noregs, að olía á norsk-íslenska Jan Mayen-svæðinu sé um 125 þúsund milljarða íslenskra króna virði. Sú upphæð nemur 220-föld- um fjárlögum íslenska ríkisins. Umfjöllunin hefur vakið tals- verða athygli og vitnuðu netmiðlar á Grænlandi og í Færeyjum í hana. - kmu Olían á Jan Mayen-svæðinu: Gæti þurrkað út skuldir Íslands BLAÐAMENNSKA Blaðamannaverð- laun Íslands og verðlaun Blaða- ljósmyndarafélagsins voru afhent í Gerðarsafni á laugardag. Stígur Helgason fór með sigur af hólmi í flokknum Viðtal ársins með viðtali sem hann tók við Maríu Rut Krist- insdóttur og birtist í Fréttablaðinu í júlí. Þá fékk Vilhelm Gunnarsson, ljós- myndari á Fréttablaðinu, verðlaun fyrir umhverfisljósmynd ársins, af síldardauða í Kolgrafafirði. Baldur Hrafnkell Jónsson, myndatökumað- ur á Stöð 2, hlaut svo verðlaun fyrir besta myndskeið fréttatökumanns á ljósvakamiðlum. Verðlaun fyrir rannsóknarblaða- mennsku ársins fengu þeir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson á DV. Verðlaun fyrir umfjöllun ársins hreppti ritstjórn Kastljóss en Bergljót Baldursdóttir á RÚV hlaut blaðamannaverðlaun ársins fyrir umfjöllun um heilbrigð- ismál. Þá átti Páll Stefánsson mynd árs- ins 2013. Myndröð ársins tók Kjart- an Þorbjörnsson og fréttamynd ársins tók Sigtryggur Ari Jóhanns- son af Karli Vigni Þorsteinssyni. Íþróttamynd ársins tók Árni Torfa- son af Anítu Hinriksdóttur. Tíma- ritamynd ársins tók Kristinn Magn- ússon en Kjartan Þorbjörnsson fékk verðlaun fyrir mynd í flokknum Daglegt líf. - gb Blaðamannaverðlaun og ljósmyndaverðlaun ársins 2013 afhent: Vilhelm og Stígur verðlaunaðir STJÓRNMÁL Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segist munu hætta á þingi eftir kjörtímabilið. „Ég er á mínu síðasta kjörtíma- bili,“ sagði Birg- itta í viðtali við Mikael Torfason í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær. Birgitta var einn þriggja þingmanna sem kjörnir voru á þing fyrir Borgarahreyfinguna, síðar Hreyfinguna, árið 2009. Birgitta stóð að stofnun Pírata og var kosin á þing fyrir þá. - jme Þingflokksformaður Pírata: Ætlar að hætta BIRGITTA JÓNSDÓTTIR ÚKRAÍNA, AP Í gærmorgun tóku mótmælendur að streyma út úr ráð- húsinu í Kænugarði, sem þeir hafa haft á valdi sínum vikum saman. Stjórnvöld hétu öllum mótmælendum sakaruppgjöf ef þeir verða búnir að yfirgefa allar stjórnarbyggingar í borginni í dag. Mótmælendur krefjast þess þó enn að Viktor Janúkóvitsj forseti segi af sér. Einn af leiðtogum mótmælenda, Arsení Jatsenjúk, hafnaði í gær eina ferðina enn boði frá forsetanum um sæti í ríkisstjórn lands- ins. „Mig er ekki hægt að kaupa með embættum, herra forseti,“ sagði Jatsenjúk þegar hann ávarpaði tugi þúsunda mótmælenda í gær. „Haltu bara áfram og keyptu þér skósveina.“ - gb Mótmælendur gengu út úr ráðhúsinu í Kænugarði: Fjöldi mótmælenda bíður átekta SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Forsætisráðherra segir að tollar verði ein- faldaðir án þess veikja stöðu innlendra framleiðenda gagnvart erlendum. MYND/SKJÁSKOT RÚV FULLTRÚAR 365 Fréttastofa 365 fékk sex verðlaun og tilnefningar. Á myndinni eru Ólafur Þ. Stephen sen ritstjóri, Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður, Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari, blaðamennirnir Stígur Helgason, Svavar Hávarðsson og Eva Bjarnadóttir og Mikael Torfason aðalritstjóri. MYND/ANDRI MARÍNÓ MÓTMÆLENDUR STANDA VÖRÐ Vígalegir mótmælendur vörðu ráðhúsið gegn öðrum mótmælendum, sem vildu fara aftur inn. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.